Viltu vera fráflæðisvandi? Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 13. janúar 2023 10:01 Þegar við stöndum öll saman á sviðinu í lok sýningarinnar „Ég lifi enn - sönn saga” í Tjarnarbíói og hlustum á lokaræðu verksins fá margir leikhúsgestir hláturskast þegar við spyrjum hvort einhver vilji vera fráflæðisvandi og svari nú hver fyrir sig. En svona eru nú engu að síður umræður um eldra fólk dags daglega í fjölmiðlum, til að mynda. Við spyrjum um fleira, förum orðrétt með samtöl og lesum upp bréf sem hafa verið skrifuð til að auðvelda skilning aðstandenda á ástandi og aðbúnaði ættingja sinna. Það dásamlega við að æfa leiksýningu sem þessa er að maður fær nýja sýn og nýjar upplifanir í hvert sinn sem við rennum henni. Leiklistin er upplifun augnabliksins og er hér flutningur verks sem telur 70 mínútur, byggt á tveggja ára þróunarvinnu. Aðstandendur sýningarinnar fóru í rannsóknarvinnu um málefnið, héldu námskeið fyrir eldra fólk og fengu sögur í kaupbæti. Það er því allt satt, rétt og raunverulegt sem kemur fram í verkinu. Leikhús sem speglar samtímann Þótt mér finnist það merkilegt að standa aftur á sviði með bekkjarsystrum mínum úr Leiklistarkóla Íslands nú 31 ári síðar þá bliknar það í samanburði við málefni verksins. Málefni sem ég þekki mjög vel eftir að hafa fylgt nokkrum ættingjum í gegnum kerfið, en þar sem ég, 56 ára ung konan, er nú ættmóðirin í minni fjölskyldu þá tel ég þessu ferli lokið þar til ég geng sjálf inn í þetta tímabil. Þeir sem eiga ættingja komna yfir sjötugt geta flýtt fyrir sér á margan hátt með því að koma í Tjarnarbíó og upplifa sýninguna. Við erum nefnilega ekki ein í þessum sporum, heldur mörg. Mér er þakklæti efst í huga að vera þátttakandi í verki eins og „Ég lifi enn - sönn saga”, þakklæti og auðmýkt. Hér er leikhúsið að bjóða upp á samræður, spegla samtímann og veita málefni eldra fólks athygli sem er vel. Sýningin hefur fallið vel í kramið hjá gestum á öllum aldri og hefur fengið glimrandi viðtökur. Sjálfstæðu leikhúsin eiga Hauk í horni í Tjarnarbíói eða Hauka í hornum og vil ég hvetja alla að veita leikhúsinu athygli sem og verkum eins og ,,Ég lifi enn - sönn saga. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Leikhús Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við stöndum öll saman á sviðinu í lok sýningarinnar „Ég lifi enn - sönn saga” í Tjarnarbíói og hlustum á lokaræðu verksins fá margir leikhúsgestir hláturskast þegar við spyrjum hvort einhver vilji vera fráflæðisvandi og svari nú hver fyrir sig. En svona eru nú engu að síður umræður um eldra fólk dags daglega í fjölmiðlum, til að mynda. Við spyrjum um fleira, förum orðrétt með samtöl og lesum upp bréf sem hafa verið skrifuð til að auðvelda skilning aðstandenda á ástandi og aðbúnaði ættingja sinna. Það dásamlega við að æfa leiksýningu sem þessa er að maður fær nýja sýn og nýjar upplifanir í hvert sinn sem við rennum henni. Leiklistin er upplifun augnabliksins og er hér flutningur verks sem telur 70 mínútur, byggt á tveggja ára þróunarvinnu. Aðstandendur sýningarinnar fóru í rannsóknarvinnu um málefnið, héldu námskeið fyrir eldra fólk og fengu sögur í kaupbæti. Það er því allt satt, rétt og raunverulegt sem kemur fram í verkinu. Leikhús sem speglar samtímann Þótt mér finnist það merkilegt að standa aftur á sviði með bekkjarsystrum mínum úr Leiklistarkóla Íslands nú 31 ári síðar þá bliknar það í samanburði við málefni verksins. Málefni sem ég þekki mjög vel eftir að hafa fylgt nokkrum ættingjum í gegnum kerfið, en þar sem ég, 56 ára ung konan, er nú ættmóðirin í minni fjölskyldu þá tel ég þessu ferli lokið þar til ég geng sjálf inn í þetta tímabil. Þeir sem eiga ættingja komna yfir sjötugt geta flýtt fyrir sér á margan hátt með því að koma í Tjarnarbíó og upplifa sýninguna. Við erum nefnilega ekki ein í þessum sporum, heldur mörg. Mér er þakklæti efst í huga að vera þátttakandi í verki eins og „Ég lifi enn - sönn saga”, þakklæti og auðmýkt. Hér er leikhúsið að bjóða upp á samræður, spegla samtímann og veita málefni eldra fólks athygli sem er vel. Sýningin hefur fallið vel í kramið hjá gestum á öllum aldri og hefur fengið glimrandi viðtökur. Sjálfstæðu leikhúsin eiga Hauk í horni í Tjarnarbíói eða Hauka í hornum og vil ég hvetja alla að veita leikhúsinu athygli sem og verkum eins og ,,Ég lifi enn - sönn saga. Höfundur er leikkona.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar