Sveindís Jane í þætti UEFA um stjörnur kvennaboltans: Stolt að vera blönduð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 11:30 Sveindís Jane Jónsdóttir er á myndinni fyrir annan þáttinn þar sem er fjallað um kvennafótbolta á Norðurlöndum. UEFA Íslenski landsliðsframherjinn Sveindís Jane Jónsdóttir er andlit íslenskrar knattspyrnu í nýjum heimildaþáttum evrópska knattspyrnusambandsins. Sveindís Jane kemur nefnilega fram í öðrum þætti heimildarþáttarraðarinnar EQUALS (Jafningjar) sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu en þeim þætti er fjallað um Norðurlöndin. Norðurlöndin hafa alltaf verið í fararbroddi þegar kemur að kvennafótboltanum og bæði Noregur og Svíþjóð hafa orðið Evrópumeistarar, Danir hafa komist alla leið í úrslitaleikinn, Finnar fóru einu sinni í undanúrslitin og Ísland hefur verið með á síðustu fjórum Evrópumótum. Í þættinum um Norðurlöndin velta menn fyrir sér hvað gerir Norðurlandaþjóðirnar einstakar og af hverju þær hafa náð svo góðum árangri á stóra sviði kvennafótboltans. Rætt er við knattspyrnukonurnar Ödu Hegerberg frá Noregi, Mögdu Erikkson frá Svíþjóð, Sveindísi Jane, Lindu Sallstrom frá Finnlandi og Pernille Harder frá Danmörku. Sveindís er því þarna í frábærum hópi. Sveindís Jane er heimsótt til Keflavíkur þar sem hún ólst upp og spilaði sín fyrstu tímabil í meistaraflokki. Hún sést heima við og í göngutúr upp að goðstöðvunum á Reykjanesi. Sveindís er fulltrúi íslenska landsliðsins í heimildarþáttunum EQUALS sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu. Hér má horfa á þáttinn um Norðurlöndin https://t.co/jJoTR5Cek9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 10, 2023 „Ég held að hugarfarið okkar skiptir máli. Við viljum alltaf gera okkar besta og erum líkamlega sterkar inn á vellinum. Í sambandi við íslenska liðið þá höfum við alltaf verið þekktar fyrir að láta finna aðeins fyrir okkur en við erum að þróa okkar leik og við viljum spila góðan fótbolta líka,“ sagði Sveindís Jane. „Ég er fædd á Íslandi en mamma mín kemur frá Gana. Ég er fimmtíu-fimmtíu, ég er blönduð og ég er mjög stolt af því,“ sagði Sveindís. „Fjölskyldan er mér mjög mikilvæg og að flytja í burtu frá þeim svona ung hefur verið erfitt fyrir mig. Ég var samt heppnin að kærastinn minn kom með mér út til Þýskalands,“ sagði Sveindís. „Ég held að þetta hafi kallað á það að ég fullorðnaðist fyrr sem er gott mál,“ sagði Sveindís. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur yngri stelpurnar að hlusta á þær eldri og reyndari í landsliðinu þegar þær tala um það hvernig þetta var allt þegar þær voru yngri. Hvað mikið hefur breyst og þær voru að berjast fyrir betri dögum fyrir okkur,“ sagði Sveindís. „Þegar ég verð eldri þá ætla ég líka að berjast fyrir betri dögum fyrir yngri stelpurnar. Það er mér mjög mikilvægt að kvennafótboltinn haldi áfram að vaxa,“ sagði Sveindís. Heimildarþáttarröðin inniheldur alls sjö þætti og þar er farið yfir kvennafótboltann alls staðar að í heiminum en það eru fáar íþróttagreinar í veröldinni sem eru á jafn mikilli uppleið og hann. Það má horfa á þáttinn með því að smella hér en það þarf að skrá sig inn til að horfa. Landslið kvenna í fótbolta UEFA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
Sveindís Jane kemur nefnilega fram í öðrum þætti heimildarþáttarraðarinnar EQUALS (Jafningjar) sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu en þeim þætti er fjallað um Norðurlöndin. Norðurlöndin hafa alltaf verið í fararbroddi þegar kemur að kvennafótboltanum og bæði Noregur og Svíþjóð hafa orðið Evrópumeistarar, Danir hafa komist alla leið í úrslitaleikinn, Finnar fóru einu sinni í undanúrslitin og Ísland hefur verið með á síðustu fjórum Evrópumótum. Í þættinum um Norðurlöndin velta menn fyrir sér hvað gerir Norðurlandaþjóðirnar einstakar og af hverju þær hafa náð svo góðum árangri á stóra sviði kvennafótboltans. Rætt er við knattspyrnukonurnar Ödu Hegerberg frá Noregi, Mögdu Erikkson frá Svíþjóð, Sveindísi Jane, Lindu Sallstrom frá Finnlandi og Pernille Harder frá Danmörku. Sveindís er því þarna í frábærum hópi. Sveindís Jane er heimsótt til Keflavíkur þar sem hún ólst upp og spilaði sín fyrstu tímabil í meistaraflokki. Hún sést heima við og í göngutúr upp að goðstöðvunum á Reykjanesi. Sveindís er fulltrúi íslenska landsliðsins í heimildarþáttunum EQUALS sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu. Hér má horfa á þáttinn um Norðurlöndin https://t.co/jJoTR5Cek9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 10, 2023 „Ég held að hugarfarið okkar skiptir máli. Við viljum alltaf gera okkar besta og erum líkamlega sterkar inn á vellinum. Í sambandi við íslenska liðið þá höfum við alltaf verið þekktar fyrir að láta finna aðeins fyrir okkur en við erum að þróa okkar leik og við viljum spila góðan fótbolta líka,“ sagði Sveindís Jane. „Ég er fædd á Íslandi en mamma mín kemur frá Gana. Ég er fimmtíu-fimmtíu, ég er blönduð og ég er mjög stolt af því,“ sagði Sveindís. „Fjölskyldan er mér mjög mikilvæg og að flytja í burtu frá þeim svona ung hefur verið erfitt fyrir mig. Ég var samt heppnin að kærastinn minn kom með mér út til Þýskalands,“ sagði Sveindís. „Ég held að þetta hafi kallað á það að ég fullorðnaðist fyrr sem er gott mál,“ sagði Sveindís. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur yngri stelpurnar að hlusta á þær eldri og reyndari í landsliðinu þegar þær tala um það hvernig þetta var allt þegar þær voru yngri. Hvað mikið hefur breyst og þær voru að berjast fyrir betri dögum fyrir okkur,“ sagði Sveindís. „Þegar ég verð eldri þá ætla ég líka að berjast fyrir betri dögum fyrir yngri stelpurnar. Það er mér mjög mikilvægt að kvennafótboltinn haldi áfram að vaxa,“ sagði Sveindís. Heimildarþáttarröðin inniheldur alls sjö þætti og þar er farið yfir kvennafótboltann alls staðar að í heiminum en það eru fáar íþróttagreinar í veröldinni sem eru á jafn mikilli uppleið og hann. Það má horfa á þáttinn með því að smella hér en það þarf að skrá sig inn til að horfa.
Landslið kvenna í fótbolta UEFA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira