Áform um knatthús í uppnámi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. janúar 2023 14:01 Haukar vilja bæta knatthúsi við aðstöðu sína á Ásvöllum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hauka segir mikil vonbrigði að byggingarleyfi fyrir nýju knatthúsi á Ásvöllum hafi verið fellt úr gildi. Ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála setur áframhaldandi uppbyggingu svæðis félagsins í uppnám. Nefndin birti úrskurð sinn í gær en þar fellir hún úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir knatthúsinu sem er síðan 23. nóvember 2022. Þar kemur fram að kærendur í málinu, sem búa nálægt framkvæmdasvæðinu, hafi kært öll áform og ákvarðanir sem tengjast byggingu knatthússins, bílastæðis og fjögurra æfingavalla. Þá var framkvæmdaleyfi vegna íbúðarhúsnæðis á næstu lóð einnig kært en nefndin vísaði þeirri kæru frá. Sjá einnig: Samþykki byggingaráforma vegna knatthúss Hauka fellt úr gildi Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka, segir niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Ég er auðvitað mjög undrandi á þessari niðurstöðu en þetta er náttúrulega þá bara verkefni væntanlega fyrir bæjarfélagið að fara ofan í saumana á því hvernig staðið hefur verið að skjalagerðinni. Það var unnin heilmikil umhverfisskýrsla og þetta mál er búið að vera í ferli nánast í þrjú ár frá því að menn fór að huga að byggingunni þannig að þetta kemur mér mjög á óvart. Eftir helgina þá bara förum við og skoðum í hvaða stöðu við erum.“ Mikil vinna hafi verið unnin og ljóst að félagið þurfi að bæta aðstöðu sína. „Það veldur mér auðvitað sárum vonbrigðum að við skulum vera komnir í þessa stöðu eftir svona gríðarlega langan tíma að berjast í því að reyna að gera allt kórrétt. Verandi hérna með umhverfið í kringum okkur, Ástjörnina sem okkur þykir afar vænt um. Að geta ekki skapað aðstöðu fyrir hundruð barna sem eru hérna í ört vaxandi íbúabyggð að streyma hérna til okkar. Það finnst mér alveg skelfilegt.“ Næstu skref í málinu verða ákveðin eftir helgi. „Það er auðvitað bara að setjast niður með bæjaryfirvöldum eftir helgi og reyna að greiða úr þessu máli þannig að framkvæmdir þurfi ekki að tefjast.“ Hafnarfjörður Byggingariðnaður Haukar Stjórnsýsla Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
Nefndin birti úrskurð sinn í gær en þar fellir hún úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir knatthúsinu sem er síðan 23. nóvember 2022. Þar kemur fram að kærendur í málinu, sem búa nálægt framkvæmdasvæðinu, hafi kært öll áform og ákvarðanir sem tengjast byggingu knatthússins, bílastæðis og fjögurra æfingavalla. Þá var framkvæmdaleyfi vegna íbúðarhúsnæðis á næstu lóð einnig kært en nefndin vísaði þeirri kæru frá. Sjá einnig: Samþykki byggingaráforma vegna knatthúss Hauka fellt úr gildi Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka, segir niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Ég er auðvitað mjög undrandi á þessari niðurstöðu en þetta er náttúrulega þá bara verkefni væntanlega fyrir bæjarfélagið að fara ofan í saumana á því hvernig staðið hefur verið að skjalagerðinni. Það var unnin heilmikil umhverfisskýrsla og þetta mál er búið að vera í ferli nánast í þrjú ár frá því að menn fór að huga að byggingunni þannig að þetta kemur mér mjög á óvart. Eftir helgina þá bara förum við og skoðum í hvaða stöðu við erum.“ Mikil vinna hafi verið unnin og ljóst að félagið þurfi að bæta aðstöðu sína. „Það veldur mér auðvitað sárum vonbrigðum að við skulum vera komnir í þessa stöðu eftir svona gríðarlega langan tíma að berjast í því að reyna að gera allt kórrétt. Verandi hérna með umhverfið í kringum okkur, Ástjörnina sem okkur þykir afar vænt um. Að geta ekki skapað aðstöðu fyrir hundruð barna sem eru hérna í ört vaxandi íbúabyggð að streyma hérna til okkar. Það finnst mér alveg skelfilegt.“ Næstu skref í málinu verða ákveðin eftir helgi. „Það er auðvitað bara að setjast niður með bæjaryfirvöldum eftir helgi og reyna að greiða úr þessu máli þannig að framkvæmdir þurfi ekki að tefjast.“
Hafnarfjörður Byggingariðnaður Haukar Stjórnsýsla Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira