Upplifir enn ofbeldi frá borginni þrátt fyrir Landsréttardóm Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2023 20:30 Reykjavíkurborg hefur ekki enn greitt konu skaðabætur sem Landsréttur dæmdi borgina til að greiða í júní 2021. Konan segist upplifa framkomu borgarinnar í málinu sem hreint ofbeldi. Konan, sem vill ekki koma fram undir nafni, og eiginmaður hennar voru tilkynnt til Barnaverndar árið 2013 eftir að þau leituðu á bráðamóttöku Landspítalans með níu mánaða son sinn. Þau sögðu drenginn hafa dottið þegar hann reyndi að toga sig upp við borð og skollið á hnakkann. Við læknisskoðun kom í ljós blæðing undir höfuðkúpu og blæðingar í augnbotnum, sem eru meðal einkenna svokallaðs Shaken baby syndrome. Barnið var í kjölfarið tekið af þeim og fékk ekki að snúa aftur heim fyrr en í október 2013. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið unnt að draga óyggjandi ályktun um orsök áverkanna út frá þeim gögnum sem lágu fyrir. Þá hafi ekki verið færð rök fyrir að nauðsynlegt hefði verið að vista barnið utan heimilis lengur en til 27. júní 2013. Þá mat Landsréttur það svo að borgin væri skaðabótaskyld gagnvart konunni. Borgin hefur greitt fjölskyldunni miskabætur en ekki skaðabætur vegna málsins. „Ég hef glímt við mikið þunglyndi og er öryrki. Þó sonur minn sé heilbrigður og hraustur fer hann á mis við ýmislegt í lífinu af því hann fær ekki þann stuðning sem heilbrigt foreldri veitir,“ segir konan. Mat tveggja liggur fyrir Mat var lagt á tjónið sem konan varð fyrir vegna málsins en Reykjavíkurborg fór í kjölfarið fram á að láta gera eigið mat á tjóninu og hefur haft niðurstöðu þess mats á sínu borði síðan í lok desember. Borgin hefur hins vegar ekki afhent matið. „Við höfum ekki fengið afrit af matsgerðinni ennþá. Vonandi verður það lagt fyrir okkur fljótlega, við vitum svo sem ekkert um það hvenær það verður. Á grundvelli þess mats ætti þá uppgjör að eiga sér stað nema aðilar geti ekki sætt sig við matið og þá er hægt að óska eftir enn öðru mati,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður konunnar. „Maður hefði haldið að þegar liggur fyrir matsgerð tveggja matsmanna að aðilar gætu sæst á þá niðurstöðu og klárað málið. Það hefði í mínum huga mátt eiga sér stað fyrr, í ljósi hvers eðlis málið er og hvaða áhrif það hefur haft.“ Allt hennar líf undir Vonir hafi verið uppi um að hægt væri að klára málið hratt og örugglega þegar Landsréttardómur lá fyrir þar sem sagði að stjórnvald hafi brotið gegn einstaklingi með þeim hætti að líkur séu á að það hafi valdið varanlegu tjóni. „Þá hefði maður haldið og þótt eðlilegt að allt púður væri sett í að klára málið hratt og örugglega og gera upp í samræmi við skylduna en ekki að það væru svona miklar varnir í því hvort og hvað ætti að greiða,“ segir Sigrún. Konan segist upplifa þennan drátt á málinu sem ofbeldi. „Ég lít hundrað prósent á þetta sem ofbeldi, áframhaldandi ofbeldi. Það hljóta að gilda einhverjar reglur um það þegar stofnanir, eins og Barnavernd eða Borgarlögmaður, eru að eiga við einstaklinga. Við erum ekki að þrasa yfir stöðumælasekt eða einhverju minniháttar sem kemur fyrir. Við erum hér að tala um allt mitt líf, allt saman, og stjórnvald á ekki að geta haft þessi áhrif á aðra. Þau hljóta að bera þá ábyrgð að bregðast við og bæta ráð sitt.“ Fram kemur í sjónvarpsfréttinni að drengurinn hafi verið vistaður utan heimilis til ársins 2019. Sú fullyrðing er byggð á misskilningi og hefur verið leiðrétt, til ársins 2013, í fréttinni hér að ofan. Geðheilbrigði Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Borgin ekki enn greitt skaðabætur vegna mistaka barnaverndar árið 2013 Reykjavíkurborg hefur ekki enn greitt konu skaðabætur sem Landsréttur dæmdi borgina til að greiða í júní 2021. Þá neitar borgin að afhenda konunni greinagerð dómkvaddra matsmanna um miska konunnar, sem borgin óskaði eftir. 10. janúar 2023 07:35 Landsréttur lækkar bætur í Shaken Baby-máli Landsréttur hefur staðfest skaðabótaskyldu Reykjavíkurborgar gagnvart fjögurra manna fjölskyldu í máli sem hefur verið kennt við Shaken Baby-heilkenni. Fjölskyldunni hafði verið dæmdar samtals átta milljónir króna í skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur ákvað að lækka skaðabæturnar í samtals fjórar milljónir króna. 18. júní 2021 16:04 Reykjavíkurborg áfrýjar dómi í Shaken Baby-máli Héraðsdómur sagði Barnavernd Reykjavíkur hafa brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Var fjögurra manna fjölskyldunni dæmdar samtals átta milljónir króna í bætur. 16. janúar 2020 17:01 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Konan, sem vill ekki koma fram undir nafni, og eiginmaður hennar voru tilkynnt til Barnaverndar árið 2013 eftir að þau leituðu á bráðamóttöku Landspítalans með níu mánaða son sinn. Þau sögðu drenginn hafa dottið þegar hann reyndi að toga sig upp við borð og skollið á hnakkann. Við læknisskoðun kom í ljós blæðing undir höfuðkúpu og blæðingar í augnbotnum, sem eru meðal einkenna svokallaðs Shaken baby syndrome. Barnið var í kjölfarið tekið af þeim og fékk ekki að snúa aftur heim fyrr en í október 2013. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið unnt að draga óyggjandi ályktun um orsök áverkanna út frá þeim gögnum sem lágu fyrir. Þá hafi ekki verið færð rök fyrir að nauðsynlegt hefði verið að vista barnið utan heimilis lengur en til 27. júní 2013. Þá mat Landsréttur það svo að borgin væri skaðabótaskyld gagnvart konunni. Borgin hefur greitt fjölskyldunni miskabætur en ekki skaðabætur vegna málsins. „Ég hef glímt við mikið þunglyndi og er öryrki. Þó sonur minn sé heilbrigður og hraustur fer hann á mis við ýmislegt í lífinu af því hann fær ekki þann stuðning sem heilbrigt foreldri veitir,“ segir konan. Mat tveggja liggur fyrir Mat var lagt á tjónið sem konan varð fyrir vegna málsins en Reykjavíkurborg fór í kjölfarið fram á að láta gera eigið mat á tjóninu og hefur haft niðurstöðu þess mats á sínu borði síðan í lok desember. Borgin hefur hins vegar ekki afhent matið. „Við höfum ekki fengið afrit af matsgerðinni ennþá. Vonandi verður það lagt fyrir okkur fljótlega, við vitum svo sem ekkert um það hvenær það verður. Á grundvelli þess mats ætti þá uppgjör að eiga sér stað nema aðilar geti ekki sætt sig við matið og þá er hægt að óska eftir enn öðru mati,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður konunnar. „Maður hefði haldið að þegar liggur fyrir matsgerð tveggja matsmanna að aðilar gætu sæst á þá niðurstöðu og klárað málið. Það hefði í mínum huga mátt eiga sér stað fyrr, í ljósi hvers eðlis málið er og hvaða áhrif það hefur haft.“ Allt hennar líf undir Vonir hafi verið uppi um að hægt væri að klára málið hratt og örugglega þegar Landsréttardómur lá fyrir þar sem sagði að stjórnvald hafi brotið gegn einstaklingi með þeim hætti að líkur séu á að það hafi valdið varanlegu tjóni. „Þá hefði maður haldið og þótt eðlilegt að allt púður væri sett í að klára málið hratt og örugglega og gera upp í samræmi við skylduna en ekki að það væru svona miklar varnir í því hvort og hvað ætti að greiða,“ segir Sigrún. Konan segist upplifa þennan drátt á málinu sem ofbeldi. „Ég lít hundrað prósent á þetta sem ofbeldi, áframhaldandi ofbeldi. Það hljóta að gilda einhverjar reglur um það þegar stofnanir, eins og Barnavernd eða Borgarlögmaður, eru að eiga við einstaklinga. Við erum ekki að þrasa yfir stöðumælasekt eða einhverju minniháttar sem kemur fyrir. Við erum hér að tala um allt mitt líf, allt saman, og stjórnvald á ekki að geta haft þessi áhrif á aðra. Þau hljóta að bera þá ábyrgð að bregðast við og bæta ráð sitt.“ Fram kemur í sjónvarpsfréttinni að drengurinn hafi verið vistaður utan heimilis til ársins 2019. Sú fullyrðing er byggð á misskilningi og hefur verið leiðrétt, til ársins 2013, í fréttinni hér að ofan.
Geðheilbrigði Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Borgin ekki enn greitt skaðabætur vegna mistaka barnaverndar árið 2013 Reykjavíkurborg hefur ekki enn greitt konu skaðabætur sem Landsréttur dæmdi borgina til að greiða í júní 2021. Þá neitar borgin að afhenda konunni greinagerð dómkvaddra matsmanna um miska konunnar, sem borgin óskaði eftir. 10. janúar 2023 07:35 Landsréttur lækkar bætur í Shaken Baby-máli Landsréttur hefur staðfest skaðabótaskyldu Reykjavíkurborgar gagnvart fjögurra manna fjölskyldu í máli sem hefur verið kennt við Shaken Baby-heilkenni. Fjölskyldunni hafði verið dæmdar samtals átta milljónir króna í skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur ákvað að lækka skaðabæturnar í samtals fjórar milljónir króna. 18. júní 2021 16:04 Reykjavíkurborg áfrýjar dómi í Shaken Baby-máli Héraðsdómur sagði Barnavernd Reykjavíkur hafa brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Var fjögurra manna fjölskyldunni dæmdar samtals átta milljónir króna í bætur. 16. janúar 2020 17:01 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Borgin ekki enn greitt skaðabætur vegna mistaka barnaverndar árið 2013 Reykjavíkurborg hefur ekki enn greitt konu skaðabætur sem Landsréttur dæmdi borgina til að greiða í júní 2021. Þá neitar borgin að afhenda konunni greinagerð dómkvaddra matsmanna um miska konunnar, sem borgin óskaði eftir. 10. janúar 2023 07:35
Landsréttur lækkar bætur í Shaken Baby-máli Landsréttur hefur staðfest skaðabótaskyldu Reykjavíkurborgar gagnvart fjögurra manna fjölskyldu í máli sem hefur verið kennt við Shaken Baby-heilkenni. Fjölskyldunni hafði verið dæmdar samtals átta milljónir króna í skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur ákvað að lækka skaðabæturnar í samtals fjórar milljónir króna. 18. júní 2021 16:04
Reykjavíkurborg áfrýjar dómi í Shaken Baby-máli Héraðsdómur sagði Barnavernd Reykjavíkur hafa brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Var fjögurra manna fjölskyldunni dæmdar samtals átta milljónir króna í bætur. 16. janúar 2020 17:01