„Alvarlegur galli á húsnæðisstuðningnum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. janúar 2023 14:29 Stefán bendir á að greidd húsaleiga er að meðaltali 220.000 krónur á höfuðborgarsvæðinu en um 152.000 kr. á landsbyggðinni. Kaupverð íbúða er sömuleiðis miklu hærra á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum en meðlimir Starfsgreinasambandsins þar sem húsnæðiskostnaður er mun meiri á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í aðsendri grein Stefáns Ólafssonar prófessors við HÍ og sérfræðings hjá Eflingu sem birtist á Vísi í dag. Stefán bendir á að greidd húsaleiga er að meðaltali 220.000 krónur á höfuðborgarsvæðinu en um 152.000 kr. á landsbyggðinni. Kaupverð íbúða er sömuleiðis miklu hærra á höfuðborgarsvæðinu. Hann tekur sem dæmi fullvinnandi, einhleypan einstakling í verkalýðsstétt, sem býr í leiguhúsnæði (50 fm íbúð) og er á meðallaunum samkvæmt hinum nýja samningi SGS. Mánaðarlaun eru 426 þúsund og að frádregnum sköttum og gjöldum og með viðbættum húsaleigubótum hefur þessi einstaklingur 380 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur til að greiða framfærslukostnað. Framfærslukostnaður án húsnæðiskostnaðar einhleypra á höfuðborgarsvæðinu er um 256 þúsund kr. um þessar mundir og meðal húsaleiga fyrir litla íbúð (50 fm) er 165.000 kr. Aðstæður eru hins vegar öðruvísi á landsbyggðinni þar sem húsnæðiskostnaður er mun minni, eða sem nemur um 55 þúsund krónum fyrir litla leiguíbúð (50 fm að stærð). Stefán bendir á að þetta skilar þeim sem er á meðaltaxta Starfsgreinasambandsins um 14 þúsund krónum í afgang í hverjum mánuði á meðan Eflingarfólk þarf að glíma við um 40 þúsund króna halla. SGS samningurinn sé þannig meira viðunandi fyrir landsbyggðarfólk en fyrir Eflingarfólk, þó ekki séu þetta glæsileg kjör. „Allir hljóta að skilja að laun þurfa að duga fyrir framfærslu og ef húsnæðiskostnaður er allur annar þurfa kjarasamningar að reyna að brúa það, ef ekki tekst að gera það með húsnæðisbótum. Þær eru hinar sömu hjá láglaunafólki á meðaltaxta SGS en þegar laun fara upp fyrir það skila þær sér betur til landsbyggðarfólks en á höfuðborgarsvæðið. Það er alvarlegur galli á húsnæðisstuðningnum.“ Hér má finna grein Stefáns í heild sinni. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Húsnæðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Stefáns Ólafssonar prófessors við HÍ og sérfræðings hjá Eflingu sem birtist á Vísi í dag. Stefán bendir á að greidd húsaleiga er að meðaltali 220.000 krónur á höfuðborgarsvæðinu en um 152.000 kr. á landsbyggðinni. Kaupverð íbúða er sömuleiðis miklu hærra á höfuðborgarsvæðinu. Hann tekur sem dæmi fullvinnandi, einhleypan einstakling í verkalýðsstétt, sem býr í leiguhúsnæði (50 fm íbúð) og er á meðallaunum samkvæmt hinum nýja samningi SGS. Mánaðarlaun eru 426 þúsund og að frádregnum sköttum og gjöldum og með viðbættum húsaleigubótum hefur þessi einstaklingur 380 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur til að greiða framfærslukostnað. Framfærslukostnaður án húsnæðiskostnaðar einhleypra á höfuðborgarsvæðinu er um 256 þúsund kr. um þessar mundir og meðal húsaleiga fyrir litla íbúð (50 fm) er 165.000 kr. Aðstæður eru hins vegar öðruvísi á landsbyggðinni þar sem húsnæðiskostnaður er mun minni, eða sem nemur um 55 þúsund krónum fyrir litla leiguíbúð (50 fm að stærð). Stefán bendir á að þetta skilar þeim sem er á meðaltaxta Starfsgreinasambandsins um 14 þúsund krónum í afgang í hverjum mánuði á meðan Eflingarfólk þarf að glíma við um 40 þúsund króna halla. SGS samningurinn sé þannig meira viðunandi fyrir landsbyggðarfólk en fyrir Eflingarfólk, þó ekki séu þetta glæsileg kjör. „Allir hljóta að skilja að laun þurfa að duga fyrir framfærslu og ef húsnæðiskostnaður er allur annar þurfa kjarasamningar að reyna að brúa það, ef ekki tekst að gera það með húsnæðisbótum. Þær eru hinar sömu hjá láglaunafólki á meðaltaxta SGS en þegar laun fara upp fyrir það skila þær sér betur til landsbyggðarfólks en á höfuðborgarsvæðið. Það er alvarlegur galli á húsnæðisstuðningnum.“ Hér má finna grein Stefáns í heild sinni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Húsnæðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira