Shakira lætur Pique heyra það í nýju lagi Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2023 14:19 Shakira og Gerard Pique árið 2016. Getty Kólumbíska tónlistarkonan Shakira lætur fyrrverandi eiginmann sinn, knattspyrnumanninn Gerard Pique, heyra það í nýju lagi sem kom út í gær. Hjónin fyrrverandi skildu í sumar eftir ellefu ára hjónaband þegar upp komst um framhjáhald Pique. Shakira er ein vinsælasta tónlistarkona heims og kynntist hún Pique þegar hún gerði lagið Waka Waka fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010. Pique spilaði á mótinu með Spánverjum og sigraði mótið. Saman eiga þau tvö börn, Milan og Sasha. Saman bjuggu þau í Barcelona þar sem Pique spilaði fótbolta en árið 2018 var Shakira ákærð fyrir stórfelld skattsvik á Spáni. Skattyfirvöld þar sögðu hana skulda fjórtán og hálfa milljónir evra, 2,1 milljarða íslenskra króna. Málið fór fyrir dómstóla í sumar en stuttu fyrir það höfðu þau hjónin skilið. Ástæðan er sögð vera framhjáhald Pique. Talið er að hjásvæfa hans sé hin 22 ára gamla Clara Chia Marti sem starfaði fyrir framleiðslufyrirtækið Kosmos sem er í eigu Pique. Í gær gaf Shakira út lag ásamt tónlistarframleiðandanum Bizarrap. Lagið ber ekki neitt nafn en fjallar um Pique og gjörðir hans. Í laginu syngur Shakira um það að Pique hafi ekki verið til staðar þegar hún þurfti hvað mest á honum að halda. Hún segist aldrei ætla að byrja aftur með honum enda sé hann ekki neitt samanborið við hana. Lagið er afar valdeflandi. „Þú fórst frá mér með móður þína sem nágranna þinn, fjölmiðla í dyragættinni og skuld við ríkissjóð. Þú hélst að þú myndir særa mig en þú gerðir mig sterkari. Konur eru hættar að gráta, konur fá núna borgað,“ er meðal þess sem Shakira syngur í laginu. Þá óskar hún Pique góðs gengis með nýju konunni en vill þó ekki meina að hann hafi verið að gera góð skipti. Hún sé sjálf virði tveggja 22 ára stelpna. „Þú skiptir Ferrari út fyrir Twingo. Þú skiptir Rolex-úri fyrir Casio-úr,“ syngur Shakira. Lagið hefur strax slegið rækilega í gegn og á þeim sólarhring síðan það kom út hafa 65 milljónir manna hlustað á það á YouTube. Þá hafa 5,4 milljónir manna líkað við myndbandið og 330 þúsund skrifað ummæli. Tónlist Ástin og lífið Fótbolti Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Shakira er ein vinsælasta tónlistarkona heims og kynntist hún Pique þegar hún gerði lagið Waka Waka fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010. Pique spilaði á mótinu með Spánverjum og sigraði mótið. Saman eiga þau tvö börn, Milan og Sasha. Saman bjuggu þau í Barcelona þar sem Pique spilaði fótbolta en árið 2018 var Shakira ákærð fyrir stórfelld skattsvik á Spáni. Skattyfirvöld þar sögðu hana skulda fjórtán og hálfa milljónir evra, 2,1 milljarða íslenskra króna. Málið fór fyrir dómstóla í sumar en stuttu fyrir það höfðu þau hjónin skilið. Ástæðan er sögð vera framhjáhald Pique. Talið er að hjásvæfa hans sé hin 22 ára gamla Clara Chia Marti sem starfaði fyrir framleiðslufyrirtækið Kosmos sem er í eigu Pique. Í gær gaf Shakira út lag ásamt tónlistarframleiðandanum Bizarrap. Lagið ber ekki neitt nafn en fjallar um Pique og gjörðir hans. Í laginu syngur Shakira um það að Pique hafi ekki verið til staðar þegar hún þurfti hvað mest á honum að halda. Hún segist aldrei ætla að byrja aftur með honum enda sé hann ekki neitt samanborið við hana. Lagið er afar valdeflandi. „Þú fórst frá mér með móður þína sem nágranna þinn, fjölmiðla í dyragættinni og skuld við ríkissjóð. Þú hélst að þú myndir særa mig en þú gerðir mig sterkari. Konur eru hættar að gráta, konur fá núna borgað,“ er meðal þess sem Shakira syngur í laginu. Þá óskar hún Pique góðs gengis með nýju konunni en vill þó ekki meina að hann hafi verið að gera góð skipti. Hún sé sjálf virði tveggja 22 ára stelpna. „Þú skiptir Ferrari út fyrir Twingo. Þú skiptir Rolex-úri fyrir Casio-úr,“ syngur Shakira. Lagið hefur strax slegið rækilega í gegn og á þeim sólarhring síðan það kom út hafa 65 milljónir manna hlustað á það á YouTube. Þá hafa 5,4 milljónir manna líkað við myndbandið og 330 þúsund skrifað ummæli.
Tónlist Ástin og lífið Fótbolti Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira