Ekki gerð refsing vegna líkamsárásar á sáttafundi Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2023 13:30 Fyrir dómi kom þó fram að maðurinn sem fyrir árásinni varð hafi verið búinn að áreita ólögráða dóttur ákærða ítrekað og kynferðislega. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt karlmann vegna líkamsárásar á sérstökum sáttafundi þar sem hann réðst á annan mann sem átti að hafa áreitt ólögráða dóttur ákærða ítrekað og kynferðislega. Manninum var ekki gerð sérstök refsing í málinu. Í dómi kemur fram að árásin hafi átt sér stað innandyra, á skrifstofu, í mars 2021 þar sem ákærði hafi gripið í höfuð brotaþolans, ítrekað slegið hann í höfuðið og andlit þar til að aðrir á staðnum hafi náð að ganga á milli. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut bólgu og hrufl við neðan vinstra auga og eymsli á nokkrum stöðum á höfði og hálsi. Ákærði játaði brotið skýlaust. Fyrir dómi kom þó fram að sá sem fyrir árásinni varð hafi verið búinn að áreita ólögráða dóttur ákærða ítrekað og kynferðislega. Árásin hafi svo verið gerð á sáttafundi þar sem ákærði hafi „misst stjórn á skapi sínu í örskamma stund og framið þann verknað sem lýst er í ákæru“. Landsréttur hafði áður dæmt árásarmanninn í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar líkamsárás og heimilisofbeldi. Brotið sem hann var sakfelldur fyrir nú var framið fyrir uppkvaðningu dóms Landsréttar í júlí 2021. Því hefði verið um hegningarauka nú, en með hliðsjón af greiðri játningu og hve langt sé um liðið frá ársinni þótti dómara ekki efni til að gera manninum frekari refsingu. Manninum var gert að greiða um 275 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Í dómi kemur fram að árásin hafi átt sér stað innandyra, á skrifstofu, í mars 2021 þar sem ákærði hafi gripið í höfuð brotaþolans, ítrekað slegið hann í höfuðið og andlit þar til að aðrir á staðnum hafi náð að ganga á milli. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut bólgu og hrufl við neðan vinstra auga og eymsli á nokkrum stöðum á höfði og hálsi. Ákærði játaði brotið skýlaust. Fyrir dómi kom þó fram að sá sem fyrir árásinni varð hafi verið búinn að áreita ólögráða dóttur ákærða ítrekað og kynferðislega. Árásin hafi svo verið gerð á sáttafundi þar sem ákærði hafi „misst stjórn á skapi sínu í örskamma stund og framið þann verknað sem lýst er í ákæru“. Landsréttur hafði áður dæmt árásarmanninn í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar líkamsárás og heimilisofbeldi. Brotið sem hann var sakfelldur fyrir nú var framið fyrir uppkvaðningu dóms Landsréttar í júlí 2021. Því hefði verið um hegningarauka nú, en með hliðsjón af greiðri játningu og hve langt sé um liðið frá ársinni þótti dómara ekki efni til að gera manninum frekari refsingu. Manninum var gert að greiða um 275 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira