Play hefur áætlunarflug til Toronto í júní Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2023 11:27 Á svæðinu í kringum Toronto og Hamilton, búa um átta milljónir sem gerir svæðið eitt af þéttbýlustu svæðum í Norður-Ameríku . Á svæðinu ræður fjölmenning ríkjum og í Toronto eru töluð meira en 140 tungumál. Getty Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Toronto er fimmti áfangastaður Play í Norður-Ameríku. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll. Í fréttatilkynningu frá Play kemur fram að boðið verði upp á tengingar við 15 áfangastaði flugfélagsins í Evrópu. Áfangastaðir félagsins í Norður-Ameríku hafa gengið vonum framar og er þessi viðbót við leiðakerfið talin rökrétt skref fyrir Play. Toronto er stærsta borg Kanada og mun þessi nýi áfangastaður stækka markaðssvæði Play í Norður-Ameríku. Þægilegur flugvöllur og lægstu fargjöldin á milli Toronto og Evrópu Á svæðinu í kringum Toronto og Hamilton búa um átta milljónir sem gerir svæðið eitt af þéttbýlustu svæðum í Norður-Ameríku . Á svæðinu ræður fjölmenning ríkjum og í Toronto eru töluð meira en 140 tungumál. „Eitt af helstu einkennum Toronto er framúrskarandi matarmenning borgarinnar. Fjölþjóðamenningin lætur ekki sitt eftir liggja og þar má finna góðgæti frá öllum heimshornum. Þá er frábært að versla í Toronto en þar má finna mikið úrval verslana, allt frá dýrustu tískuhúsunum til sjarmerandi lítilla hönnunarverslana,“ segir ennfremur í tilkynningu. Þá kemur fram að Hamilton International flugvöllurinn sé frekar lítill og þægilegur og farþegar eru ekki lengi að fara í gegn um hann. Þá eru samgöngur frá flugvellinum til Toronto greiðar. „Flugvöllurinn er ódýr sem mun gera það að verkum að Play getur boðið upp á lægstu fargjöldin á milli Toronto og Evrópu. Allt eru þetta atriði sem falla vel að stefnu Play sem gengur út á að bjóða upp á lág fargjöld, einfalda og þægilega þjónustu.“ Hátt í fjörutíu áfangastaðir í ár Áfangastaðir Play árið 2022 voru 25 talsins en verða hátt í 40 árið 2023, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. „Ég hef beðið spenntur eftir því að við hefjum miðasölu á flugi til Kanada enda mikilvægur markaður fyrir okkur. Miðað við hvað hefur gengið vel á mörkuðum okkar í Norður-Ameríku er ég fullur tilhlökkunar fyrir þessum nýja áfangastað. Við förum inn á þennan markað með því hugarfari að efla ferðalög á milli landanna. Það er frábært að geta boðið enn fleirum upp á þann valkost að fljúga ódýrt yfir hafið. Þessi viðbót stækkar markaðssvæði PLAY talsvert en á svæðinu búa hátt í átta milljónir manns sem geta nú valið ódýran og góðan kost fyrir ferðalagið til fjölda áfangastaða í Evrópu eða Íslands,” segir Birgir Jónsson forstjóri Play. Ferðalög Kanada Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Play kemur fram að boðið verði upp á tengingar við 15 áfangastaði flugfélagsins í Evrópu. Áfangastaðir félagsins í Norður-Ameríku hafa gengið vonum framar og er þessi viðbót við leiðakerfið talin rökrétt skref fyrir Play. Toronto er stærsta borg Kanada og mun þessi nýi áfangastaður stækka markaðssvæði Play í Norður-Ameríku. Þægilegur flugvöllur og lægstu fargjöldin á milli Toronto og Evrópu Á svæðinu í kringum Toronto og Hamilton búa um átta milljónir sem gerir svæðið eitt af þéttbýlustu svæðum í Norður-Ameríku . Á svæðinu ræður fjölmenning ríkjum og í Toronto eru töluð meira en 140 tungumál. „Eitt af helstu einkennum Toronto er framúrskarandi matarmenning borgarinnar. Fjölþjóðamenningin lætur ekki sitt eftir liggja og þar má finna góðgæti frá öllum heimshornum. Þá er frábært að versla í Toronto en þar má finna mikið úrval verslana, allt frá dýrustu tískuhúsunum til sjarmerandi lítilla hönnunarverslana,“ segir ennfremur í tilkynningu. Þá kemur fram að Hamilton International flugvöllurinn sé frekar lítill og þægilegur og farþegar eru ekki lengi að fara í gegn um hann. Þá eru samgöngur frá flugvellinum til Toronto greiðar. „Flugvöllurinn er ódýr sem mun gera það að verkum að Play getur boðið upp á lægstu fargjöldin á milli Toronto og Evrópu. Allt eru þetta atriði sem falla vel að stefnu Play sem gengur út á að bjóða upp á lág fargjöld, einfalda og þægilega þjónustu.“ Hátt í fjörutíu áfangastaðir í ár Áfangastaðir Play árið 2022 voru 25 talsins en verða hátt í 40 árið 2023, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. „Ég hef beðið spenntur eftir því að við hefjum miðasölu á flugi til Kanada enda mikilvægur markaður fyrir okkur. Miðað við hvað hefur gengið vel á mörkuðum okkar í Norður-Ameríku er ég fullur tilhlökkunar fyrir þessum nýja áfangastað. Við förum inn á þennan markað með því hugarfari að efla ferðalög á milli landanna. Það er frábært að geta boðið enn fleirum upp á þann valkost að fljúga ódýrt yfir hafið. Þessi viðbót stækkar markaðssvæði PLAY talsvert en á svæðinu búa hátt í átta milljónir manns sem geta nú valið ódýran og góðan kost fyrir ferðalagið til fjölda áfangastaða í Evrópu eða Íslands,” segir Birgir Jónsson forstjóri Play.
Ferðalög Kanada Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira