„Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. janúar 2023 14:30 Í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar var rætt við Björgvin Halldórsson. Stöð 2 „Fólk heldur að ég sé með nefið upp í loftið og með tóman kjaft alltaf. Ég veit ekki hvað það er sko, en málið er að ég er kaldhæðinn,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Björgvin er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Þá er hann jafnframt einn af fáum íslenskum tónlistarmönnum sem getur státað sig af því að hafa hljóðritað í kringum níu hundruð lög. Björgvin hefur marga fjöruna sopið á sinni ævi og fór yfir tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Fékk skemmtileg tækifæri í kjölfar Eurovision Í þættinum fer Björgvin um víðan völl og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið árið 1995. Þá fór hann til Dublin og flutti lagið Núna fyrir hönd Íslands. „Það jafnast ekkert á við það. Þetta er allt live. Þú gerir þetta bara einu sinni,“ segir Björgvin sem viðurkennir að honum hafi þó þótt þetta ansi stressandi. „Síðan eftir Eurovision þá er ég svolítið á sönglagarúntinum,“ segir Björgvin sem tók þrisvar þátt í írsku söngvakeppninni og stóð í eitt skiptið uppi sem sigurvegari. Björgvin Halldórsson er án efa einn ástsælasti söngvari landsins.Vísir/Vilhelm Í kjölfarið var hann beðinn um að taka þátt í söngvakeppni í Pamukkale á Tyrklandi og syngja á tyrknesku í beinni útsendingu fyrir allt Tyrkland og nærliggjandi þjóðir. „Svo kemur að þessu og við förum niður eftir og allir í smink og allt gert klárt. Svo allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur: „Allir út, allir út núna!““ Söng fyrir landstjórann í Tyrklandi Björgvin og aðrir keppendur þorðu ekki öðru en að hlýða. Þeir stauluðust út í steikjandi hitann og Björgvin lýsir því hvernig sminkið lak af honum. Byssumennirnir hafi svo kíkt í hvert horn áður en þeir tilkynntu að svæðið væri öruggt. „Af því þá var einhver að koma,“ segir Björgvin. „Svo förum við að kíkja á þetta allir þátttakendurnir og þá kemur svona opinn Cadillac með landstjóranum, allur borðalagður.“ Björgvin söng því fyrir sjálfan landstjórann og lenti í öðru sæti í keppninni. Klippa: Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur Tónlistarmennirnir okkar Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Björgvin er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Þá er hann jafnframt einn af fáum íslenskum tónlistarmönnum sem getur státað sig af því að hafa hljóðritað í kringum níu hundruð lög. Björgvin hefur marga fjöruna sopið á sinni ævi og fór yfir tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Fékk skemmtileg tækifæri í kjölfar Eurovision Í þættinum fer Björgvin um víðan völl og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið árið 1995. Þá fór hann til Dublin og flutti lagið Núna fyrir hönd Íslands. „Það jafnast ekkert á við það. Þetta er allt live. Þú gerir þetta bara einu sinni,“ segir Björgvin sem viðurkennir að honum hafi þó þótt þetta ansi stressandi. „Síðan eftir Eurovision þá er ég svolítið á sönglagarúntinum,“ segir Björgvin sem tók þrisvar þátt í írsku söngvakeppninni og stóð í eitt skiptið uppi sem sigurvegari. Björgvin Halldórsson er án efa einn ástsælasti söngvari landsins.Vísir/Vilhelm Í kjölfarið var hann beðinn um að taka þátt í söngvakeppni í Pamukkale á Tyrklandi og syngja á tyrknesku í beinni útsendingu fyrir allt Tyrkland og nærliggjandi þjóðir. „Svo kemur að þessu og við förum niður eftir og allir í smink og allt gert klárt. Svo allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur: „Allir út, allir út núna!““ Söng fyrir landstjórann í Tyrklandi Björgvin og aðrir keppendur þorðu ekki öðru en að hlýða. Þeir stauluðust út í steikjandi hitann og Björgvin lýsir því hvernig sminkið lak af honum. Byssumennirnir hafi svo kíkt í hvert horn áður en þeir tilkynntu að svæðið væri öruggt. „Af því þá var einhver að koma,“ segir Björgvin. „Svo förum við að kíkja á þetta allir þátttakendurnir og þá kemur svona opinn Cadillac með landstjóranum, allur borðalagður.“ Björgvin söng því fyrir sjálfan landstjórann og lenti í öðru sæti í keppninni. Klippa: Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur
Tónlistarmennirnir okkar Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00
Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30