Mótmælaréttur Breta í húfi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 17. janúar 2023 23:55 Sunak segir mótmæli fárra trufla almenning. Getty/WPA Pool Breskir mótmælendur eru uggandi yfir nýrri löggjöf um mótmæli sem er til umræðu hjá þinginu. Yrði frumvarpið og lagfæringar þess að lögum myndi það hefta verulega leiðir sem hafa verið notaðar af hagsmunasamtökum til þess að koma skilaboðum sínum áleiðis. Lagafrumvarpið sem átt er við er nefnt „Public Order Bill“ eða „allsherjarreglufrumvarpið“ og virðist hafa fengið jákvæðar undirtektir hjá þinginu. Verði frumvarpið að lögum verður til dæmis bannað að festa sig með einum eða öðrum hætti við staði eða byggingar og mögulega yrðu þau sem eru þekkt fyrir að mótmæla neydd til þess að bera einhverskonar staðsetningartæki. CNN hefur í umfjöllun sinni eftir Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta þar sem hann segir ekki hægt að leyfa „litlum minnihluta að trufla líf hins venjulega almennings. Það er ekki boðlegt og við ætlum að binda enda á það.“ Þá er möguleiki á að lögreglu yrði veitt heimild til þess að stöðva mótmæli án þess að nokkurs konar óeirðir hafi hafist vegna þeirra. Lagabreytingin myndi með ofangreindu hæfa samtök eins og Black Lives Matter, Extinction Rebellion og Just Stop Oil, beint í hjartastað. Þá hefur CNN eftir yfirlögregluþjóni Lundúnalögreglunnar að lögreglan hafi ekki óskað eftir þessum auknu valdheimildum við stjórnvöld. Þá bendir stjórnandi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch á að lögreglan hafi nægar valdheimildir til þess að stöðva þau mótmæli sem þörf sé á að stöðva. Möguleiki sé á því að stjórnvöld yrðu kærð fyrir mannréttindabrot færi lagabreytingin í gegn. Rétturinn til þess að mótmæla sé mikilvægur og að stjórnvöld séu að „eyða tíma í að stöðva ágreining.“ Rétturinn til þess að mótmæla sé mikilvægur grunnþáttur lýðræðisríkja. Bretland Tengdar fréttir Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. 6. júlí 2022 08:53 Kaka á andlit konungs, götulokanir og eignaspjöll Samtökin Just Stop Oil hafa nú mótmælt 26 daga í röð framleiðslu ríkja á jarðefnaeldsneyti. Meðlimir samtakanna hafa gert ýmislegt til að vekja athygli fólks á málstað sínum. 26. október 2022 23:25 Tækluð vegna umhverfisgjörnings Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli. 24. júlí 2022 11:01 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Lagafrumvarpið sem átt er við er nefnt „Public Order Bill“ eða „allsherjarreglufrumvarpið“ og virðist hafa fengið jákvæðar undirtektir hjá þinginu. Verði frumvarpið að lögum verður til dæmis bannað að festa sig með einum eða öðrum hætti við staði eða byggingar og mögulega yrðu þau sem eru þekkt fyrir að mótmæla neydd til þess að bera einhverskonar staðsetningartæki. CNN hefur í umfjöllun sinni eftir Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta þar sem hann segir ekki hægt að leyfa „litlum minnihluta að trufla líf hins venjulega almennings. Það er ekki boðlegt og við ætlum að binda enda á það.“ Þá er möguleiki á að lögreglu yrði veitt heimild til þess að stöðva mótmæli án þess að nokkurs konar óeirðir hafi hafist vegna þeirra. Lagabreytingin myndi með ofangreindu hæfa samtök eins og Black Lives Matter, Extinction Rebellion og Just Stop Oil, beint í hjartastað. Þá hefur CNN eftir yfirlögregluþjóni Lundúnalögreglunnar að lögreglan hafi ekki óskað eftir þessum auknu valdheimildum við stjórnvöld. Þá bendir stjórnandi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch á að lögreglan hafi nægar valdheimildir til þess að stöðva þau mótmæli sem þörf sé á að stöðva. Möguleiki sé á því að stjórnvöld yrðu kærð fyrir mannréttindabrot færi lagabreytingin í gegn. Rétturinn til þess að mótmæla sé mikilvægur og að stjórnvöld séu að „eyða tíma í að stöðva ágreining.“ Rétturinn til þess að mótmæla sé mikilvægur grunnþáttur lýðræðisríkja.
Bretland Tengdar fréttir Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. 6. júlí 2022 08:53 Kaka á andlit konungs, götulokanir og eignaspjöll Samtökin Just Stop Oil hafa nú mótmælt 26 daga í röð framleiðslu ríkja á jarðefnaeldsneyti. Meðlimir samtakanna hafa gert ýmislegt til að vekja athygli fólks á málstað sínum. 26. október 2022 23:25 Tækluð vegna umhverfisgjörnings Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli. 24. júlí 2022 11:01 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. 6. júlí 2022 08:53
Kaka á andlit konungs, götulokanir og eignaspjöll Samtökin Just Stop Oil hafa nú mótmælt 26 daga í röð framleiðslu ríkja á jarðefnaeldsneyti. Meðlimir samtakanna hafa gert ýmislegt til að vekja athygli fólks á málstað sínum. 26. október 2022 23:25
Tækluð vegna umhverfisgjörnings Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli. 24. júlí 2022 11:01