Enski boltinn

Man United á toppinn eftir að leikjum Chelsea og Arsenal var frestað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Man United vann dramatískan sigur í dag.
Man United vann dramatískan sigur í dag. Twitter@ManUtdWomen

Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta þar sem leikjum bæði Chelsea og Arsenal var frestað í dag.

Man United heimsótti Reading og vann dramatískan 1-0 sigur þökk sé marki hinnar þrautreyndu Rachel Williams. Hún kom inn af bekknum á 84. mínútu og skilaði knettinum í netið aðeins þremur mínútum síðar.

Katie Zelem hafði brennt af vítaspyrnu í fyrri hálfleik en það kom ekki að sök þar sem Williams bjargaði málunum.

Sigurinn þýðir að Man United er með 28 stig að loknum 11 umferðum líkt og Chelsea. Síðarnefnda liðið átti hins vegar að spila fyrr í dag en þeim leik var frestað eftir aðeins nokkurra mínútna leik. 

Leikmenn og þjálfarr voru ekki beint hrifnir að leikurinn hafi upphaflega verið flautaður á þar sem dómari leiksins hafði dæmt völlinn óleikhæfan í morgun en samt var ákveðið að hefja leik. Það entist ekki lengi og verður hann spilaður síðar.

Arsenal, sem er ásamt Man Utd og Chelsea í harðri toppbaráttu, átti leik gegn Brighton & Hove Albion en honum var einnig frestað. Staðan er því þannig að Man Utd og Chelsea eru með 28 stig að loknum 11 leikjum en Arsenal er með 25 stig en á leik inni á toppliðin tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×