Sungu fyrir farþega sem sátu fastir í vél Icelandair Bjarki Sigurðsson skrifar 22. janúar 2023 21:46 Farþegar tóku vel í sönginn og bættust nokkrir við hljómsveit kvennanna. Hljómsveit sem var um borð í vél Icelandair á leið til Keflavíkur frá Toronto söng fyrir farþega sem voru fastir með þeim í vélinni. Flugstjórinn segir alla hafa gengið úr vélinni með bros á vör. Á Keflavíkurflugvelli var aftakaveður og glerhálka í morgun og í dag sem olli því að ekki var unnt að tæma flugvélar sem lentu þar í morgun. Í vél sem kom hingað til lands frá Toronto í Kanada gripu farþegar til söngs til að stytta biðina. Flugstjóri vélarinnar, Óskar Tryggvi Svavarsson, segir í samtali við fréttastofu að stelpurnar í hljómsveitinni hafi fyrst nefnt þetta í gríni við flugfreyjurnar. Óskar Tryggvi Svavarsson var flugstjóri vélarinnar og tók myndbandið upp. Aðsend „Ég frétti af þessu og var á röltinu að ræða við fólkið og láta vita af mér. Ég kom þarna aftur í og spurði þær hvort það væri ekki einhver hljómsveit hérna um borð. Þær spruttu upp og við forum eitthvað að spjalla. Þá segði ég þeim bara að kýla á þetta. Það var bara fínt að fá eitthvað til að létta andann um borð,“ segir Óskar. Því voru hljóðfæri rifin upp, gítar og fiðla sem konurnar höfðu verið með í handfarangri. Þá var þriðji meðlimurinn að syngja og bættust tveir aðrir farþegar við. Einn sló taktinn með skeiðum og önnur söng með. Klippa: Sungið um borð í vél Icelandair „Þetta var bara geggjað. Þær tóku nokkur lög og röltu um vélina. Flugvél er ekki besta tónleikahöllin þannig þær gengu fram og baka svo það fengu allir að njóta,“ segir Óskar. Hann segir að allt hafi gengið rosalega vel um borð og þakkar farþegum fyrir að hafa tekið aðstæðum með æðruleysi og að skilja aðstæðurnar sem voru í gangi, enda ekki eftir hverja einustu flugferð sem fólk þarf að bíða í tíu tíma eftir lendingu til að komast úr vélinni. „Þegar fólk fór loksins úr vélinni eftir að hafa verið þarna í sautján tíma þá voru allir brosandi. Ég var rosalega ánægður með hvernig þetta gekk,“ segir Óskar. Hljómsveitin sem var um borð í vélinni heitir Jessica Pearson and the East Wind. Í myndbandinu hér fyrir ofan er lagið Better Bad Decisions sungið og er af plötunni On the Line sem kom út í fyrra. Fréttir af flugi Tónlist Keflavíkurflugvöllur Icelandair Grín og gaman Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Á Keflavíkurflugvelli var aftakaveður og glerhálka í morgun og í dag sem olli því að ekki var unnt að tæma flugvélar sem lentu þar í morgun. Í vél sem kom hingað til lands frá Toronto í Kanada gripu farþegar til söngs til að stytta biðina. Flugstjóri vélarinnar, Óskar Tryggvi Svavarsson, segir í samtali við fréttastofu að stelpurnar í hljómsveitinni hafi fyrst nefnt þetta í gríni við flugfreyjurnar. Óskar Tryggvi Svavarsson var flugstjóri vélarinnar og tók myndbandið upp. Aðsend „Ég frétti af þessu og var á röltinu að ræða við fólkið og láta vita af mér. Ég kom þarna aftur í og spurði þær hvort það væri ekki einhver hljómsveit hérna um borð. Þær spruttu upp og við forum eitthvað að spjalla. Þá segði ég þeim bara að kýla á þetta. Það var bara fínt að fá eitthvað til að létta andann um borð,“ segir Óskar. Því voru hljóðfæri rifin upp, gítar og fiðla sem konurnar höfðu verið með í handfarangri. Þá var þriðji meðlimurinn að syngja og bættust tveir aðrir farþegar við. Einn sló taktinn með skeiðum og önnur söng með. Klippa: Sungið um borð í vél Icelandair „Þetta var bara geggjað. Þær tóku nokkur lög og röltu um vélina. Flugvél er ekki besta tónleikahöllin þannig þær gengu fram og baka svo það fengu allir að njóta,“ segir Óskar. Hann segir að allt hafi gengið rosalega vel um borð og þakkar farþegum fyrir að hafa tekið aðstæðum með æðruleysi og að skilja aðstæðurnar sem voru í gangi, enda ekki eftir hverja einustu flugferð sem fólk þarf að bíða í tíu tíma eftir lendingu til að komast úr vélinni. „Þegar fólk fór loksins úr vélinni eftir að hafa verið þarna í sautján tíma þá voru allir brosandi. Ég var rosalega ánægður með hvernig þetta gekk,“ segir Óskar. Hljómsveitin sem var um borð í vélinni heitir Jessica Pearson and the East Wind. Í myndbandinu hér fyrir ofan er lagið Better Bad Decisions sungið og er af plötunni On the Line sem kom út í fyrra.
Fréttir af flugi Tónlist Keflavíkurflugvöllur Icelandair Grín og gaman Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira