Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2023 07:19 Aleksandar Vucic, var ómyrkur í máli varðandi auglýsingar Wagner hópsins. epa/Andrej Cukic Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn. „Af hverju eruð þið, hjá Wagner, að leita til Serbíu þegar þið vitið að það er brot á lögum okkar?“ spurði forsetinn Aleksandar Vucic reiðilega í sjónvarpsviðtali. Serbar mega lögum samkvæmt ekki taka þátt í stríðum erlendis. Serbar hafa verið gagnrýndir fyrir að forgangsraða vináttu sinni við Rússa fram yfir metnað sinn til þess að ganga í Evrópusambandið en uppákoman þykir sýna að málið er ekki svo einfalt. Vucic sagði í viðtalinu að Serbía væri ekki aðeins hlutlaus hvað varðar stríðið í Úkraínu heldur hefði hann ekki rætt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta í marga mánuði. BBC segir ekkert benda til þess að margir Serbar hafi ákveðið að fara til Úkraínu, þrátt fyrir að nokkrir hefðu vissulega barist með Rússum þegar Rússar hernámu Krímskaga árið 2014. Það hefðu þeir gert án yfirlýsts stuðnings stjórnvalda í Serbíu. Tugir fengu raunar dóm í Serbíu fyrir að hafa tekið þátt í átökum fyrir utan landsteinana. Í gær kærðu lögmaður í Belgrad og nokkrir hópar friðarsinna sendiherra Rússlands í Serbíu og yfirmann serbnesku leyniþjónustunnar (BIA) fyrir að aðstoða Wagner við að safna í sveitir sínar í Serbíu. Engir stóru stjórnmálaflokkana í Serbíu hafa svo mikið sem ýjað að því að styðja stríð Rússa í Úkrainu og fulltrúar landsins hjá Sameinuðu þjóðunum hafa jafnan greitt atkvæði með ályktunum þar sem aðgerðir Rússa eru fordæmdar. Serbar hafa hins vegar verið tregir til að taka þátt í refsiaðgerðum vegna innrásarinnar. Innrás Rússa í Úkraínu Serbía Hernaður Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
„Af hverju eruð þið, hjá Wagner, að leita til Serbíu þegar þið vitið að það er brot á lögum okkar?“ spurði forsetinn Aleksandar Vucic reiðilega í sjónvarpsviðtali. Serbar mega lögum samkvæmt ekki taka þátt í stríðum erlendis. Serbar hafa verið gagnrýndir fyrir að forgangsraða vináttu sinni við Rússa fram yfir metnað sinn til þess að ganga í Evrópusambandið en uppákoman þykir sýna að málið er ekki svo einfalt. Vucic sagði í viðtalinu að Serbía væri ekki aðeins hlutlaus hvað varðar stríðið í Úkraínu heldur hefði hann ekki rætt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta í marga mánuði. BBC segir ekkert benda til þess að margir Serbar hafi ákveðið að fara til Úkraínu, þrátt fyrir að nokkrir hefðu vissulega barist með Rússum þegar Rússar hernámu Krímskaga árið 2014. Það hefðu þeir gert án yfirlýsts stuðnings stjórnvalda í Serbíu. Tugir fengu raunar dóm í Serbíu fyrir að hafa tekið þátt í átökum fyrir utan landsteinana. Í gær kærðu lögmaður í Belgrad og nokkrir hópar friðarsinna sendiherra Rússlands í Serbíu og yfirmann serbnesku leyniþjónustunnar (BIA) fyrir að aðstoða Wagner við að safna í sveitir sínar í Serbíu. Engir stóru stjórnmálaflokkana í Serbíu hafa svo mikið sem ýjað að því að styðja stríð Rússa í Úkrainu og fulltrúar landsins hjá Sameinuðu þjóðunum hafa jafnan greitt atkvæði með ályktunum þar sem aðgerðir Rússa eru fordæmdar. Serbar hafa hins vegar verið tregir til að taka þátt í refsiaðgerðum vegna innrásarinnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Serbía Hernaður Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira