Tekin af lífi með barnið í höndunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2023 13:21 Fórnarlömbin sex. Carolyn Cole / Los Angeles Times via Getty Images Lögreglan í Tulare-sýslu í Kaliforníu segir allt útlit fyrir að morðin á sex einstaklingum í smábænum Goshen í morgun hafi verið aftökur. Móður á táningsaldri var á flótta undan morðingjunum með tíu mánaða gamalt barn hennar er þau voru bæði tekin af lífi. Lögreglan í sýslunni telur að eiturlyfjahringur hafi staðið að morðunum sem hefur sem fyrir segir verið lýst sem aftökum. Tíu mánaða gamalt barn er á meðal hinna látnu, sextán ára gömul móðir þess, amma barnsins og langamma, auk tveggja annarra. Þrír aðrir komust lífs af og veita þeir nú lögreglu upplýsingar um atburði morgunsins. Lögregla telur sig hafa vísbendingar um árásarmennina. Þeir ganga þó lausir og hafa ekki verið nafngreindir. Lögreglan í sýslunni telur sig einnig hafa upplýsingar um að Alissa Parraz, sextán ára gömul móðir, hafi verið á flótta frá vettvangi, haldandi á tíu mánaða gömlu barni hennar, þegar þau voru bæði skotin í höfuðið. „Ég veit fyrir víst að þessi unga kona var að hlaupa fyrir lífi sínu,“ sagði Mike Boudreaux, lögreglustjóri Tulare-sýslu í Kaliforníu, þar sem smábærinn Goshen er. Faldi sig í herbergi og komst lífs af Heimilið þar sem morðin voru framin hafði verið á ratsjá lögreglu vegna ólöglegs athæfis. Boudreaux tók þó skýrt fram að íbúar þess hafi ekki allir haft tengsl við einhvers konar glæpasamtök. „Hin sextán ára kona er saklaust fórnarlamb. Amman er saklaust fórnarlamb og hið tíu mánaða barn er saklaust fórnarlamb,“ sagði Boudreaux. Þrír aðrir voru inn í húsinu eða í nágrenni þess er morðin voru framin. Einn þeirra varð var við þegar skotum var hleypt af og brást við með því að leggjast á gólfið inn í einu herbergi hússins og spyrna fótunum að hurðinni inn í herbergið. Hefur hann greint frá því að einn árásarmanna hafi tekið í handfang hurðarinnar en hætt við að koma inn þegar hann gat ekki opnað hurðina. Hinir tveir voru staddir inn í hjólhýsi á lóðinni. Einn af þeim sem var myrtur stóð í dyragætt þess og var skotinn til bana. Árásarmennirnir fóru hins vegar ekki inn í hjólhýsið sem varð hinum tveimur til lífs. Lögregla rannsakar málið og hefur heitið verðlaunafé til þeirra sem veitt geti upplýsingar um árásarmennina sem leitt geti til handtöku þeirra. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Lögreglan í sýslunni telur að eiturlyfjahringur hafi staðið að morðunum sem hefur sem fyrir segir verið lýst sem aftökum. Tíu mánaða gamalt barn er á meðal hinna látnu, sextán ára gömul móðir þess, amma barnsins og langamma, auk tveggja annarra. Þrír aðrir komust lífs af og veita þeir nú lögreglu upplýsingar um atburði morgunsins. Lögregla telur sig hafa vísbendingar um árásarmennina. Þeir ganga þó lausir og hafa ekki verið nafngreindir. Lögreglan í sýslunni telur sig einnig hafa upplýsingar um að Alissa Parraz, sextán ára gömul móðir, hafi verið á flótta frá vettvangi, haldandi á tíu mánaða gömlu barni hennar, þegar þau voru bæði skotin í höfuðið. „Ég veit fyrir víst að þessi unga kona var að hlaupa fyrir lífi sínu,“ sagði Mike Boudreaux, lögreglustjóri Tulare-sýslu í Kaliforníu, þar sem smábærinn Goshen er. Faldi sig í herbergi og komst lífs af Heimilið þar sem morðin voru framin hafði verið á ratsjá lögreglu vegna ólöglegs athæfis. Boudreaux tók þó skýrt fram að íbúar þess hafi ekki allir haft tengsl við einhvers konar glæpasamtök. „Hin sextán ára kona er saklaust fórnarlamb. Amman er saklaust fórnarlamb og hið tíu mánaða barn er saklaust fórnarlamb,“ sagði Boudreaux. Þrír aðrir voru inn í húsinu eða í nágrenni þess er morðin voru framin. Einn þeirra varð var við þegar skotum var hleypt af og brást við með því að leggjast á gólfið inn í einu herbergi hússins og spyrna fótunum að hurðinni inn í herbergið. Hefur hann greint frá því að einn árásarmanna hafi tekið í handfang hurðarinnar en hætt við að koma inn þegar hann gat ekki opnað hurðina. Hinir tveir voru staddir inn í hjólhýsi á lóðinni. Einn af þeim sem var myrtur stóð í dyragætt þess og var skotinn til bana. Árásarmennirnir fóru hins vegar ekki inn í hjólhýsið sem varð hinum tveimur til lífs. Lögregla rannsakar málið og hefur heitið verðlaunafé til þeirra sem veitt geti upplýsingar um árásarmennina sem leitt geti til handtöku þeirra.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira