Fótbolti

Lampard óttast ekki að verða rekinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gengi Everton undir stjórn Frank Lampard hefur ekki verið upp á marga fiska.
Gengi Everton undir stjórn Frank Lampard hefur ekki verið upp á marga fiska. Visionhaus/Getty Images

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, segist ekki óttast það að verða rekinn eftir enn eitt tap liðsins í ensku úrvalsdeildinni í gær. Everton mátti þola 2-0 tap gegn West Ham í fallbaráttuslag og liðið er án sigurs í deildinni síðan í október á síðasta ári.

Tapið í gær þýðir að Everton situr í næst neðsta sæit ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 15 stig eftir 20 leiki, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Seinasti sigur Everton í ensku úrvalsdeildinni kom þann 22. október á síðasta ári þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Crystal Palace. Síðan þá hefur liðið gert tvö jafntefli og tapað sex leikjum í deildinni. Á þessum tíma hefur liðið einnig fallið úr leik í báðum bikarkeppnunum á Englandi.

„Ég óttast alls ekki að verða rekinn. Ég er stoltur af því að vera í þessari vinnu,“ sagði Lampard í samtali við BBC eftir tapið í gær.

„Ég er bara að vinna mína vinnu. Ég vakna á hverjum morgni og hugsa um hvernig við getum bætt okkur. Svo einfalt er það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×