Parið gifti sig í dag á 93 ára afmæli Aldrin en Faur er 63 ára og vinnur sem yfirmaður hjá fyrirtæki Buzz, Buzz Aldrin Ventures. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC.
Aldrin greindi frá giftingunni á Twitter síðu sinni og segir athöfnina hafa verið afar litla og persónulega og fór hún fram í Los Angeles.
„Á 93 ára afmæli mínu og deginum sem ég mun verða heiðraður af Lifandi goðsögnum í flugi er ég ánægður að geta tilkynnt að ástin mín Dr. Anca Faur og ég höfum gengið í það heilaga. Við vorum gefin saman í lítilli, persónulegri athöfn í Los Angeles og erum jafn spennt og unglingar að hlaupast á brott,“ segir Aldrin á Twitter síðu sinni.
Aldrin öðlaðist frægð sína þegar hann varð einn af fyrstu mönnunum til þess að stíga fæti á tunglið árið 1969.
On my 93rd birthday & the day I will also be honored by Living Legends of Aviation I am pleased to announce that my longtime love Dr. Anca Faur & I have tied the knot.We were joined in holy matrimony in a small private ceremony in Los Angeles & are as excited as eloping teenagers pic.twitter.com/VwMP4W30Tn
— Dr. Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) January 21, 2023