Manúela fékk heilablóðfall um jólin Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. janúar 2023 16:16 Manúela Ósk Harðardóttir er framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi. Vísir/Vilhelm Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi lenti í því yfir hátíðirnar að fá heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Hún segist þakklát og heppin að ekki fór verr. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þar sagði Manuela að hún hafi verið með mikinn höfuðverk daginn sem hún fékk heilablóðfallið en hún hafi verið í heimsókn hjá frænku sinni þegar áfallið verður. „Ég fæ þarna heilablóðfall 21. desember og kemst strax undir læknishendur sem að bjargaði lífi mínu og var bara strax lögð inn og lá þar yfir hátíðirnar í allskonar rannsóknum,“ segir Manuela í samtali við Vísi og bætir því við að hún sé nú komin í meðferð á Grensás. Aðspurð hvernig líðan hennar sé núna segist Manuela þakklát fyrir að ekki fór verr. „Ég var mjög heppin og er þakklát fyrir allt og alla í kringum mig og þá hjálp og aðstoð og stuðning sem ég hef fengið. Þetta setur svolítið lífið í samhengi, maður einhvern veginn verður meðvitaðri um að allt getur gerst. Maður veit aldrei, það er náttúrulega áfall en líka rosalega góð áminning,“ segir Manuela. Tekur á andlegu hliðina Hún bætir því við að hún muni ná fullum bata og kveðst vera í frábærum höndum. Atvikið taki þó á andlega. „Ég er mjög bjartsýn, ég veit að ég mun ná fullum bata þó svo að ég hafi lamast. Ég lamaðist í andliti og í höndunum og gat ekki labbað fyrstu fimm dagana eða eitthvað svoleiðis. Það tók rosalega á mig andlega, ég held þetta sé, eins og staðan er núna, mikið stærri brekka fyrir mig andlega heldur en líkamlega,“ segir Manuela en mikill kvíði fylgi áfallinu. Hún segir kvíðann yfir því að sagan muni endurtaka sig alltaf svífa yfir. Það sé vinna að ná að byggja andlegu hliðina upp eftir áfallið. „Næstu vikurnar fara í að ná bata og svo fer ég svona hægt og rólega að fóta mig inn í eðlilegt líf, fara að vinna og svona. Það kemur alveg að því og það er vonandi ekkert of langt í það. Ég er rosalega heppin, ég veit af því og ég geri mér grein fyrir því að þetta hefði getað farið mikið verr svo ég er rosalega heppin og þakklát,“ segir Manuela. Stolt af Hrafnhildi Í venjulegu árferði væri Manuela stödd erlendis að hvetja íslenska keppandann í Miss Universe fegurðarsamkeppninni áfram. Fulltrúi Íslands í keppninni er að þessu sinni Hrafnhildur Haraldsdóttir og er keppnin haldin í New Orleans. „Það er náttúrulega alltaf þvílíkt áfall að lenda í svona og sérstaklega núna þegar ég var með stór plön fram undan en ég verð alltaf að setja heilsuna í fyrsta sæti það er bara þannig,“ segir Manuela og bætir því við að Hrafnhildur hafi staðið sig mjög vel og hún sé stolt af henni. View this post on Instagram A post shared by M A N U (@manuelaosk) Heilsa Miss Universe Iceland Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þar sagði Manuela að hún hafi verið með mikinn höfuðverk daginn sem hún fékk heilablóðfallið en hún hafi verið í heimsókn hjá frænku sinni þegar áfallið verður. „Ég fæ þarna heilablóðfall 21. desember og kemst strax undir læknishendur sem að bjargaði lífi mínu og var bara strax lögð inn og lá þar yfir hátíðirnar í allskonar rannsóknum,“ segir Manuela í samtali við Vísi og bætir því við að hún sé nú komin í meðferð á Grensás. Aðspurð hvernig líðan hennar sé núna segist Manuela þakklát fyrir að ekki fór verr. „Ég var mjög heppin og er þakklát fyrir allt og alla í kringum mig og þá hjálp og aðstoð og stuðning sem ég hef fengið. Þetta setur svolítið lífið í samhengi, maður einhvern veginn verður meðvitaðri um að allt getur gerst. Maður veit aldrei, það er náttúrulega áfall en líka rosalega góð áminning,“ segir Manuela. Tekur á andlegu hliðina Hún bætir því við að hún muni ná fullum bata og kveðst vera í frábærum höndum. Atvikið taki þó á andlega. „Ég er mjög bjartsýn, ég veit að ég mun ná fullum bata þó svo að ég hafi lamast. Ég lamaðist í andliti og í höndunum og gat ekki labbað fyrstu fimm dagana eða eitthvað svoleiðis. Það tók rosalega á mig andlega, ég held þetta sé, eins og staðan er núna, mikið stærri brekka fyrir mig andlega heldur en líkamlega,“ segir Manuela en mikill kvíði fylgi áfallinu. Hún segir kvíðann yfir því að sagan muni endurtaka sig alltaf svífa yfir. Það sé vinna að ná að byggja andlegu hliðina upp eftir áfallið. „Næstu vikurnar fara í að ná bata og svo fer ég svona hægt og rólega að fóta mig inn í eðlilegt líf, fara að vinna og svona. Það kemur alveg að því og það er vonandi ekkert of langt í það. Ég er rosalega heppin, ég veit af því og ég geri mér grein fyrir því að þetta hefði getað farið mikið verr svo ég er rosalega heppin og þakklát,“ segir Manuela. Stolt af Hrafnhildi Í venjulegu árferði væri Manuela stödd erlendis að hvetja íslenska keppandann í Miss Universe fegurðarsamkeppninni áfram. Fulltrúi Íslands í keppninni er að þessu sinni Hrafnhildur Haraldsdóttir og er keppnin haldin í New Orleans. „Það er náttúrulega alltaf þvílíkt áfall að lenda í svona og sérstaklega núna þegar ég var með stór plön fram undan en ég verð alltaf að setja heilsuna í fyrsta sæti það er bara þannig,“ segir Manuela og bætir því við að Hrafnhildur hafi staðið sig mjög vel og hún sé stolt af henni. View this post on Instagram A post shared by M A N U (@manuelaosk)
Heilsa Miss Universe Iceland Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira