Vill meira gagnsæi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. janúar 2023 19:27 Stjórnarandstaðan kallar eftir meira gagnsæi þegar sala á ríkiseignum er til rannsóknar. Fjármálaeftirlitið telur lög hafa verið brotin við söluna á Íslandsbanka samkvæmt tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í gær. Í tilkynningunni frá Íslandsbanka kemur fram að hafið sé sáttaferli eftir frumathugun fjármálaeftirlitsins. Það er mjög algengt að málum sem FME rannsakar sé lokið með sátt og hefur það gerst á annað hundrað sinnum á síðan 2007, en þá var heimild til sátta fest í lög. Í ensku útgáfu tilkynningarinnar kemur fram að sáttaferlið sjálft hafi hafist af frumkvæði Íslandsbanka. Bankinn hyggst ekki tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu, Fjármálaráðherra var heldur ekki til viðtals um málið í dag og fjármálaeftirlitið ber fyrir sig þagnarskyldu. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar vill meira gagnsæi. „Auðvitað er það þannig að núna er bara málið í lögformlegu ferli og í sjálfu sér ekkert við það að athuga. En af því að þarna undir er sala á ríkiseign að þá finnst mér bæði að þeir sem eru til rannsóknar og þeir sem eru að rannsaka, að það hvíli kannski svona aðeins meiri tilkynningaskylda til almennings þegar að þannig háttar.“ Mikilvægt sé að halda áfram sölunni á bankanum. „En á endanum og þetta er algert grundvallaratriði, á endanum snýst þetta um það að það verður að vera hægt að selja restina af Íslandsbanka til þess að lækka skuldir ríkissjóðs svo við þurfum ekki að borga þessa óskaplegu vexti af lánunum eins og reyndin er. Það er auðvitað lykilatriði í þessu." Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir rannsóknarnefnd. „Já sko bara um leið og þetta mál svolítið á flug þá fór stjórnarandstaðan að krefjast þess að stofnuð yrði rannsóknarnefnd til þess að fara yfir málið frá a til ö.“ Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu Allt frá því að fjármálaráðherra lýsti yfir áhuga á því að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hafa fullyrðingar um söluferlið verið eins misjafnar og þær eru margar. Ásakanir um spillingu, markaðsmisnotkun og svívirðilega undirverðlagningu á ríkiseign rötuðu beint á forsíður fjölmiðla án þess að mikið lægi að baki. Málið var teiknað upp sem pólitískur skandall en þegar kurlin koma til grafar virðist niðurstaðan vera sú að helstu brestina í söluferlinu megi rekja til Íslandsbanka sem hefur nú viðurkennt brot sín í hlutverki innlends umsjónaraðila í útboðinu. 10. janúar 2023 15:59 Frekar tilkynning en sáttameðferð Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. 10. janúar 2023 13:04 Íslandsbanki kunni að hafa brotið lög við útboðið Í frummati fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka segir að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn lögum og reglum sem um bankann gilda. 9. janúar 2023 18:57 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Í tilkynningunni frá Íslandsbanka kemur fram að hafið sé sáttaferli eftir frumathugun fjármálaeftirlitsins. Það er mjög algengt að málum sem FME rannsakar sé lokið með sátt og hefur það gerst á annað hundrað sinnum á síðan 2007, en þá var heimild til sátta fest í lög. Í ensku útgáfu tilkynningarinnar kemur fram að sáttaferlið sjálft hafi hafist af frumkvæði Íslandsbanka. Bankinn hyggst ekki tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu, Fjármálaráðherra var heldur ekki til viðtals um málið í dag og fjármálaeftirlitið ber fyrir sig þagnarskyldu. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar vill meira gagnsæi. „Auðvitað er það þannig að núna er bara málið í lögformlegu ferli og í sjálfu sér ekkert við það að athuga. En af því að þarna undir er sala á ríkiseign að þá finnst mér bæði að þeir sem eru til rannsóknar og þeir sem eru að rannsaka, að það hvíli kannski svona aðeins meiri tilkynningaskylda til almennings þegar að þannig háttar.“ Mikilvægt sé að halda áfram sölunni á bankanum. „En á endanum og þetta er algert grundvallaratriði, á endanum snýst þetta um það að það verður að vera hægt að selja restina af Íslandsbanka til þess að lækka skuldir ríkissjóðs svo við þurfum ekki að borga þessa óskaplegu vexti af lánunum eins og reyndin er. Það er auðvitað lykilatriði í þessu." Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir rannsóknarnefnd. „Já sko bara um leið og þetta mál svolítið á flug þá fór stjórnarandstaðan að krefjast þess að stofnuð yrði rannsóknarnefnd til þess að fara yfir málið frá a til ö.“
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu Allt frá því að fjármálaráðherra lýsti yfir áhuga á því að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hafa fullyrðingar um söluferlið verið eins misjafnar og þær eru margar. Ásakanir um spillingu, markaðsmisnotkun og svívirðilega undirverðlagningu á ríkiseign rötuðu beint á forsíður fjölmiðla án þess að mikið lægi að baki. Málið var teiknað upp sem pólitískur skandall en þegar kurlin koma til grafar virðist niðurstaðan vera sú að helstu brestina í söluferlinu megi rekja til Íslandsbanka sem hefur nú viðurkennt brot sín í hlutverki innlends umsjónaraðila í útboðinu. 10. janúar 2023 15:59 Frekar tilkynning en sáttameðferð Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. 10. janúar 2023 13:04 Íslandsbanki kunni að hafa brotið lög við útboðið Í frummati fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka segir að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn lögum og reglum sem um bankann gilda. 9. janúar 2023 18:57 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu Allt frá því að fjármálaráðherra lýsti yfir áhuga á því að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hafa fullyrðingar um söluferlið verið eins misjafnar og þær eru margar. Ásakanir um spillingu, markaðsmisnotkun og svívirðilega undirverðlagningu á ríkiseign rötuðu beint á forsíður fjölmiðla án þess að mikið lægi að baki. Málið var teiknað upp sem pólitískur skandall en þegar kurlin koma til grafar virðist niðurstaðan vera sú að helstu brestina í söluferlinu megi rekja til Íslandsbanka sem hefur nú viðurkennt brot sín í hlutverki innlends umsjónaraðila í útboðinu. 10. janúar 2023 15:59
Frekar tilkynning en sáttameðferð Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. 10. janúar 2023 13:04
Íslandsbanki kunni að hafa brotið lög við útboðið Í frummati fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka segir að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn lögum og reglum sem um bankann gilda. 9. janúar 2023 18:57