Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Bjarki Sigurðsson skrifar 16. janúar 2023 23:14 Andrew Tate hafði Kóraninn meðferðis þegar hann var mætti fyrir dómara í síðustu viku. Getty Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. Tate var ásamt bróður sínum, Tristan, handtekinn í Rúmeníu fyrir tæpum þremur vikum síðan. Lögreglan þar í landi hafði þá rannsakað þá um nokkurn tíma vegna gruns um að þeir hefðu þvingað konur til framleiðslu klámefnis sem þeir dreifðu svo á klámsíðum í þeirra eigu. Voru þeir sagðir hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim var haldið gegn þeirra vilja. Í greininni hér fyrir neðan má lesa meira um hver Andrew Tate er. Fyrir viku síðan var greint frá því að lögreglan krafðist gæsluvarðhalds yfir þeim bræðrum og að lagt yrði hald á ökutæki þeirra og fasteignir. Það var síðan fyrir tveimur dögum síðan sem lúxuskerrur hans voru gerðar upptækar af lögreglunni og greint frá því að þeir myndu ekki losna úr gæsluvarðhaldi fyrr en í fyrsta lagi 30. janúar næstkomandi. „Eignin hans Tate“ Upphaflega var greint frá því að konurnar sem þeir eru grunaðir um að hafa brotið á séu sex talsins. Tvær þeirra stigu þó fram í síðustu viku og sögðust ekki vera nein fórnarlömb, bræðurnir séu félagar þeirra og hafi aldrei verið ofbeldisfullir í þeirra garð. Báðar eru þær með húðflúr tileinkað Tate-bræðrunum, önnur á hendinni sem á stendur „Tate Girl“ eða „Tate stelpa“ og hin með húðflúr sem á stendur „Property of Tate“ eða „Eignin hans Tate“. Viðtal við konurnar tvær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Breska ríkisútvarpið (BBC) ræddi í dag við Bogdan Stancu sem er öryggisvörður Andrew Tate. Hann hefur starfað fyrir hann í nokkur ár og segist eiga bágt með að trúa því sem yfirmaður hans er sakaður um. Sé hann þó sekur um það sem hann á að hafa gert eigi auðvitað að refsa honum fyrir það. Stancu segir Tate hafa verið haldinn smá vænisýki og að hann hafi alltaf talið að einhver vildi meiða sig. Stancu gat þó ekki sagt hver á að hafa viljað meiða Tate. Hann segir að flestar þeirra kvenna sem dvöldu til skemmri eða lengri tíma heima hjá Tate í Rúmeníu hafi verið yngri en 25 ára gamlar. Allt uppihald þeirra var greitt af Tate og vildu einhverjar af þeim verða eiginkona hans. Stancu segir að konurnar hafi misskilið samband sitt við Tate. Fjarlægðar ef þær voru of fullar fyrir Tate Spurður hvort Tate hafi einhvern tímann beitt einhverjar konur ofbeldi á heimili sínu svaraði Stancu að svo sé ekki. Þá hafi Tate aldrei bannað neinum að yfirgefa heimili sitt líkt og hann er sakaður um. Hann segir að það hafi þó vissulega komið fyrir að hann hafi þurft að láta konur yfirgefa húsið með valdi að beiðni Tate. Það hafi verið eingöngu þegar konurnar voru orðnar „of fullar“ eða að „skapa vandamál“ þar. Umdeild búseta Ummæli Tate hafa oft vakið mikla athygli, þá sérstaklega þegar hann talar um konur. Hann talar oft niður til þeirra og vill meina að þær hafi minna frelsi en karlmenn til að gera það sem þær vilja gera. Þá hefur ástæðan fyrir því að hann flutti til Rúmeníu einnig vakið mikla athygli. „Ein af ástæðunum er MeToo-tímabilið. Fólk segir „Ó, þú ert nauðgari.“ Nei ég er ekki nauðgari, en mér finnst gott að geta gert það sem ég vil gera, mér finnst gott að vera frjáls. Ef hún fer til rúmensku lögreglunnar og segir „Hann nauðgaði mér í gær“ segja lögreglumennirnir „Allt í lagi, ertu með sönnunargögn? Er til myndband af því“,“ sagði Tate á samfélagsmiðlum árið 2017. Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Tate var ásamt bróður sínum, Tristan, handtekinn í Rúmeníu fyrir tæpum þremur vikum síðan. Lögreglan þar í landi hafði þá rannsakað þá um nokkurn tíma vegna gruns um að þeir hefðu þvingað konur til framleiðslu klámefnis sem þeir dreifðu svo á klámsíðum í þeirra eigu. Voru þeir sagðir hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim var haldið gegn þeirra vilja. Í greininni hér fyrir neðan má lesa meira um hver Andrew Tate er. Fyrir viku síðan var greint frá því að lögreglan krafðist gæsluvarðhalds yfir þeim bræðrum og að lagt yrði hald á ökutæki þeirra og fasteignir. Það var síðan fyrir tveimur dögum síðan sem lúxuskerrur hans voru gerðar upptækar af lögreglunni og greint frá því að þeir myndu ekki losna úr gæsluvarðhaldi fyrr en í fyrsta lagi 30. janúar næstkomandi. „Eignin hans Tate“ Upphaflega var greint frá því að konurnar sem þeir eru grunaðir um að hafa brotið á séu sex talsins. Tvær þeirra stigu þó fram í síðustu viku og sögðust ekki vera nein fórnarlömb, bræðurnir séu félagar þeirra og hafi aldrei verið ofbeldisfullir í þeirra garð. Báðar eru þær með húðflúr tileinkað Tate-bræðrunum, önnur á hendinni sem á stendur „Tate Girl“ eða „Tate stelpa“ og hin með húðflúr sem á stendur „Property of Tate“ eða „Eignin hans Tate“. Viðtal við konurnar tvær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Breska ríkisútvarpið (BBC) ræddi í dag við Bogdan Stancu sem er öryggisvörður Andrew Tate. Hann hefur starfað fyrir hann í nokkur ár og segist eiga bágt með að trúa því sem yfirmaður hans er sakaður um. Sé hann þó sekur um það sem hann á að hafa gert eigi auðvitað að refsa honum fyrir það. Stancu segir Tate hafa verið haldinn smá vænisýki og að hann hafi alltaf talið að einhver vildi meiða sig. Stancu gat þó ekki sagt hver á að hafa viljað meiða Tate. Hann segir að flestar þeirra kvenna sem dvöldu til skemmri eða lengri tíma heima hjá Tate í Rúmeníu hafi verið yngri en 25 ára gamlar. Allt uppihald þeirra var greitt af Tate og vildu einhverjar af þeim verða eiginkona hans. Stancu segir að konurnar hafi misskilið samband sitt við Tate. Fjarlægðar ef þær voru of fullar fyrir Tate Spurður hvort Tate hafi einhvern tímann beitt einhverjar konur ofbeldi á heimili sínu svaraði Stancu að svo sé ekki. Þá hafi Tate aldrei bannað neinum að yfirgefa heimili sitt líkt og hann er sakaður um. Hann segir að það hafi þó vissulega komið fyrir að hann hafi þurft að láta konur yfirgefa húsið með valdi að beiðni Tate. Það hafi verið eingöngu þegar konurnar voru orðnar „of fullar“ eða að „skapa vandamál“ þar. Umdeild búseta Ummæli Tate hafa oft vakið mikla athygli, þá sérstaklega þegar hann talar um konur. Hann talar oft niður til þeirra og vill meina að þær hafi minna frelsi en karlmenn til að gera það sem þær vilja gera. Þá hefur ástæðan fyrir því að hann flutti til Rúmeníu einnig vakið mikla athygli. „Ein af ástæðunum er MeToo-tímabilið. Fólk segir „Ó, þú ert nauðgari.“ Nei ég er ekki nauðgari, en mér finnst gott að geta gert það sem ég vil gera, mér finnst gott að vera frjáls. Ef hún fer til rúmensku lögreglunnar og segir „Hann nauðgaði mér í gær“ segja lögreglumennirnir „Allt í lagi, ertu með sönnunargögn? Er til myndband af því“,“ sagði Tate á samfélagsmiðlum árið 2017.
Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira