Framlengingin: Núll prósent líkur að KR haldi sér uppi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. janúar 2023 23:31 Strákarnir í Körfuboltakvöldi hafa ekki mikla trú á því að KR-ingar muni leika í efstu deild á næsta tímabili. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru um víðan völl eins og svo oft áður í Framlengingunni í seinasta þætti. Meðal þess sem þeir ræddu voru líkurnar á því að KR haldi sæti sínu í Subway-deildinni. „Förum í Framlenginguna, okkar allra bestu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Fyrsta spurningin í Framlengingunni var nokkuð einföld: „Hvað gefiði KR miklar líkur á að bjarga sér frá falli?“ Jón Halldór Eðvaldsson, annar sérfræðingur þáttarins, var fljótur að svara og hann hefur greinilega enga trú á því að þetta gamla stórveldi muni leika í efstu deild á næsta tímabili. „Núll prósent,“ sagði Jón. „Ég held að þetta sé bara borin von.“ Teitur Örlygsson var ekki alveg jafn harður í sínum svörum, en gaf KR-ingum þó ekkert til að brosa yfir. „Við erum náttúrulega ekki búnir að sjá liðið sem þeir ætla að enda með. Það er leikmaður á leiðinni. Þannig að ég ætla að gefa þeim sjö prósent. Lucky seven.“ Jón dró þá aðeins í land og gaf vinum sínum í Vesturbænum örlitla vonarglætu. „Ef hann er rosalega góður þá hendi ég þremur prósentum á þetta,“ bætti Jón við. KR-ingar sitja í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 12 leiki, fjórum stigum á eftir Þór Þ. og ÍR sem sitja í sætunum fyrir ofan. Það er því ljóst að verk er að vinna í Vesturbænum til að bjarga stórveldinu frá falli. Klippa: KBK_Framlenging 12 umferðar Næsta umræðuefni þeirra félaga var einmitt hvaða lið eru í fallhættu. Ásamt KR, Þór Þ. og ÍR vildu þeir félagar meina að Höttur og Stjarnan, sem bæði eru með tíu stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar, þyrftu að fara að passa sig. Þeir voru sammála um það að bæði Þór Þ. og Ír ættu eitthvað inni og því gæti farið svo að þau lið fari að klífa upp töfluna. Strákarnir veltu einnig fyrir sér hvort Skagafjörðurinn ætti að láta sér dreyma um titilinn, hvað er það sem veldur fjölgun tæknivillna í deildinni og opinberri umræðu um dómara í Framlengingunni, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
„Förum í Framlenginguna, okkar allra bestu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Fyrsta spurningin í Framlengingunni var nokkuð einföld: „Hvað gefiði KR miklar líkur á að bjarga sér frá falli?“ Jón Halldór Eðvaldsson, annar sérfræðingur þáttarins, var fljótur að svara og hann hefur greinilega enga trú á því að þetta gamla stórveldi muni leika í efstu deild á næsta tímabili. „Núll prósent,“ sagði Jón. „Ég held að þetta sé bara borin von.“ Teitur Örlygsson var ekki alveg jafn harður í sínum svörum, en gaf KR-ingum þó ekkert til að brosa yfir. „Við erum náttúrulega ekki búnir að sjá liðið sem þeir ætla að enda með. Það er leikmaður á leiðinni. Þannig að ég ætla að gefa þeim sjö prósent. Lucky seven.“ Jón dró þá aðeins í land og gaf vinum sínum í Vesturbænum örlitla vonarglætu. „Ef hann er rosalega góður þá hendi ég þremur prósentum á þetta,“ bætti Jón við. KR-ingar sitja í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 12 leiki, fjórum stigum á eftir Þór Þ. og ÍR sem sitja í sætunum fyrir ofan. Það er því ljóst að verk er að vinna í Vesturbænum til að bjarga stórveldinu frá falli. Klippa: KBK_Framlenging 12 umferðar Næsta umræðuefni þeirra félaga var einmitt hvaða lið eru í fallhættu. Ásamt KR, Þór Þ. og ÍR vildu þeir félagar meina að Höttur og Stjarnan, sem bæði eru með tíu stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar, þyrftu að fara að passa sig. Þeir voru sammála um það að bæði Þór Þ. og Ír ættu eitthvað inni og því gæti farið svo að þau lið fari að klífa upp töfluna. Strákarnir veltu einnig fyrir sér hvort Skagafjörðurinn ætti að láta sér dreyma um titilinn, hvað er það sem veldur fjölgun tæknivillna í deildinni og opinberri umræðu um dómara í Framlengingunni, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira