Afpöntuðu skíðaferðirnar fara fyrir Hæstarétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2023 13:21 Skíðasvæði í Madonna di Campiglio, Ítalíu, sem var áfangastaður ferðanna. Getty Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða. Málin þrjú tengjast öll skíðaferðum til Ítalíu á vegum Ferðaskrifstofu Íslands sem voru á dagskrá í lok febrúar árið 2020 þegar heimsfaraldur Covid-19 var að hefjast. Ferðirnar afpantaðar með sjö klukkustunda fyrirvara Áætluð brottför var 29. febrúar en í öllum málunum voru ferðirnar afpantaðar þann 28. febrúar, með sjö klukkutíma fyrirvara fyrir áætlaða brottför. Sama dag greindist fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilvikum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Héraðsdómur Reykjaness mat það svo í málunum að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á áfangastað fyrirhugaðrar skíðaferðar fjölskyldunnar þegar hún var afpöntuð, það er ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins þar, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar og gerðu það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Ættu viðskiptavinirnir því rétt á endurgreiðslu. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í málunum. Ferðaskrifstofa Íslands óskaði eftir leyfi Hæstaréttar til að skjóta málunum til dómstólsins. Var það gert á þeim grundvelli að úrslit málsins hefðu verulegt gildi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem selji pakkaferðir. Þá telji ferðaskrifstofan að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng, ferðamaður sem treysti sér ekki í pakkaferð sem framkvæmd hafi verið með þeim hætti sem kveðið var á um við sölu geti hann ekki losnað undan skuldbindingu sinni, heldur eigi hann aðeins þann rétt að afpanta ferð fyrir upphaf hennar og greiða þóknun í samræmi við reglur um afpantanir fyrir upphaf ferðar. Hæstiréttur telur, sem fyrr segir, að dómur í málunum, geti haft fordæmisgildi rétt til endurgreiðslu vegna afpöntunar pakkaferðar. Mun dómstóllinn því taka málin þrjú fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Dómsmál Neytendur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Málin þrjú tengjast öll skíðaferðum til Ítalíu á vegum Ferðaskrifstofu Íslands sem voru á dagskrá í lok febrúar árið 2020 þegar heimsfaraldur Covid-19 var að hefjast. Ferðirnar afpantaðar með sjö klukkustunda fyrirvara Áætluð brottför var 29. febrúar en í öllum málunum voru ferðirnar afpantaðar þann 28. febrúar, með sjö klukkutíma fyrirvara fyrir áætlaða brottför. Sama dag greindist fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilvikum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Héraðsdómur Reykjaness mat það svo í málunum að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á áfangastað fyrirhugaðrar skíðaferðar fjölskyldunnar þegar hún var afpöntuð, það er ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins þar, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar og gerðu það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Ættu viðskiptavinirnir því rétt á endurgreiðslu. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í málunum. Ferðaskrifstofa Íslands óskaði eftir leyfi Hæstaréttar til að skjóta málunum til dómstólsins. Var það gert á þeim grundvelli að úrslit málsins hefðu verulegt gildi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem selji pakkaferðir. Þá telji ferðaskrifstofan að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng, ferðamaður sem treysti sér ekki í pakkaferð sem framkvæmd hafi verið með þeim hætti sem kveðið var á um við sölu geti hann ekki losnað undan skuldbindingu sinni, heldur eigi hann aðeins þann rétt að afpanta ferð fyrir upphaf hennar og greiða þóknun í samræmi við reglur um afpantanir fyrir upphaf ferðar. Hæstiréttur telur, sem fyrr segir, að dómur í málunum, geti haft fordæmisgildi rétt til endurgreiðslu vegna afpöntunar pakkaferðar. Mun dómstóllinn því taka málin þrjú fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Dómsmál Neytendur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira