Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2023 15:56 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsótti Mont-de-Marsan herstöðina í suðvesturhluta Frakklands í dag. Þar hélt hann ræðu þar sem hann opinberaði áætlun sína um mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. AP/Bob Edme Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. Lauslega reiknað samsvara 413 milljarðar evra um 64 billjónum króna. Forsetinn segir að með aukningunni vilji hann tryggja frelsi, öryggi og velmegun Frakka og í senn tryggja sess Frakklands á heimssviðinu. Fara á í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu til að tryggja að Frakkar gætu staðið í hefðbundnu stríði og sagði Macron að undanfarna áratugi hefði ekki verið fjárfest nóg í herafla Frakklands. „Frakkland hefur og mun eiga heri tilbúna til að takast á við áskoranir aldarinnar,“ hefur France24 eftir Macron úr ræðu sem hann hélt í dag. "This is the price of our children's security, of a long history of glory and freedom, the next chapters of which we must write," says #Macron about the increased budget for the armed forces pic.twitter.com/WZgkShcsfu— FRANCE 24 English (@France24_en) January 20, 2023 Macron vísaði meðal annars í innrás Rússa í Úkraínu og sagði Frakkland þurfa að vera tilbúið fyrir margskonar ógnanir. Þar nefndi hann meðal annars óhefðbundinn stríðsrekstur, tölvuárásir á mikilvæga innviði og áframhaldandi ógn frá hryðjuverkahópum. Vill nútímavæða kjarnorkuvopn Forsetinn kallaði einnig eftir nútímavæðingu á kjarnorkuvopnum Frakklands og sagði að hernaðarstefna Frakklands ætti að styrkja stöðu ríkisins sem sjálfstætt stórveldi. Frakkland er eina kjarnorkuveldi Evrópusambandsins, eftir úrgöngu Bretlands úr sambandinu. AP fréttaveitan segir að meðal annars eigi einnig að auka fjárútlát til leyniþjónusta Frakklands um 60 prósent, tvöfalda fjölda hermanna í varaliði Frakklands, styrkja tölvuvarnir og þróa ný fjarstýrð vopn. Macron vill einnig betrumbæta kafbátaflota Frakklands og tryggja að hann dugi til að vernda neðansjávarkapla á miklu dýpi. Talaði ekki um skriðdreka til Úkraínu Forsetinn ræddi stríðið í Úkraínu ekki með beinum hætti og sagði ekkert um beiðni Úkraínumanna um Leclerc skriðdreka. Frakkar hafa samkvæmt yfirvöldum þar sent Úkraínumönnum 18 Ceasar stórskotaliðsvopn, sex TRF1 fallbyssur, tvo Crotale loftvarnarkerfi, eldflaugar, skotfæri, brynvarin farartæki til hermannaflutninga, matvæli, lyf og læknabúnað, og ýmislegt annað. Sjá einnig: Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu Þá tilkynntu Frakkar nýverið að brynvarin farartæki sem kallast AMX-10 yrðu send til Úkraínumanna. Það eru farartæki á hjólum sem bera stórar byssur eins og skriðdrekar. Þau eru hönnuð til skyndiárása og eftirlits. Frakkar vinna einnig að því að þjálfa minnst tvö þúsund úkraínska hermenn. Frakkland Hernaður NATO Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Lauslega reiknað samsvara 413 milljarðar evra um 64 billjónum króna. Forsetinn segir að með aukningunni vilji hann tryggja frelsi, öryggi og velmegun Frakka og í senn tryggja sess Frakklands á heimssviðinu. Fara á í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu til að tryggja að Frakkar gætu staðið í hefðbundnu stríði og sagði Macron að undanfarna áratugi hefði ekki verið fjárfest nóg í herafla Frakklands. „Frakkland hefur og mun eiga heri tilbúna til að takast á við áskoranir aldarinnar,“ hefur France24 eftir Macron úr ræðu sem hann hélt í dag. "This is the price of our children's security, of a long history of glory and freedom, the next chapters of which we must write," says #Macron about the increased budget for the armed forces pic.twitter.com/WZgkShcsfu— FRANCE 24 English (@France24_en) January 20, 2023 Macron vísaði meðal annars í innrás Rússa í Úkraínu og sagði Frakkland þurfa að vera tilbúið fyrir margskonar ógnanir. Þar nefndi hann meðal annars óhefðbundinn stríðsrekstur, tölvuárásir á mikilvæga innviði og áframhaldandi ógn frá hryðjuverkahópum. Vill nútímavæða kjarnorkuvopn Forsetinn kallaði einnig eftir nútímavæðingu á kjarnorkuvopnum Frakklands og sagði að hernaðarstefna Frakklands ætti að styrkja stöðu ríkisins sem sjálfstætt stórveldi. Frakkland er eina kjarnorkuveldi Evrópusambandsins, eftir úrgöngu Bretlands úr sambandinu. AP fréttaveitan segir að meðal annars eigi einnig að auka fjárútlát til leyniþjónusta Frakklands um 60 prósent, tvöfalda fjölda hermanna í varaliði Frakklands, styrkja tölvuvarnir og þróa ný fjarstýrð vopn. Macron vill einnig betrumbæta kafbátaflota Frakklands og tryggja að hann dugi til að vernda neðansjávarkapla á miklu dýpi. Talaði ekki um skriðdreka til Úkraínu Forsetinn ræddi stríðið í Úkraínu ekki með beinum hætti og sagði ekkert um beiðni Úkraínumanna um Leclerc skriðdreka. Frakkar hafa samkvæmt yfirvöldum þar sent Úkraínumönnum 18 Ceasar stórskotaliðsvopn, sex TRF1 fallbyssur, tvo Crotale loftvarnarkerfi, eldflaugar, skotfæri, brynvarin farartæki til hermannaflutninga, matvæli, lyf og læknabúnað, og ýmislegt annað. Sjá einnig: Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu Þá tilkynntu Frakkar nýverið að brynvarin farartæki sem kallast AMX-10 yrðu send til Úkraínumanna. Það eru farartæki á hjólum sem bera stórar byssur eins og skriðdrekar. Þau eru hönnuð til skyndiárása og eftirlits. Frakkar vinna einnig að því að þjálfa minnst tvö þúsund úkraínska hermenn.
Frakkland Hernaður NATO Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira