Sænskur íshokkímarkvörður skuldar sjö milljarða króna og lýsir sig gjaldþrota Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2023 14:01 Robin Lehner sést hér í marki Vegas Golden Knights en hann hefur ekki farið vel með peningana sína. Getty/Jeff Vinnick Markvörður NHL-íshokkíliðins Vegas Golden Knights hefur lýst sig gjaldþrota þrátt fyrir að vera á mjög góðum launum sem leikmaður í bestu íshokkídeild heims. Svíinn Robin Lehner og kona hans hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum og segjast skulda fjölmörgum aðilum samtals um fimmtíu milljónir Bandaríkjadala eða meira en sjö milljarða íslenskra króna. NHL: Robin Lehner ansöker om konkurs på grund av exotiska ormar https://t.co/UpwqQePFfo— Sportbladet (@sportbladet) January 15, 2023 Þau hjónin sóttu um gjaldþrotaskipti 30. desember síðastliðinn eftir að fyrirtæki í Wisconsin fylki lögsótti Lehner vegna fjögurra milljón dollara skuldar. Fyrirtækið heldur því fram að Lehner og faðir hans hafi ekki greitt afborganir af viðskiptaláni á síðasta ári. Meðal þess sem Lehner hefur ekki borgað fyrir eru sjaldgæfir snákar sem hann keypti fyrir 1,2 milljónir dollara árið 2017 en þetta kemur fram í umsókn vegna gjaldþrotaskipta. Lehner er með snákana á skriðdýra búgarði í Plato í Missouri fylki. Vegas Golden Knights goaltender Robin Lehner and his wife have filed for bankruptcy in Nevada, citing up to $50 million in debts to dozens of creditors. https://t.co/9iErQrSgxb— The Associated Press (@AP) January 17, 2023 Robin Lehner og Donya kona hans segjast eiga eignir upp á tíu milljónir dollara. Hinn 31 árs gamli markvörður skrifaði undir fimm ára samning við Knights árið 2020 og átti að fá fyrir hann 25 milljónir dollara. Hann hefur ekkert spilað á 2022-23 tímabilinu eftir að hafa farið í aðgerð á mjöðm. Íshokkí Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira
Svíinn Robin Lehner og kona hans hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum og segjast skulda fjölmörgum aðilum samtals um fimmtíu milljónir Bandaríkjadala eða meira en sjö milljarða íslenskra króna. NHL: Robin Lehner ansöker om konkurs på grund av exotiska ormar https://t.co/UpwqQePFfo— Sportbladet (@sportbladet) January 15, 2023 Þau hjónin sóttu um gjaldþrotaskipti 30. desember síðastliðinn eftir að fyrirtæki í Wisconsin fylki lögsótti Lehner vegna fjögurra milljón dollara skuldar. Fyrirtækið heldur því fram að Lehner og faðir hans hafi ekki greitt afborganir af viðskiptaláni á síðasta ári. Meðal þess sem Lehner hefur ekki borgað fyrir eru sjaldgæfir snákar sem hann keypti fyrir 1,2 milljónir dollara árið 2017 en þetta kemur fram í umsókn vegna gjaldþrotaskipta. Lehner er með snákana á skriðdýra búgarði í Plato í Missouri fylki. Vegas Golden Knights goaltender Robin Lehner and his wife have filed for bankruptcy in Nevada, citing up to $50 million in debts to dozens of creditors. https://t.co/9iErQrSgxb— The Associated Press (@AP) January 17, 2023 Robin Lehner og Donya kona hans segjast eiga eignir upp á tíu milljónir dollara. Hinn 31 árs gamli markvörður skrifaði undir fimm ára samning við Knights árið 2020 og átti að fá fyrir hann 25 milljónir dollara. Hann hefur ekkert spilað á 2022-23 tímabilinu eftir að hafa farið í aðgerð á mjöðm.
Íshokkí Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira