Gert er ráð fyrir norðaustanátt, 5-13 m/s. Lítilsháttar él á Norðaustur- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Víða léttskýjað á morgun, en allhvöss norðanátt og stöku él við austurströndina. Talsvert frost.
Á mánudag er útlit fyrir áframhaldandi norðlæga átt með éljagangi fyrir norðan og austan. Dregur aðeins úr frosti.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðlæg átt 3-10, en 10-15 austast á landinu. Skýjað með köflum á Norður- og Austurlandi og líkur á stöku éljum, annars léttskýjað. Talsvert frost.
Á mánudag og þriðjudag:
Norðan og norðaustan 8-15 m/s og él, en þurrt og bjart sunnan- og suðvestanlands. Frost 3 til 13 stig.
Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt og fer að snjóa, en að mestu þurrt austanlands. Áfram kalt í veðri.
Á fimmtudag:
Norðaustlæg átt og él á víð og dreif. Frost 0 til 10 stig.
Á föstudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með snjókomu víða um land, en síðar slyddu eða rigningu sunnantil.