Segir félagsmenn Eflingar hringja í hrönnum til að reyna að flýja Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2023 11:49 Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags, sem er undir hatti Starfsgreinasambandsins, segir að símalínur Bárunnar hafi verið rauðglóandi í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Stöð 2 „Það eru glóandi línur hér,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags. Hún segir að margir tugir félagsmanna Eflingar hafi haft samband við Báruna í gær og í dag þar sem þeir leitast eftir því að skipta um stéttarfélag. Halldóra segir að sömu sögu sé að segja af stéttarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Halldóra segir að ástæðurnar sem félagsmenn Eflingar gefi upp séu alls konar. „Þeir segjast flestir ekki fylgja formanninum [Sólveigu Önnu Jónsdóttur] og framkomu hans við starfsmenn og svo vill fólk bara ekki fara í verkfall.“ „Þarf ég að vera í þessu félagi?“ Samninganefnd Eflingar ákvað á þriðjudaginn að slíta viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði þá að himinn og haf væri á milli nýjasta tilboðs Eflingar og þess sem samið hafði verið um við mikinn meirihluta fólks á almennum vinnumarkaði; það er SGS, VR og iðnaðarmenn. „Félagsmenn Eflingar sem eru að hafa samband við okkur vilja bara fá kjarasamning. Óttast að missa afturvirkni samninganna og fleira. Það var afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslunni hjá okkur hinum – 85 til 86 prósent – um þann kjarasamning sem náðist. Það eru líka fleiri stéttarfélög að lenda í þessu núna, að fá þessi símtöl frá félagsmönnum Eflingar. Við erum með ákveðið samkomulag innan ASÍ um félagssvæðin og maður er að reyna að halda því. En það er erfitt þegar svona stórir hópar innan eins félags eru svona óánægðir. Spyrja: „Þarf ég að vera í þessu félagi?“ En í vinnudeilum er erfitt að skipta um félag. Þetta er snúin staða og erfið. Maður er hálfmáttlaus í þessari stöðu,“ segir Halldóra. Erfið staða Halldóra segist hafa heyrt í fjölda leiðtoga verkalýðsfélaga innan sama svæðis og Efling er. Hún segir að enn fleiri símtöl frá félagsmönnum Eflingar hafi borist þeim með sambærilegum fyrirspurnum. Halldóra segir Eflingu vera í mjög erfiðri stöðu og sé einangruð. „Manni sýnist bæði leiðinlegt að þau hafi ekki náð að semja með okkur hinum. Og mér finnst sérstakt að heyra í félagsmönnum Eflingar hvað þeir eru óánægðir. Mér þykir það leitt. En ég set ekki út á kjarabaráttu stéttarfélaga almennt séð. Það er hvert stéttarfélag með sinn samningsrétt og hefur leyfi til að fara fram eins og þau vilja. En að útiloka fólk úr samninganefnd og velja í samninganefnd er náttúrulega mjög skrýtið og sérstakt.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Tengdar fréttir SA með helmingi stærri vinnudeilusjóð en Efling Vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins, sem ætlað er að bæta félagsmönnum samtakanna upp það tap sem þeir verða fyrir á meðan verkföllum stendur, er umtalsvert stærri en vinnudeilusjóður Eflingar. Þetta má lesa úr síðustu ársskýrslum samtakanna. 11. janúar 2023 17:20 Telur enga ástæðu til að kalla SA og Eflingu til fundar Ríkissáttasemjari segist ekki ætla að boða samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar á fund eins og staðan er núna. Ekkert bendi til að samtalið geti þokast áfram með því að nefndirnar hittist. 11. janúar 2023 12:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Halldóra segir að ástæðurnar sem félagsmenn Eflingar gefi upp séu alls konar. „Þeir segjast flestir ekki fylgja formanninum [Sólveigu Önnu Jónsdóttur] og framkomu hans við starfsmenn og svo vill fólk bara ekki fara í verkfall.“ „Þarf ég að vera í þessu félagi?“ Samninganefnd Eflingar ákvað á þriðjudaginn að slíta viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði þá að himinn og haf væri á milli nýjasta tilboðs Eflingar og þess sem samið hafði verið um við mikinn meirihluta fólks á almennum vinnumarkaði; það er SGS, VR og iðnaðarmenn. „Félagsmenn Eflingar sem eru að hafa samband við okkur vilja bara fá kjarasamning. Óttast að missa afturvirkni samninganna og fleira. Það var afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslunni hjá okkur hinum – 85 til 86 prósent – um þann kjarasamning sem náðist. Það eru líka fleiri stéttarfélög að lenda í þessu núna, að fá þessi símtöl frá félagsmönnum Eflingar. Við erum með ákveðið samkomulag innan ASÍ um félagssvæðin og maður er að reyna að halda því. En það er erfitt þegar svona stórir hópar innan eins félags eru svona óánægðir. Spyrja: „Þarf ég að vera í þessu félagi?“ En í vinnudeilum er erfitt að skipta um félag. Þetta er snúin staða og erfið. Maður er hálfmáttlaus í þessari stöðu,“ segir Halldóra. Erfið staða Halldóra segist hafa heyrt í fjölda leiðtoga verkalýðsfélaga innan sama svæðis og Efling er. Hún segir að enn fleiri símtöl frá félagsmönnum Eflingar hafi borist þeim með sambærilegum fyrirspurnum. Halldóra segir Eflingu vera í mjög erfiðri stöðu og sé einangruð. „Manni sýnist bæði leiðinlegt að þau hafi ekki náð að semja með okkur hinum. Og mér finnst sérstakt að heyra í félagsmönnum Eflingar hvað þeir eru óánægðir. Mér þykir það leitt. En ég set ekki út á kjarabaráttu stéttarfélaga almennt séð. Það er hvert stéttarfélag með sinn samningsrétt og hefur leyfi til að fara fram eins og þau vilja. En að útiloka fólk úr samninganefnd og velja í samninganefnd er náttúrulega mjög skrýtið og sérstakt.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Tengdar fréttir SA með helmingi stærri vinnudeilusjóð en Efling Vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins, sem ætlað er að bæta félagsmönnum samtakanna upp það tap sem þeir verða fyrir á meðan verkföllum stendur, er umtalsvert stærri en vinnudeilusjóður Eflingar. Þetta má lesa úr síðustu ársskýrslum samtakanna. 11. janúar 2023 17:20 Telur enga ástæðu til að kalla SA og Eflingu til fundar Ríkissáttasemjari segist ekki ætla að boða samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar á fund eins og staðan er núna. Ekkert bendi til að samtalið geti þokast áfram með því að nefndirnar hittist. 11. janúar 2023 12:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
SA með helmingi stærri vinnudeilusjóð en Efling Vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins, sem ætlað er að bæta félagsmönnum samtakanna upp það tap sem þeir verða fyrir á meðan verkföllum stendur, er umtalsvert stærri en vinnudeilusjóður Eflingar. Þetta má lesa úr síðustu ársskýrslum samtakanna. 11. janúar 2023 17:20
Telur enga ástæðu til að kalla SA og Eflingu til fundar Ríkissáttasemjari segist ekki ætla að boða samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar á fund eins og staðan er núna. Ekkert bendi til að samtalið geti þokast áfram með því að nefndirnar hittist. 11. janúar 2023 12:00