Man United samdi við tvo leikmenn í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2023 23:30 Estelle Cascarino er gengin í raðir Man United út tímabilið. Manchester United Lið Manchester United í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta styrkti leikmannahóp sinn til muna í dag þegar liðið samdi við tvo leikmenn. Önnur kemur á láni frá franska liðinu París Saint-Germain á meðan hin kemur frá Kanada. Þó Man United sé með bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Arsenal – sex mörk á sig í 10 leikjum – hefur Marc Skinner, þjálfari liðsins, samt ákveðið að auka breiddina í varnarlínu liðsins. Liðið samdi í dag við tvo varnarmenn sem eiga að hjálpa liðinu í baráttunni um enska meistaratitilinn. Saturday signings #MUWomen pic.twitter.com/J2FdsXCzEm— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Hin 25 ára gamla Estelle Cascarino kemur á láni frá PSG en hún skrifaði undir þriggja ára samning við Parísarliðið í júlí 2021. Hún mun nú leika með Man United út leiktíðina þar sem tækifærin hafa verið af skornum skammti hjá PSG að undanförnu. Cascarino á að baki 5 A-landsleiki fyrir Frakkland ásamt því að hafa leikið fyrir öll yngri landsliðin á sínum tíma. This one's for you, Reds! #MUWomen pic.twitter.com/ImN36IORPL— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Jayde Yuk Fun Riviere, sem verður 22 ára á morgun – sunnudag, leikur vanalega sem bakvörður og lék síðast með Michigan Wolverines í bandaríska háskólaboltanum. Hún gekkst undir aðgerð í september og hefur nú náð sér að fullu. Riviere er þrátt fyrir ungan aldur reynslumikil landsliðskona sem hefur spilað 36 leiki fyrir A-landslið Kanada og varð til að mynda Ólympíumeistari með liðinu árið 2020. And we're excited to have you @JaydeRiviere#MUWomen pic.twitter.com/lZupsiKS5A— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Manchester United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig að loknum 10 leikjum líkt og Arsenal. Bæði lið eru þremur stigum á eftir toppliði Chelsea en eiga leik til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Þó Man United sé með bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Arsenal – sex mörk á sig í 10 leikjum – hefur Marc Skinner, þjálfari liðsins, samt ákveðið að auka breiddina í varnarlínu liðsins. Liðið samdi í dag við tvo varnarmenn sem eiga að hjálpa liðinu í baráttunni um enska meistaratitilinn. Saturday signings #MUWomen pic.twitter.com/J2FdsXCzEm— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Hin 25 ára gamla Estelle Cascarino kemur á láni frá PSG en hún skrifaði undir þriggja ára samning við Parísarliðið í júlí 2021. Hún mun nú leika með Man United út leiktíðina þar sem tækifærin hafa verið af skornum skammti hjá PSG að undanförnu. Cascarino á að baki 5 A-landsleiki fyrir Frakkland ásamt því að hafa leikið fyrir öll yngri landsliðin á sínum tíma. This one's for you, Reds! #MUWomen pic.twitter.com/ImN36IORPL— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Jayde Yuk Fun Riviere, sem verður 22 ára á morgun – sunnudag, leikur vanalega sem bakvörður og lék síðast með Michigan Wolverines í bandaríska háskólaboltanum. Hún gekkst undir aðgerð í september og hefur nú náð sér að fullu. Riviere er þrátt fyrir ungan aldur reynslumikil landsliðskona sem hefur spilað 36 leiki fyrir A-landslið Kanada og varð til að mynda Ólympíumeistari með liðinu árið 2020. And we're excited to have you @JaydeRiviere#MUWomen pic.twitter.com/lZupsiKS5A— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Manchester United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig að loknum 10 leikjum líkt og Arsenal. Bæði lið eru þremur stigum á eftir toppliði Chelsea en eiga leik til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira