„Við verðum aldrei ánægð nema við fáum að vera öll saman“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2023 21:01 Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, segja áfangasigur hafa unnist í gær þegar ákveðið var að halda starfseminni áfram út árið. Þakklæti var efst í huga gestanna þegar fréttastofa leit við í Vin í dag. Tilkynnt var í desember að starfsemi Vinjar yrði lögð niður í sparnaðarskyni. Lokunin var gagnrýnd harðlega, meðal annars úr hópi fastagesta sem margir sækja sinn eina félagsskap til Vinjar. En ákveðið var á fundi velferðarráðs í gær að starfseminni yrði haldið óbreyttri í það minnsta út árið. Fréttastofa leit við í Vin í dag, þar sem ríkti allt annað andrúmsloft en í síðustu heimsókn í desember. „Það má segja að það hafi verið áfangasigur í gær. Eiginlega myndi ég segja að það væri barátta þessa fólks [fastagestanna] sem skilaði okkur þangað,“ segir Bryndís Christensen, starfskona í Vin. „Hugsanlega verðum við flutt á annan stað en við verðum aldrei ánægð nema við fáum að vera öll saman.“ Ekki öfundsvert hlutskipti að ráðskast með annarra örlög Þakklæti var efst í huga gesta og þá örlaði meira að segja fyrir samúð með ráðamönnum sem tóku hina óheillavænlegu ákvörðun í fyrra. „Það getur varla verið öfundsvert hlutskipti að standa í sporum þessa fólks. Að þurfa að ráðskast með örlög annarra,“ segir Magnús Hákonarson, fastagestur í Vin. „Við erum öll þakklát fyrir þennan áfanga og þetta tækifæri sem okkur var gefið,“ segir Ólafur Thorsson, annar fastagestur. Félagsmál Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Hætta við lokun Vinjar í bili Dagsetrið Vin á Hverfisgötu 47 verður rekið í óbreyttri mynd, í það minnsta út þetta ár. 11. janúar 2023 22:27 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Sjá meira
Tilkynnt var í desember að starfsemi Vinjar yrði lögð niður í sparnaðarskyni. Lokunin var gagnrýnd harðlega, meðal annars úr hópi fastagesta sem margir sækja sinn eina félagsskap til Vinjar. En ákveðið var á fundi velferðarráðs í gær að starfseminni yrði haldið óbreyttri í það minnsta út árið. Fréttastofa leit við í Vin í dag, þar sem ríkti allt annað andrúmsloft en í síðustu heimsókn í desember. „Það má segja að það hafi verið áfangasigur í gær. Eiginlega myndi ég segja að það væri barátta þessa fólks [fastagestanna] sem skilaði okkur þangað,“ segir Bryndís Christensen, starfskona í Vin. „Hugsanlega verðum við flutt á annan stað en við verðum aldrei ánægð nema við fáum að vera öll saman.“ Ekki öfundsvert hlutskipti að ráðskast með annarra örlög Þakklæti var efst í huga gesta og þá örlaði meira að segja fyrir samúð með ráðamönnum sem tóku hina óheillavænlegu ákvörðun í fyrra. „Það getur varla verið öfundsvert hlutskipti að standa í sporum þessa fólks. Að þurfa að ráðskast með örlög annarra,“ segir Magnús Hákonarson, fastagestur í Vin. „Við erum öll þakklát fyrir þennan áfanga og þetta tækifæri sem okkur var gefið,“ segir Ólafur Thorsson, annar fastagestur.
Félagsmál Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Hætta við lokun Vinjar í bili Dagsetrið Vin á Hverfisgötu 47 verður rekið í óbreyttri mynd, í það minnsta út þetta ár. 11. janúar 2023 22:27 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Sjá meira
Hætta við lokun Vinjar í bili Dagsetrið Vin á Hverfisgötu 47 verður rekið í óbreyttri mynd, í það minnsta út þetta ár. 11. janúar 2023 22:27