Menntaverðlaun Suðurlands fóru til Tónlistarskóla Árnesinga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. janúar 2023 14:05 Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga og Jóhann Stefánsson, aðstoðarskólastjóri, sem tóku á móti viðurkenningunni frá Forseta Íslands. Með þeim á myndinni er líka Ásgerður Gylfadóttir, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tónlistarskóli Árnesinga hlaut Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 en Forseti Íslands afhenti verðlaunin. Um 550 nemendur eru í skólanum en kennslan fer fram á 14 stöðum í Árnessýslu. Átta sveitarfélög sýslunnar standa að skólanum. Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 voru afhent í vikunni á sérstakri hátíðarathöfn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en verðlaunin eru veitt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Níu tilnefningar bárust um Menntaverðlaun Suðurlands og var það samdóma álit sérstakrar nefndar í kringum verðlaunin að þau skyldu fara til Tónlistarskóla Árnesinga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti verðlaunin. Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri er að vonum ánægð. „Þetta er náttúrulega bara dásamlegt. Í rauninni erum við að taka við viðurkenningu fyrir hönd 40 starfsmanna og kennara skólans, þannig að það er það öfluga fólk og kennarar, sem í rauninni skapa þetta,“ segir Helga. „Við erum með mjög fjölbreytt starfsemi og allskonar tónlistarhald. Nemendur eru að koma fram mjög víða og við erum með litla tónleika, stóra tónleika, svæðaskipta tónleika, þematónleika, þannig að þeir eru af ýmsum gerðum og stærðum,“ bætir Helga við. Skólinn stendur einnig fyrir öflugu menningarstarfi í Árnessýslu og leggur jafnframt mikla áherslu á að tengjast samfélaginu. Má í því sambandi nefna að kennarar heimsækja alla grunnskóla í sýslunni fimm sinnum á hverju vori til að kynna nemendum hin margvíslegustu hljóðfæri. En hvernig verður árið 2023? „Það verður örugglega mjög gott. Við erum náttúrulega komin út úr Covidinu og förum að geta verið núna með okkar starfsemi í eðlilegu horfi og næstu viðburður er Dagur tónlistarskólanna í byrjun febrúar þar sem við verðum með sex tónleika um alla Árnessýslu,“ segir Helga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti óskar hér Helgu til hamingju með Menntaverðlaun Suðurlands 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Tónlistarnám Skóla - og menntamál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Sjá meira
Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 voru afhent í vikunni á sérstakri hátíðarathöfn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en verðlaunin eru veitt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Níu tilnefningar bárust um Menntaverðlaun Suðurlands og var það samdóma álit sérstakrar nefndar í kringum verðlaunin að þau skyldu fara til Tónlistarskóla Árnesinga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti verðlaunin. Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri er að vonum ánægð. „Þetta er náttúrulega bara dásamlegt. Í rauninni erum við að taka við viðurkenningu fyrir hönd 40 starfsmanna og kennara skólans, þannig að það er það öfluga fólk og kennarar, sem í rauninni skapa þetta,“ segir Helga. „Við erum með mjög fjölbreytt starfsemi og allskonar tónlistarhald. Nemendur eru að koma fram mjög víða og við erum með litla tónleika, stóra tónleika, svæðaskipta tónleika, þematónleika, þannig að þeir eru af ýmsum gerðum og stærðum,“ bætir Helga við. Skólinn stendur einnig fyrir öflugu menningarstarfi í Árnessýslu og leggur jafnframt mikla áherslu á að tengjast samfélaginu. Má í því sambandi nefna að kennarar heimsækja alla grunnskóla í sýslunni fimm sinnum á hverju vori til að kynna nemendum hin margvíslegustu hljóðfæri. En hvernig verður árið 2023? „Það verður örugglega mjög gott. Við erum náttúrulega komin út úr Covidinu og förum að geta verið núna með okkar starfsemi í eðlilegu horfi og næstu viðburður er Dagur tónlistarskólanna í byrjun febrúar þar sem við verðum með sex tónleika um alla Árnessýslu,“ segir Helga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti óskar hér Helgu til hamingju með Menntaverðlaun Suðurlands 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Tónlistarnám Skóla - og menntamál Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Sjá meira