Blysför í Vestmannaeyjum í tilefni 50 ára gosafmælis Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2023 05:51 Frá Heimaey á fjórða degi eldgossins árið 1973, fyrir hálfri öld. Mynd/Ingvar Friðleifsson. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Vestmannaeyjar á morgun, mánudag, 23. janúar, í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Hápunktur margvíslegra minningarviðburða í bænum verður blysför frá Landakirkju annaðkvöld að Eldheimum þar sem gossins verður minnst með athöfn sem hefst klukkan 19:30. Dagskrá gosdagsins hefst raunar í Eldheimum á öðrum tímanum í nótt, um líkt leyti og eldgosið hófst fyrir hálfri öld. Nemendur í 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja flytja fréttatexta og viðtöl sem hljómuðu í Ríkisútvarpinu þann 23. janúar árið 1973. Lesturinn fer fram á heila og hálfa tímanum í tæpan sólarhring í um það bil tíu mínútur í hvert skipti. Lesturinn hefst klukkan 01:30 og mun standa til 19:00. Lesturinn verður í beinu streymi á netinu. Klukkan 12 á hádegi á morgun hefst sérstakur minningarfundur bæjarstjórnar í Ráðhúsinu. Forseti Íslands ávarpar fundinn. Einnig verður rætt um þá viðburði sem efnt verður til á árinu, bæði vegna 50 ára afmælis Heimaeyjargossins en einnig vegna 60 ára afmælis Surrseyjargossins. Hraunið byrjaði að brjóta niður Kirkjubæina, austustu íbúðarhúsin á Heimaey. Myndin var tekin 25. janúar, á þriðja degi eldgossins.Ingvar Friðleifsson Í Einarsstofu stendur yfir sýning undir yfirskriftinni ,,Hefnd Helgafells og eldgosið í garðinum”. Meðal verka til sýnis er frægasta málverk Guðna Hermansen, Hefnd Helgafells. Einnig sýna félagar í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja nokkur verk. Sýningin verður opin út vikuna á opnunartíma bókasafnsins. Klukkan 14 verður eldri borgurum boðið í Eyjabíó. Sýnd verður heimildarmyndin Útlendingur heima, uppgjör við eldgos eftir Jóhönnu Ýr Jónsdóttir og Sighvat Jónsson. Samverustund hefst á Bókasafninu klukkan 16 í Ingólfsstofu. Þar er gestum boðið að eiga notalega stund, prjóna eða hekla saman, og koma með hugmyndir í tengslum við verkefnið Handgerðar veifur á Goslokahátíð 2023. Í Sagnaheimi klukkan 16:30 verða nemendur leikskólanna í Eyjum og grunnskólans með sýningu: ,,Heimaeyjargosið 1973 með augum yngstu íbúanna.'' Hápunkturinn verður um kvöldið. Klukkan 18:45 verður safnast saman fyrir utan Landakirkju. Þaðan verður lagt af stað í blysför og göngu að Eldheimum klukkan 19:00. Séra Guðmundur Örn Jónsson og séra Viðar Stefánsson fara með blessunarorð við upphaf göngu. Minningarviðburður í Eldheimum hefst svo klukkan 19:30. Þar flytja ávarp forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar, Páll Magnússon. Tónlistarflutning annast þær Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir. Hér má rifja upp eldgosið og heyra frásagnir Eyjamanna sem upplifðu hamfarirnar: Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Komu hesti til bjargar úr gjótu Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Sjá meira
Dagskrá gosdagsins hefst raunar í Eldheimum á öðrum tímanum í nótt, um líkt leyti og eldgosið hófst fyrir hálfri öld. Nemendur í 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja flytja fréttatexta og viðtöl sem hljómuðu í Ríkisútvarpinu þann 23. janúar árið 1973. Lesturinn fer fram á heila og hálfa tímanum í tæpan sólarhring í um það bil tíu mínútur í hvert skipti. Lesturinn hefst klukkan 01:30 og mun standa til 19:00. Lesturinn verður í beinu streymi á netinu. Klukkan 12 á hádegi á morgun hefst sérstakur minningarfundur bæjarstjórnar í Ráðhúsinu. Forseti Íslands ávarpar fundinn. Einnig verður rætt um þá viðburði sem efnt verður til á árinu, bæði vegna 50 ára afmælis Heimaeyjargossins en einnig vegna 60 ára afmælis Surrseyjargossins. Hraunið byrjaði að brjóta niður Kirkjubæina, austustu íbúðarhúsin á Heimaey. Myndin var tekin 25. janúar, á þriðja degi eldgossins.Ingvar Friðleifsson Í Einarsstofu stendur yfir sýning undir yfirskriftinni ,,Hefnd Helgafells og eldgosið í garðinum”. Meðal verka til sýnis er frægasta málverk Guðna Hermansen, Hefnd Helgafells. Einnig sýna félagar í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja nokkur verk. Sýningin verður opin út vikuna á opnunartíma bókasafnsins. Klukkan 14 verður eldri borgurum boðið í Eyjabíó. Sýnd verður heimildarmyndin Útlendingur heima, uppgjör við eldgos eftir Jóhönnu Ýr Jónsdóttir og Sighvat Jónsson. Samverustund hefst á Bókasafninu klukkan 16 í Ingólfsstofu. Þar er gestum boðið að eiga notalega stund, prjóna eða hekla saman, og koma með hugmyndir í tengslum við verkefnið Handgerðar veifur á Goslokahátíð 2023. Í Sagnaheimi klukkan 16:30 verða nemendur leikskólanna í Eyjum og grunnskólans með sýningu: ,,Heimaeyjargosið 1973 með augum yngstu íbúanna.'' Hápunkturinn verður um kvöldið. Klukkan 18:45 verður safnast saman fyrir utan Landakirkju. Þaðan verður lagt af stað í blysför og göngu að Eldheimum klukkan 19:00. Séra Guðmundur Örn Jónsson og séra Viðar Stefánsson fara með blessunarorð við upphaf göngu. Minningarviðburður í Eldheimum hefst svo klukkan 19:30. Þar flytja ávarp forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar, Páll Magnússon. Tónlistarflutning annast þær Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir. Hér má rifja upp eldgosið og heyra frásagnir Eyjamanna sem upplifðu hamfarirnar:
Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Komu hesti til bjargar úr gjótu Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Sjá meira