Segir að dómurinn í máli Söru geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2023 09:01 Sif Atladóttir gladdist mjög fyrir hönd Söru Bjarkar Gunnarsdóttur þegar hún hafði betur í baráttu sinni við Lyon. stöð 2 sport Sif Atladóttir segir að dómurinn í máli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn frægi. Í fyrradag birtist grein eftir Söru á vefsíðunni The Players' Tribune þar sem hún lýsti framkomu Lyon í sinn garð meðan hún var barnshafandi og eftir að hún sneri aftur til félagsins eftir að hafa eignast son sinn, Ragnar Frank. Sara fékk meðal annars ekki greidd laun eftir að hún varð ólétt og leitaði réttar síns til FIFA. Dómurinn í málinu féll í maí 2022 og var Lyon gert að greiða Söru vangoldin laun, allt að þrettán milljónir króna með vöxtum. Sif samgladdist fyrrverandi samherja sínum í íslenska landsliðinu mjög og telur að dómurinn í málinu geti reynst álíka fordæmisgefandi og Bosman-dómurinn. Hann féll í desember 1995 og hvað á um að ekki væri hægt að takmarka atvinnufrelsi leikmanna eftir að samningur þeirra rynni út. Stórkostlegur sigur „Ég lít á þetta sem stórkostlegan sigur, fyrir Söru persónulega og maður var mjög hrærður þegar maður las pistilinn hjá henni. Þetta tók mikið á hana og hún mátti ekkert ræða þetta í langan tíma,“ sagði Sif í samtali við íþróttadeild í gær. Hún er verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands auk þess að spila með Selfossi. „Sara hefur aldrei lagt vopnin niður í þessari baráttu. Þetta skref hennar minnir svolítið á Bosman-dóminn og mun vera fordæmisgefandi íþróttakonur í framtíðinni.“ FIFA samþykkti fyrir nokkrum misserum reglu um fæðingarorlof fótboltakvenna. Sif segir að reglan sé mikilvæg en enn sé nokkuð í land. Ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur „Við erum nokkuð vel sett í fótboltanum hvað þessa reglu sem var sett 2021 varðar og vonandi smitar þetta út frá sér í aðrar íþróttir því þetta er mjög mikilvægt fyrir kvennaíþróttir,“ sagði Sif. Klippa: Sif um mál Söru „Sara er eitt þekktasta andlitið í kvennaboltanum og eins og hún segir hafa ekki margar fótboltakonur í Frakklandi verið óléttar. Hennar barátta með FIFPro, alþjóðlegu leikmannatökunum, var mikilvæg og sýnir mikilvægi svona samtaka. Við erum hérna til að aðstoða leikmenn í þeirra baráttu og gera umhverfið í íþróttum betra. Þetta mál hjá Söru og Lyon er ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur alls staðar.“ Allt viðtalið við Sif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir hún meðal annars um eigin reynslu af því að vera ólétt fótboltakona en hún eignaðist bæði börnin sín meðan hún lék með Kristianstad í Svíþjóð. Deila Söru Bjarkar og Lyon Fótbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Í fyrradag birtist grein eftir Söru á vefsíðunni The Players' Tribune þar sem hún lýsti framkomu Lyon í sinn garð meðan hún var barnshafandi og eftir að hún sneri aftur til félagsins eftir að hafa eignast son sinn, Ragnar Frank. Sara fékk meðal annars ekki greidd laun eftir að hún varð ólétt og leitaði réttar síns til FIFA. Dómurinn í málinu féll í maí 2022 og var Lyon gert að greiða Söru vangoldin laun, allt að þrettán milljónir króna með vöxtum. Sif samgladdist fyrrverandi samherja sínum í íslenska landsliðinu mjög og telur að dómurinn í málinu geti reynst álíka fordæmisgefandi og Bosman-dómurinn. Hann féll í desember 1995 og hvað á um að ekki væri hægt að takmarka atvinnufrelsi leikmanna eftir að samningur þeirra rynni út. Stórkostlegur sigur „Ég lít á þetta sem stórkostlegan sigur, fyrir Söru persónulega og maður var mjög hrærður þegar maður las pistilinn hjá henni. Þetta tók mikið á hana og hún mátti ekkert ræða þetta í langan tíma,“ sagði Sif í samtali við íþróttadeild í gær. Hún er verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands auk þess að spila með Selfossi. „Sara hefur aldrei lagt vopnin niður í þessari baráttu. Þetta skref hennar minnir svolítið á Bosman-dóminn og mun vera fordæmisgefandi íþróttakonur í framtíðinni.“ FIFA samþykkti fyrir nokkrum misserum reglu um fæðingarorlof fótboltakvenna. Sif segir að reglan sé mikilvæg en enn sé nokkuð í land. Ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur „Við erum nokkuð vel sett í fótboltanum hvað þessa reglu sem var sett 2021 varðar og vonandi smitar þetta út frá sér í aðrar íþróttir því þetta er mjög mikilvægt fyrir kvennaíþróttir,“ sagði Sif. Klippa: Sif um mál Söru „Sara er eitt þekktasta andlitið í kvennaboltanum og eins og hún segir hafa ekki margar fótboltakonur í Frakklandi verið óléttar. Hennar barátta með FIFPro, alþjóðlegu leikmannatökunum, var mikilvæg og sýnir mikilvægi svona samtaka. Við erum hérna til að aðstoða leikmenn í þeirra baráttu og gera umhverfið í íþróttum betra. Þetta mál hjá Söru og Lyon er ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur alls staðar.“ Allt viðtalið við Sif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir hún meðal annars um eigin reynslu af því að vera ólétt fótboltakona en hún eignaðist bæði börnin sín meðan hún lék með Kristianstad í Svíþjóð.
Deila Söru Bjarkar og Lyon Fótbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira