Skilorðsbundin refsing fyrir vörslu grófs teiknaðs barnakláms Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2023 18:17 Héraðsdómur Reykjavíkur Karlmaður var á dögunum dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa haft í vörslum sínum þónokkuð magn teiknaðs barnaníðsefnis. Í dómi segir að efnið hafi verið af afar grófu tagi. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm yfir manninum fimmtudaginn 19. janúar en dómurinn var birtur á vef héraðsdómstólanna í dag. Maðurinn var ákærður árið 2022 fyrir kynferðisbrot með því að hafa, um nokkurt skeið fram til loka árs 2019, haft í vörslum sínum á farsíma og fartölvu samtals 2.230 teiknaðar myndir og 42 teiknuð myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Hann játaði brot sín skýlaust og fór fram á vægustu leyfilegu refsingu. Bætist við fyrra blygðunarsemisbrot Í dómi segir að maðurinn hafi árið 2020 verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot. Sakaferill hans hafi að öðru leyti ekki þýðingu við úrlausn málsins. Þá segir að brot það sem ákært var fyrir hafi verið framið áður en dómur gekk í fyrra málinu og því yrði manninum dæmdur hegningarauki sem samsvari þeirri þyngingu hegningarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu. Alvarlegt kynferðisbrot þrátt fyrir að um teiknaðar myndir hafi verið að ræða Í dómi segir að við ákvörðun refsingar hafi verið horft til þess að um væri að ræða alvarlegt brot sem teljist til kynferðisbrota. „Þrátt fyrir að um sé að ræða teiknaðar myndir og myndskeið ber að líta til þess að markmið refsinga fyrir vörslur á efni af þessu tagi, sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, er að styrkja vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun, m.a. í tengslum við gerð slíks efnis,“ segir í dómi. Játning mannsins var honum hins vegar metin til refsimildunar. Þá var einnig litið til þess að rannsókn málsins hafi fregist óhóflega hjá ákæruvaldinu af ástæðum sem manninum yrði ekki kennt um. Rannsókn stóð yfir með hléum frá október árið 2019 til janúar árið 2021 þegar seinni framburðarskýrsla mannsins var tekin. Ákæra var gefin út þann 8. nóvember árið 2022. Dæmdur til að leita sér hjálpar Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fjögurra mánaða skilorðbundinnar fangelsisvistar. Þá segir í dómsorði að maðurinn skuli á skilorðstímanum, sem er tvö ár, sæta umsjón og fyrirmælum hjá úrræðinu Taktu skrefið eins og ástæða þykir til og ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Maðurinn var einnig dæmdur til að þola upptöku myndanna og myndskeiðanna, farsímans og fartölvunnar auk þess að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns 223 þúsund krónur og þóknun annars lögmanns, 84 þúsund krónur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Klám Dómsmál Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm yfir manninum fimmtudaginn 19. janúar en dómurinn var birtur á vef héraðsdómstólanna í dag. Maðurinn var ákærður árið 2022 fyrir kynferðisbrot með því að hafa, um nokkurt skeið fram til loka árs 2019, haft í vörslum sínum á farsíma og fartölvu samtals 2.230 teiknaðar myndir og 42 teiknuð myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Hann játaði brot sín skýlaust og fór fram á vægustu leyfilegu refsingu. Bætist við fyrra blygðunarsemisbrot Í dómi segir að maðurinn hafi árið 2020 verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot. Sakaferill hans hafi að öðru leyti ekki þýðingu við úrlausn málsins. Þá segir að brot það sem ákært var fyrir hafi verið framið áður en dómur gekk í fyrra málinu og því yrði manninum dæmdur hegningarauki sem samsvari þeirri þyngingu hegningarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu. Alvarlegt kynferðisbrot þrátt fyrir að um teiknaðar myndir hafi verið að ræða Í dómi segir að við ákvörðun refsingar hafi verið horft til þess að um væri að ræða alvarlegt brot sem teljist til kynferðisbrota. „Þrátt fyrir að um sé að ræða teiknaðar myndir og myndskeið ber að líta til þess að markmið refsinga fyrir vörslur á efni af þessu tagi, sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, er að styrkja vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun, m.a. í tengslum við gerð slíks efnis,“ segir í dómi. Játning mannsins var honum hins vegar metin til refsimildunar. Þá var einnig litið til þess að rannsókn málsins hafi fregist óhóflega hjá ákæruvaldinu af ástæðum sem manninum yrði ekki kennt um. Rannsókn stóð yfir með hléum frá október árið 2019 til janúar árið 2021 þegar seinni framburðarskýrsla mannsins var tekin. Ákæra var gefin út þann 8. nóvember árið 2022. Dæmdur til að leita sér hjálpar Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fjögurra mánaða skilorðbundinnar fangelsisvistar. Þá segir í dómsorði að maðurinn skuli á skilorðstímanum, sem er tvö ár, sæta umsjón og fyrirmælum hjá úrræðinu Taktu skrefið eins og ástæða þykir til og ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Maðurinn var einnig dæmdur til að þola upptöku myndanna og myndskeiðanna, farsímans og fartölvunnar auk þess að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns 223 þúsund krónur og þóknun annars lögmanns, 84 þúsund krónur. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Klám Dómsmál Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira