„KR í fortíðinni en nútíðin og framtíðin er hérna í Krikanum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2023 08:31 Kjartan Henry Finnbogason er mættur í FH. Vísir/Arnar Kjartan Henry Finnbogason kveðst spenntur fyrir næsta kafla á sínum ferli með FH, sem hann mun leika með í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann kemur til liðsins frá uppeldisfélaginu KR. „Ég átti mína fyrstu æfingu í gær þar sem var tekið vel á móti mér og ég er bara spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan Henry um nýtt félag. Hann yfirgaf KR eftir stormasamar vikur þar sem hann var sakaður um ófagmannlega hegðun áður en þær ásakanir voru dregnar til baka. KR nýtti sér svo uppsagnarákvæði í samningi hans og ákvað Kjartan að kúpla sig út úr boltanum. „Það voru einhver símtöl og einhverjir sem höfðu samband en ég ákvað það nú eftir að samningum mínum var sagt upp [hjá KR] að ég myndi fara í smá frí og hugsa um eitthvað annað en fótbolta. Svo ég fór erlendis með fjölskyldunni yfir jólin,“ „Svo þegar maður kemur heim í janúar þá byrjar mann að kitla og þegar FH hafði samband, þá var það engin spurning,“ segir Kjartan Henry. Klippa: þetta var no brainer fyrir mig, Spennandi að vinna með teyminu En af hverju var aldrei spurning um að fara í FH? „Það er svo margt. Hér eru frábærar aðstæður og góður leikmannahópur sem spilaði undir getu í fyrra. Ég þekki til í hópnum og auðvitað er þetta þjálfarateymi sem mér finnst spennandi að vinna með. Þannig að þetta var no brainer fyrir mig,“ segir Kjartan. Heimir Guðjónsson, sem er uppalinn í KR líkt og Kjartan, var ráðinn þjálfari FH eftir síðustu leiktíð. Honum til aðstoðar verður Sigurvin Ólafsson, sem var í teyminu hjá KR síðasta sumar áður en hann færði sig til FH á miðju sumri. Þarf ekkert að sanna fyrir KR Hann vill þá algjörlega skilja sig frá KR eftir það sem gekk á í haust og einblína á nýjan kafla. „Já, algjörlega, þú orðar það ágætlega. Það svolítið liðið, nokkrir mánuðir, þó mér finnist það vera lengra en það. Það er bara í fortíðinni en nútíðin og framtíðin er hérna í Krikanum hjá mér. Það er bara spennandi að kynnast nýju fólki og nýju félagi,“ „Ég hef ekki neitt að sanna [fyrir þeim hjá KR] eða neitt slíkt. Auðvitað er maður í góðu standi og fótboltaferillinn er stuttur. Mér finnst gaman að skora mörk og ég fékk tækifæri hér hjá FH og ég ætla að borga það til baka með mörkum og miðla af minni reynslu til ungra og efnilegra leikmanna sem eru hér fyrir,“ Kjartan kveðst hungraður fyrir sumarið, eftir að hafa spilað lítið í fyrra. „Ekki spurning. Ég er að verða seinn á æfingu og er mjög spenntur,“ Stefnt að viðsnúningi FH lenti í allskyns brasi á síðustu leiktíð og bjargaði sér naumlega frá falli í Lengjudeildina. Félagið hefur hins vegar verið á meðal þeirra stærstu undanfarin ár og segir Kjartan að stefnt sé að viðsnúningi. „Ég veit að hér er alltaf stefnt hátt. Síðasta tímabil er búið og eins og ég sagði áðan þá endurspeglar leikmannahópurinn alls ekki það gengi, en stundum er þetta svona. Blessunarlega héldu þeir sér uppi og svo er bara að keyra á þetta, bretta upp ermar og láta verkin tala,“ Ekkert ákeðið með fagn í Vesturbæ Mörgum KR-ingnum sárnaði við að sjá Kjartan Henry í treyju FH þegar hann var kynntur til leiks hjá félaginu í gær. Kjartan segir hins vegar ríg milli félaganna síðustu ár ekki hafa hvarflað að sér þegar hann ákvað að slá til í Hafnarfirði. „Nei, bara alls ekki. Mér hefur alltaf liðið vel hérna í Krikanum og iðulega skorað mörk. Ég sé ekki af hverju það ætti að breytast núna,“ Aðspurður hvort hann muni fagna ef hann skorar á Meistaravöllum á komandi sumri segir Kjartan: „Ég er ekki kominn þangað. Við skulum tala um það þegar við komum að þeirri brú.“ Besta deild karla FH KR Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
„Ég átti mína fyrstu æfingu í gær þar sem var tekið vel á móti mér og ég er bara spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan Henry um nýtt félag. Hann yfirgaf KR eftir stormasamar vikur þar sem hann var sakaður um ófagmannlega hegðun áður en þær ásakanir voru dregnar til baka. KR nýtti sér svo uppsagnarákvæði í samningi hans og ákvað Kjartan að kúpla sig út úr boltanum. „Það voru einhver símtöl og einhverjir sem höfðu samband en ég ákvað það nú eftir að samningum mínum var sagt upp [hjá KR] að ég myndi fara í smá frí og hugsa um eitthvað annað en fótbolta. Svo ég fór erlendis með fjölskyldunni yfir jólin,“ „Svo þegar maður kemur heim í janúar þá byrjar mann að kitla og þegar FH hafði samband, þá var það engin spurning,“ segir Kjartan Henry. Klippa: þetta var no brainer fyrir mig, Spennandi að vinna með teyminu En af hverju var aldrei spurning um að fara í FH? „Það er svo margt. Hér eru frábærar aðstæður og góður leikmannahópur sem spilaði undir getu í fyrra. Ég þekki til í hópnum og auðvitað er þetta þjálfarateymi sem mér finnst spennandi að vinna með. Þannig að þetta var no brainer fyrir mig,“ segir Kjartan. Heimir Guðjónsson, sem er uppalinn í KR líkt og Kjartan, var ráðinn þjálfari FH eftir síðustu leiktíð. Honum til aðstoðar verður Sigurvin Ólafsson, sem var í teyminu hjá KR síðasta sumar áður en hann færði sig til FH á miðju sumri. Þarf ekkert að sanna fyrir KR Hann vill þá algjörlega skilja sig frá KR eftir það sem gekk á í haust og einblína á nýjan kafla. „Já, algjörlega, þú orðar það ágætlega. Það svolítið liðið, nokkrir mánuðir, þó mér finnist það vera lengra en það. Það er bara í fortíðinni en nútíðin og framtíðin er hérna í Krikanum hjá mér. Það er bara spennandi að kynnast nýju fólki og nýju félagi,“ „Ég hef ekki neitt að sanna [fyrir þeim hjá KR] eða neitt slíkt. Auðvitað er maður í góðu standi og fótboltaferillinn er stuttur. Mér finnst gaman að skora mörk og ég fékk tækifæri hér hjá FH og ég ætla að borga það til baka með mörkum og miðla af minni reynslu til ungra og efnilegra leikmanna sem eru hér fyrir,“ Kjartan kveðst hungraður fyrir sumarið, eftir að hafa spilað lítið í fyrra. „Ekki spurning. Ég er að verða seinn á æfingu og er mjög spenntur,“ Stefnt að viðsnúningi FH lenti í allskyns brasi á síðustu leiktíð og bjargaði sér naumlega frá falli í Lengjudeildina. Félagið hefur hins vegar verið á meðal þeirra stærstu undanfarin ár og segir Kjartan að stefnt sé að viðsnúningi. „Ég veit að hér er alltaf stefnt hátt. Síðasta tímabil er búið og eins og ég sagði áðan þá endurspeglar leikmannahópurinn alls ekki það gengi, en stundum er þetta svona. Blessunarlega héldu þeir sér uppi og svo er bara að keyra á þetta, bretta upp ermar og láta verkin tala,“ Ekkert ákeðið með fagn í Vesturbæ Mörgum KR-ingnum sárnaði við að sjá Kjartan Henry í treyju FH þegar hann var kynntur til leiks hjá félaginu í gær. Kjartan segir hins vegar ríg milli félaganna síðustu ár ekki hafa hvarflað að sér þegar hann ákvað að slá til í Hafnarfirði. „Nei, bara alls ekki. Mér hefur alltaf liðið vel hérna í Krikanum og iðulega skorað mörk. Ég sé ekki af hverju það ætti að breytast núna,“ Aðspurður hvort hann muni fagna ef hann skorar á Meistaravöllum á komandi sumri segir Kjartan: „Ég er ekki kominn þangað. Við skulum tala um það þegar við komum að þeirri brú.“
Besta deild karla FH KR Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira