Urðu undir á jöfnum stigum og misstu af tveimur milljónum króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2023 08:31 Liðsfélagarnir Mal O´Brien, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir sem urðu að sætta sig við annað sætið þrátt fyrir að fá jafnmörg stig og sigurvegararnir. Instagram/@katrintanja Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir misstu ekki aðeins af fyrsta sætinu á grátlegan hátt á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í Miami um síðustu helgi heldur töpuðu þær líka stórum fjárhæðum á því. Anníe Mist og Katrín Tanja kepptu þarna í fyrsta sinn saman í liði á stórmóti erlendis og stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel. Liðsfélagi þeirra var silfurhafi síðustu heimsleika eða ungstirnið Mal O'Brien. Þegar upp var staðið þá endaði lið þeirra, sem bar nafnið Dóttir, með jafnmörg stig og liðið með CrossFit-stjörnurnar Laura Horvath, Jamie Simmonds og Gabi Migala innanborðs en þær skírðu sig BPN liðið. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Bæði lið voru með 691 stig þegar upp var staðið en þar sem BPN hafði unnið fleiri greinar í keppninni þá endaði það í efsta sætinu. Þó að það hafi munað svona litlu þá breytti það engu með skiptingu verðlaunafésins og þar munaði mjög miklu á fyrsta og öðru sæti. Alls var verðlaunaféð á Wodapalooza til samans fimm hundruð þúsund Bandaríkjadalir eða tæpar 72 milljónir króna og Morning Chalk Up vefurinn hefur nú farið yfir skiptingu þess. Liðið sem vann liðakeppnina fékk þrjátíu þúsund dali eða 4,3 milljónir króna en þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja urðu í öðru sætinu þá fengu þær aðeins helminginn af þeirri upphæð eða fimmtán þúsund dali. Það jafngildir 2,1 milljón króna. Okkar konur misstu því af rúmum tveimur milljónum króna þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum í hús og sigurvegararnir. Þau Paige Powers og Ricky Garard sem unnu einstaklingskeppnina fengu 75 þúsund dali í verðlaunafé eða tæpar 10,8 milljónir króna. Sara Sigmundsdóttir náði sjötta sætunu og fékk fyrir það fimm þúsund Bandaríkjadali eða um 715 þúsund krónur íslenskar. CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Sjá meira
Anníe Mist og Katrín Tanja kepptu þarna í fyrsta sinn saman í liði á stórmóti erlendis og stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel. Liðsfélagi þeirra var silfurhafi síðustu heimsleika eða ungstirnið Mal O'Brien. Þegar upp var staðið þá endaði lið þeirra, sem bar nafnið Dóttir, með jafnmörg stig og liðið með CrossFit-stjörnurnar Laura Horvath, Jamie Simmonds og Gabi Migala innanborðs en þær skírðu sig BPN liðið. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Bæði lið voru með 691 stig þegar upp var staðið en þar sem BPN hafði unnið fleiri greinar í keppninni þá endaði það í efsta sætinu. Þó að það hafi munað svona litlu þá breytti það engu með skiptingu verðlaunafésins og þar munaði mjög miklu á fyrsta og öðru sæti. Alls var verðlaunaféð á Wodapalooza til samans fimm hundruð þúsund Bandaríkjadalir eða tæpar 72 milljónir króna og Morning Chalk Up vefurinn hefur nú farið yfir skiptingu þess. Liðið sem vann liðakeppnina fékk þrjátíu þúsund dali eða 4,3 milljónir króna en þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja urðu í öðru sætinu þá fengu þær aðeins helminginn af þeirri upphæð eða fimmtán þúsund dali. Það jafngildir 2,1 milljón króna. Okkar konur misstu því af rúmum tveimur milljónum króna þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum í hús og sigurvegararnir. Þau Paige Powers og Ricky Garard sem unnu einstaklingskeppnina fengu 75 þúsund dali í verðlaunafé eða tæpar 10,8 milljónir króna. Sara Sigmundsdóttir náði sjötta sætunu og fékk fyrir það fimm þúsund Bandaríkjadali eða um 715 þúsund krónur íslenskar.
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Sjá meira