Skipað að sýna Infantino á öllum leikjum HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 18:01 Gianni Infantino er búinn að afhenda Lionel Messi heimsbikarinn og er að stýra honum þangað sem sá argentínski átti að lyfta honum. Getty/Markus Gilliar Gianni Infantino, forseti FIFA, er duglegur að koma sér í fréttirnar þessi misserin og þá helst á á neikvæðan hátt. Það er ljós að vinsældir hans eru ekki að aukast og gagnrýnin eykst dag frá degi. Infantino gerði lítið úr mannréttindabrotum í Katar fyrir heimsmeistarakeppnina þar og varði gestgjafaþjóðina út í hið óendanlega. Eftir að rannsókn hófst í Sviss á meintum brotum hans árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. World Cup TV crews ordered to film Fifa president Infantino during matches - by @martynziegler . So petty yet still so depressing https://t.co/nvcTp9Us2D— Matt Dickinson (@DickinsonTimes) January 12, 2023 Infantino var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins. Breska tímaritið The Times slær því nú síðast upp að Alþjóða knattspyrnusambandið hafi skipað að sýna Infantino á öllum leikjum HM í Katar. Forseti FIFA nýtti sér það að leikirnir voru spilaðir á leikvöngum sem voru mjög nálægt hverjum öðrum. Það var því hægt að sjá marga leiki á dag ólíkt flestum öðrum heimsmeistaramótum. Infantino var duglegur að mæta en það átti líka að passa það að heimurinn fengi að sjá hversu duglegur hann var. The Times komst að því að fyrirskipunin um að sýna myndir af Infantino á hverjum leik hafi komið frá HBS, sem er svissneskt félag sem sér um sjónvarpsútsendingar frá leikjum fyrri hönd Alþjóða knattspyrnusambandsins. World Cup television crews were ordered to show the Fifa president Gianni Infantino at least once during matches in Qatar and to ensure that he was not pictured while on his mobile phone https://t.co/xOTFfdUtfA— Times Sport (@TimesSport) January 12, 2023 Fyrirtækið skipaði framleiðendum útsendinganna að sýna forsetann en þeirra efni er síðan sent út um allan heim þar á meðal til íslenska Ríkisútvarpsins sem var með réttinn á HM hér heima á Íslandi. Í fyrrnefndri skipun kom fram hversu oft átti að sýna Infantino og hvernig. Það mátti þannig ekki sýna hann þegar hann var að nota farsímann sinn. Sjónvarpsstöðvarnar út um allan heim höfðu því ekkert um það að segja hversu oft forsetinn kom á skjáinn í miðjum leikjum á heimsmeistaramótinu. Fyrst var forsetinn alltaf sýndur líka upp á stjóra skjánum á leikvöngunum sjálfum en eftir að það var púað all svakalega á hann í hvert skiptið þá bannaði hann það. Þegar myndirnar af Infantino voru sýndar í sjónvarpsútsendingunni þá voru þær ekki sýndar á skjánum á vellinum. FIFA neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður The Times leitaði eftir viðbrögðum. HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Infantino gerði lítið úr mannréttindabrotum í Katar fyrir heimsmeistarakeppnina þar og varði gestgjafaþjóðina út í hið óendanlega. Eftir að rannsókn hófst í Sviss á meintum brotum hans árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. World Cup TV crews ordered to film Fifa president Infantino during matches - by @martynziegler . So petty yet still so depressing https://t.co/nvcTp9Us2D— Matt Dickinson (@DickinsonTimes) January 12, 2023 Infantino var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins. Breska tímaritið The Times slær því nú síðast upp að Alþjóða knattspyrnusambandið hafi skipað að sýna Infantino á öllum leikjum HM í Katar. Forseti FIFA nýtti sér það að leikirnir voru spilaðir á leikvöngum sem voru mjög nálægt hverjum öðrum. Það var því hægt að sjá marga leiki á dag ólíkt flestum öðrum heimsmeistaramótum. Infantino var duglegur að mæta en það átti líka að passa það að heimurinn fengi að sjá hversu duglegur hann var. The Times komst að því að fyrirskipunin um að sýna myndir af Infantino á hverjum leik hafi komið frá HBS, sem er svissneskt félag sem sér um sjónvarpsútsendingar frá leikjum fyrri hönd Alþjóða knattspyrnusambandsins. World Cup television crews were ordered to show the Fifa president Gianni Infantino at least once during matches in Qatar and to ensure that he was not pictured while on his mobile phone https://t.co/xOTFfdUtfA— Times Sport (@TimesSport) January 12, 2023 Fyrirtækið skipaði framleiðendum útsendinganna að sýna forsetann en þeirra efni er síðan sent út um allan heim þar á meðal til íslenska Ríkisútvarpsins sem var með réttinn á HM hér heima á Íslandi. Í fyrrnefndri skipun kom fram hversu oft átti að sýna Infantino og hvernig. Það mátti þannig ekki sýna hann þegar hann var að nota farsímann sinn. Sjónvarpsstöðvarnar út um allan heim höfðu því ekkert um það að segja hversu oft forsetinn kom á skjáinn í miðjum leikjum á heimsmeistaramótinu. Fyrst var forsetinn alltaf sýndur líka upp á stjóra skjánum á leikvöngunum sjálfum en eftir að það var púað all svakalega á hann í hvert skiptið þá bannaði hann það. Þegar myndirnar af Infantino voru sýndar í sjónvarpsútsendingunni þá voru þær ekki sýndar á skjánum á vellinum. FIFA neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður The Times leitaði eftir viðbrögðum.
HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira