Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2023 11:16 Skúli Tómas tjáir sig í fyrsta sinn um málið á Facebook-síðu sinni í dag. Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. Þetta segir Skúli Tómas í færslu á Facebook. Hann segist hingað til ekki hafa getað borið hönd fyrir höfuð sér vegna þagnarskyldu. „Lögum samkvæmt hef ég ekki getað borið hönd fyrir höfuð mér vegna þagnarskyldu. Umfjöllunin hefur því verið algjörlega einhliða, afar villandi og hreinlega röng.“ En nú þegar rannsókn sé á lokastigi geti hann þó upplýst um niðurstöðu dómkvaddra matsmanna. Sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. Heilbrigðisstarfsfólk sé í mjög veikri stöðu „Ég fagna því mjög að rannsókn lögreglu sé að ljúka og að það hilli undir að niðurstöður verði opinberar. Nú fer málið, sem er miklu flóknara en haldið hefur verið fram opinberlega, lögum samkvæmt til héraðssaksóknara, til þess sem kallað er ákærumeðferðar, sem þýðir í raun að farið er yfir niðurstöður rannsóknarinnar og ákvörðun um framhaldið tekið,“ segir Skúli Tómas. „Þeir sem setið hafa undir ósanngjarnri, einhliða og villandi fjölmiðlaumfjöllun vita hversu erfið raun það er. Það á ekki síst við um heilbrigðisstarfsfólk, sem er í mjög veikri stöðu ef bornar eru á það sakir. Að geta ekki svarað fyrir rangindi og þurfa að sitja undir einhliða málflutningi er oft á tíðum óbærilegt og ég fullyrði að fátt ógnar starfsöryggi þeirra meira en þetta. Öryggi starfsmanna og sjúklinga fer nefnilega saman.“ Skúli Tómas, sem er einnig einn helsti listaverkasafnari landsins, segir tvo heilbrigðisstarfsmenn til viðbótar hafa sætt rannsókn í tengslum við málin. Barátta í kyrrþey „Við höfum þurft að heyja okkar baráttu í kyrrþey vegna þagnarskyldu og þurft að sitja undir ótrúlegustu ásökunum á opinberum vettvangi. Sannleikurinn hefur aldrei vafist fyrir öllum þeim sem komu að umönnun sjúklinganna frá upphafi og rannsókn lögreglu og dómkvaddra matsmanna staðfestir það sem ljóst hefur verið alla tíð.“ Hann vill nota tækifærið og þakka vinum mínum, vinnufélögum og öllum þeim sem hafa staðið við bakið á honum í þessari þrautagöngu. „Sumir þeirra hafa haft tækifæri og þekkingu til að kynna sér málið í þaula og áttað sig á staðreyndunum. Ég vil líka þakka fjölmörgum fyrrum samstarfsmönnum mínum á HSS sem hafa sýnt mér mikinn stuðning frá upphafi.“ Fram kom í gær að Skúli Tómas væri aftur kominn til starfa á Landspítalanum en hefði þó ekki umsjón með sjúklingum. Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknisins sagði í Bítinu í morgun að slík ákvörðun væri vanvirðing við fjölskyldu konunnar. Rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á máli Skúla Tómasar er sem fyrr segir á lokametrunum. Að henni lokinni verður hún send í ákærumeðferð. Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Lögreglumál Læknamistök á HSS Tengdar fréttir „Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. 19. janúar 2023 09:43 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. 26. júlí 2022 14:01 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Þetta segir Skúli Tómas í færslu á Facebook. Hann segist hingað til ekki hafa getað borið hönd fyrir höfuð sér vegna þagnarskyldu. „Lögum samkvæmt hef ég ekki getað borið hönd fyrir höfuð mér vegna þagnarskyldu. Umfjöllunin hefur því verið algjörlega einhliða, afar villandi og hreinlega röng.“ En nú þegar rannsókn sé á lokastigi geti hann þó upplýst um niðurstöðu dómkvaddra matsmanna. Sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. Heilbrigðisstarfsfólk sé í mjög veikri stöðu „Ég fagna því mjög að rannsókn lögreglu sé að ljúka og að það hilli undir að niðurstöður verði opinberar. Nú fer málið, sem er miklu flóknara en haldið hefur verið fram opinberlega, lögum samkvæmt til héraðssaksóknara, til þess sem kallað er ákærumeðferðar, sem þýðir í raun að farið er yfir niðurstöður rannsóknarinnar og ákvörðun um framhaldið tekið,“ segir Skúli Tómas. „Þeir sem setið hafa undir ósanngjarnri, einhliða og villandi fjölmiðlaumfjöllun vita hversu erfið raun það er. Það á ekki síst við um heilbrigðisstarfsfólk, sem er í mjög veikri stöðu ef bornar eru á það sakir. Að geta ekki svarað fyrir rangindi og þurfa að sitja undir einhliða málflutningi er oft á tíðum óbærilegt og ég fullyrði að fátt ógnar starfsöryggi þeirra meira en þetta. Öryggi starfsmanna og sjúklinga fer nefnilega saman.“ Skúli Tómas, sem er einnig einn helsti listaverkasafnari landsins, segir tvo heilbrigðisstarfsmenn til viðbótar hafa sætt rannsókn í tengslum við málin. Barátta í kyrrþey „Við höfum þurft að heyja okkar baráttu í kyrrþey vegna þagnarskyldu og þurft að sitja undir ótrúlegustu ásökunum á opinberum vettvangi. Sannleikurinn hefur aldrei vafist fyrir öllum þeim sem komu að umönnun sjúklinganna frá upphafi og rannsókn lögreglu og dómkvaddra matsmanna staðfestir það sem ljóst hefur verið alla tíð.“ Hann vill nota tækifærið og þakka vinum mínum, vinnufélögum og öllum þeim sem hafa staðið við bakið á honum í þessari þrautagöngu. „Sumir þeirra hafa haft tækifæri og þekkingu til að kynna sér málið í þaula og áttað sig á staðreyndunum. Ég vil líka þakka fjölmörgum fyrrum samstarfsmönnum mínum á HSS sem hafa sýnt mér mikinn stuðning frá upphafi.“ Fram kom í gær að Skúli Tómas væri aftur kominn til starfa á Landspítalanum en hefði þó ekki umsjón með sjúklingum. Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknisins sagði í Bítinu í morgun að slík ákvörðun væri vanvirðing við fjölskyldu konunnar. Rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á máli Skúla Tómasar er sem fyrr segir á lokametrunum. Að henni lokinni verður hún send í ákærumeðferð.
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Lögreglumál Læknamistök á HSS Tengdar fréttir „Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. 19. janúar 2023 09:43 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. 26. júlí 2022 14:01 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
„Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. 19. janúar 2023 09:43
Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05
Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. 26. júlí 2022 14:01
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent