Lögregluþjónn játar að vera raðnauðgari Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2023 13:13 Carrick hefur starfað innan lífvarðasveitar lögreglunnar í Lundúnum, sem vörður og lífvörður. EPA/AP Breskur lögregluþjónn í Lundúnum hefur gengist við 49 kynferðisbrotum, og þar af 24 nauðgunum, gegn tólf konum yfir átján ára tímabil. David Carrick, sem er 48 ára gamall, var handtekinn í október 2021 og rekinn í kjölfarið. Carrick hefur starfað innan lífvarðarsveitar lögreglunnar, sem vörður og lífvörður. Saksóknarar sökuðu hann um að nýta stöðu sína sem lögregluþjónn gegn konum sem hann kynntist á internetinu og þvinga þær til samræðis og til þess að þaga um nauðganirnar. Wayne Couzens, sem játaði árið 2021 að hafa nauðgað og myrt Söruh Everard, starfaði í sömu deild lögreglunnar. Í frétt Sky News segir að vegna þess hvernig ákærurnar gegn Carrick eru skrifaðar hafi hann í raun gengist við því að hafa brotið af sér rúmlega áttatíu sinnum og að hafa nauðgað konunum tólf minnst 48 sinnum. Hann játaði ekki að hafa nauðgað þrettándu konunni en það voru ásakanir hennar sem leiddu til rannsóknar á Carrick. Ekki stendur til að ákæra í því máli að svo stöddu. Carrick mun hafa læst konur inn í skáp undir stiga á heimili hans í margar klukkustundir og þvingað þær til að þrífa heimili hans naktar. Hann barði eina konu með belti, pissaði þá nokkur af fórnarlömbum sínum og réð því hvenær þær fengu að borða og sofa. Konurnar kallaði hann einnig feitar og latar og stjórnaði þeim með harðri hendi. Hann einangraði þær frá fjölskyldu þeirra og vinum og bannaði þeim að tala við aðra menn eða jafnvel börn þeirra. Yfirmenn lögreglunnar biðjast afsökunar Í frétt Guardian segir að Carrick sé einn af skæðustu kynferðisbrotamönnum nútímasögu Bretlands. Þar segir að yfirmönnum hans í lögreglunnar hafi verið sagt frá níu meintum brotum á árunum 2000 til 2021. Ekki hafi verið gripið til neinna aðgerða gegn honum og þvert á móti hafi hann verið hækkaður í tign árið 2009. Í yfirlýsingu forsvarsmanna lögreglunnar í Lundúnum segir að það hafi verið mistök að reka hann ekki úr lögreglunni í gegnum árin og að brot hans hefðu átt að líta dagsins ljós fyrr. Beðist er afsökunar á því. Þar segir einnig að mál Carricks sé fordæmalaust en verið sé að vinna í því að sópa öllum spilltum lögregluþjónum á brot. Mikið púður hafi verið lagt í þá vinnu á undanförnum árum og eru lögregluþjónar beðnir um að hlífa samstarfsmönnum ekki. Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Carrick hefur starfað innan lífvarðarsveitar lögreglunnar, sem vörður og lífvörður. Saksóknarar sökuðu hann um að nýta stöðu sína sem lögregluþjónn gegn konum sem hann kynntist á internetinu og þvinga þær til samræðis og til þess að þaga um nauðganirnar. Wayne Couzens, sem játaði árið 2021 að hafa nauðgað og myrt Söruh Everard, starfaði í sömu deild lögreglunnar. Í frétt Sky News segir að vegna þess hvernig ákærurnar gegn Carrick eru skrifaðar hafi hann í raun gengist við því að hafa brotið af sér rúmlega áttatíu sinnum og að hafa nauðgað konunum tólf minnst 48 sinnum. Hann játaði ekki að hafa nauðgað þrettándu konunni en það voru ásakanir hennar sem leiddu til rannsóknar á Carrick. Ekki stendur til að ákæra í því máli að svo stöddu. Carrick mun hafa læst konur inn í skáp undir stiga á heimili hans í margar klukkustundir og þvingað þær til að þrífa heimili hans naktar. Hann barði eina konu með belti, pissaði þá nokkur af fórnarlömbum sínum og réð því hvenær þær fengu að borða og sofa. Konurnar kallaði hann einnig feitar og latar og stjórnaði þeim með harðri hendi. Hann einangraði þær frá fjölskyldu þeirra og vinum og bannaði þeim að tala við aðra menn eða jafnvel börn þeirra. Yfirmenn lögreglunnar biðjast afsökunar Í frétt Guardian segir að Carrick sé einn af skæðustu kynferðisbrotamönnum nútímasögu Bretlands. Þar segir að yfirmönnum hans í lögreglunnar hafi verið sagt frá níu meintum brotum á árunum 2000 til 2021. Ekki hafi verið gripið til neinna aðgerða gegn honum og þvert á móti hafi hann verið hækkaður í tign árið 2009. Í yfirlýsingu forsvarsmanna lögreglunnar í Lundúnum segir að það hafi verið mistök að reka hann ekki úr lögreglunni í gegnum árin og að brot hans hefðu átt að líta dagsins ljós fyrr. Beðist er afsökunar á því. Þar segir einnig að mál Carricks sé fordæmalaust en verið sé að vinna í því að sópa öllum spilltum lögregluþjónum á brot. Mikið púður hafi verið lagt í þá vinnu á undanförnum árum og eru lögregluþjónar beðnir um að hlífa samstarfsmönnum ekki.
Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira