Valencia, sem er enn án Martins Hermanssonar, var mun betri aðilinn í leik kvöldsins og vann á endanum einkar sannfærandi 12 stiga sigur, lokatölur 88-76.
Tryggvi Snær var ásamt Boriša Simanić atkvæðamestur hjá Zaragoza en báðir skoruðu 13 stig og tóku 5 fráköst.
Valencia er sem stendur í 8. sæti og lætur sig dreyma um sæti í úrslitakeppninni á meðan Zaragoza er í 15. sæti og í harðri fallbaráttu.