Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. janúar 2023 08:25 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu. Getty/Andressa Anholete Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi. „Opinberar persónur sem halda áfram að vinna gegn lýðræðinu munu þurfa að svara fyrir það,“ sagði dómarinn Alexandra de Moraes, sem staðfesti beiðni saksóknara um að hefja rannsókn á þætti forsetans fyrrverandi. Í tilkynningu saksóknaraembættis segir að rannsóknin muni snúa að hvatningu forsetans og stuðningi við innbrot fjölda stuðningsamnna sinna í opinberar byggingar 8. janúar. Þá vísar saksóknar í myndband þar sem Bolsonaro dregur niðurstöður kosninga, þar sem hann beið lægri hlut gegn sitjandi forseta Lula da Silva, í efa. Ríkissaksóknari telur að myndbandið, sem nú hefur verið eytt, réttlæti rannsókn á aðgerðum Bolsonaro fyrir og eftir 8. janúar síðastliðinn. Hann er nú staddur í Bandaríkjunum. Dómsmálayfirvöld í Brasilíu hafa einnig gefið út handtökutilskipanir á hendur hátt settum embættismönnum í landinu vegna árásanna, þar á meðal Anderson Torres, sem gegndi embætti dómsmálaráðherra í forsetatíð Bolsonaros. Hann er grunaður um að hafa unnið með mótmælendum. Forseti Brasilíu, Lula da Silva, hefur fordæmt múginn sem réðst inn í byggingarnar og heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. Brasilía Tengdar fréttir „Þetta er atlaga að lýðræðinu“ Forseti Brasilíu segir engin fordæmi fyrir árásinni á opinberar byggingar í gær og heitir því að óeirðarseggirnir verði sóttir til saka. Utanríkisráðherra Íslands telur að um sé að ræða atlögu að lýðræðinu sem minni óþægilega á atburðina í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Of mörg merki séu um að vegið sé að lýðræðinu. 9. janúar 2023 23:20 Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. 8. janúar 2023 19:50 Þjóðarleiðtogar fordæma atburðina í Brasilíu Fjölmargir þjóðarleiðtogar heimsins hafa fordæmt atburðina í Brasilíu í gær þar sem æstur múgur réðst inn í margar helstu byggingar höfuðborgarinnar Brasilíu. 9. janúar 2023 15:49 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sjá meira
„Opinberar persónur sem halda áfram að vinna gegn lýðræðinu munu þurfa að svara fyrir það,“ sagði dómarinn Alexandra de Moraes, sem staðfesti beiðni saksóknara um að hefja rannsókn á þætti forsetans fyrrverandi. Í tilkynningu saksóknaraembættis segir að rannsóknin muni snúa að hvatningu forsetans og stuðningi við innbrot fjölda stuðningsamnna sinna í opinberar byggingar 8. janúar. Þá vísar saksóknar í myndband þar sem Bolsonaro dregur niðurstöður kosninga, þar sem hann beið lægri hlut gegn sitjandi forseta Lula da Silva, í efa. Ríkissaksóknari telur að myndbandið, sem nú hefur verið eytt, réttlæti rannsókn á aðgerðum Bolsonaro fyrir og eftir 8. janúar síðastliðinn. Hann er nú staddur í Bandaríkjunum. Dómsmálayfirvöld í Brasilíu hafa einnig gefið út handtökutilskipanir á hendur hátt settum embættismönnum í landinu vegna árásanna, þar á meðal Anderson Torres, sem gegndi embætti dómsmálaráðherra í forsetatíð Bolsonaros. Hann er grunaður um að hafa unnið með mótmælendum. Forseti Brasilíu, Lula da Silva, hefur fordæmt múginn sem réðst inn í byggingarnar og heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar.
Brasilía Tengdar fréttir „Þetta er atlaga að lýðræðinu“ Forseti Brasilíu segir engin fordæmi fyrir árásinni á opinberar byggingar í gær og heitir því að óeirðarseggirnir verði sóttir til saka. Utanríkisráðherra Íslands telur að um sé að ræða atlögu að lýðræðinu sem minni óþægilega á atburðina í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Of mörg merki séu um að vegið sé að lýðræðinu. 9. janúar 2023 23:20 Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. 8. janúar 2023 19:50 Þjóðarleiðtogar fordæma atburðina í Brasilíu Fjölmargir þjóðarleiðtogar heimsins hafa fordæmt atburðina í Brasilíu í gær þar sem æstur múgur réðst inn í margar helstu byggingar höfuðborgarinnar Brasilíu. 9. janúar 2023 15:49 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sjá meira
„Þetta er atlaga að lýðræðinu“ Forseti Brasilíu segir engin fordæmi fyrir árásinni á opinberar byggingar í gær og heitir því að óeirðarseggirnir verði sóttir til saka. Utanríkisráðherra Íslands telur að um sé að ræða atlögu að lýðræðinu sem minni óþægilega á atburðina í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Of mörg merki séu um að vegið sé að lýðræðinu. 9. janúar 2023 23:20
Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. 8. janúar 2023 19:50
Þjóðarleiðtogar fordæma atburðina í Brasilíu Fjölmargir þjóðarleiðtogar heimsins hafa fordæmt atburðina í Brasilíu í gær þar sem æstur múgur réðst inn í margar helstu byggingar höfuðborgarinnar Brasilíu. 9. janúar 2023 15:49