Hinn 21 árs gamli Aziz gekk til liðs við Aftureldingu um mitt sumar á síðasta ári og heillaði flesta með spilamennsku sinni. Alls skoraði hann 10 mörk í aðeins 10 leikjum. Aziz kemur frá Belgíu og lék á sínum tíma fjóra leiki fyrir U-17 ára landslið Belga.
„Aziz mun styrkja hópinn mikið fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til félagsins,“ segir í tilkynningu HK.
HK mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildarinnar þann 10. apríl næstkomandi.