Kvennalið Bayern auglýsir afrek karlanna á búningunum og Valur er í sömu stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2023 08:31 Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir sést hér i búningi Bayern München og þarna má sjá stjörnurnar fimm. Getty/Christian Hofer Stjörnur á búningum kvennaliða eru til umræðu í Noregi eftir að eitt stærsta félag Noregs, Rosenborg, ákvað að breyta búningum sínum. Hingað til höfðu stjörnur á búningi norska félagsins táknað afrek karlaliðs félagsins sem er eitt það sigursælasta í sögu norska fótboltans. Karlalið Rosenborg hefur unnið norska titilinn 26 sinnum og er því með tvær stjörnur á búningi sínum en Norðmenn gefa eina stjörnu fyrir hverja tíu titla. Meiner den norske spelaren sin drakt er diskriminerandehttps://t.co/w6NWbVc9QT— NRK Sport (@NRK_Sport) January 23, 2023 Kvennalið Rosenborg hefur unnið sjö titla og ætti því ekki að vera með neina stjörnu á sínum búningi. Vegna þessa misræmis þá ákvað Rosenborg að hætta með allar stjörnur á búningi sínum. Norðmenn eiga leikmann hjá Bayern München eins og við Íslendingar og hafa því áhuga á búningi kvennaliðs Bæjara. Hjá Bayern spila íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Kvennalið Bayern spilar með fimm stjörnur á búningi sínum þökk sé 32 Þýskalandsmeistaratitla karlaliðsins. Kvennaliðið hefur unnið fóra Þýskalandsmeistaratitla og mætti því samkvæmt þýskum lögum að vera með eina stjörnu. Í Þýskalandi þá fá liðin eina stjörnu eftir þrjá titla, tvær stjörnur eftir fimm titla, þrjár stjörnur eftir tíu tutla, fjórar stjörnur eftir tuttugu titla og fimm stjörnur eftir þrjátíu titla. Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Vals og sést hér í búningnum með fjórar stjörnur til marks um árangur karlaliðs félagsins.Vísir/Diego Norska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir þetta dæmi um kynjamismunun að konurnar í Bayern München þurfi að vera afrek karlanna á búningi sínum en ekki sína eigin afrek. Þetta er ekkert einsdæmi fyrir Þýskaland því íslensku félögin spila einnig með stjörnur á búningum sínum. Íslandsmeistarar kvenna hjá Val spila þannig með fimm stjörnur á sínum búningi sem tákna 23 Íslandsmeistaratitla karlaliðsins. Konurnar urðu Íslandsmeistarar í þrettánda sinn í sumar og ættu því bara að vera með tvær stjörnur á búningi sínum samkvæmt íslensku reglunum sem eru ein stjarna fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla. Kvennalið Breiðabliks er aftur á móti með þetta á hreinu því þær spila með þrjár stjörnur á búningi sínum sem tákna átján Íslandsmeistaratitla kvennaliðsins en karlalið Breiðablik varð bara Íslandsmeistari í annað skiptið síðasta sumar. Karlalið Breiðabliks er ekki með neina stjörnu á sínum búningi. Besta deild kvenna Þýski boltinn Valur Breiðablik Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Hingað til höfðu stjörnur á búningi norska félagsins táknað afrek karlaliðs félagsins sem er eitt það sigursælasta í sögu norska fótboltans. Karlalið Rosenborg hefur unnið norska titilinn 26 sinnum og er því með tvær stjörnur á búningi sínum en Norðmenn gefa eina stjörnu fyrir hverja tíu titla. Meiner den norske spelaren sin drakt er diskriminerandehttps://t.co/w6NWbVc9QT— NRK Sport (@NRK_Sport) January 23, 2023 Kvennalið Rosenborg hefur unnið sjö titla og ætti því ekki að vera með neina stjörnu á sínum búningi. Vegna þessa misræmis þá ákvað Rosenborg að hætta með allar stjörnur á búningi sínum. Norðmenn eiga leikmann hjá Bayern München eins og við Íslendingar og hafa því áhuga á búningi kvennaliðs Bæjara. Hjá Bayern spila íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Kvennalið Bayern spilar með fimm stjörnur á búningi sínum þökk sé 32 Þýskalandsmeistaratitla karlaliðsins. Kvennaliðið hefur unnið fóra Þýskalandsmeistaratitla og mætti því samkvæmt þýskum lögum að vera með eina stjörnu. Í Þýskalandi þá fá liðin eina stjörnu eftir þrjá titla, tvær stjörnur eftir fimm titla, þrjár stjörnur eftir tíu tutla, fjórar stjörnur eftir tuttugu titla og fimm stjörnur eftir þrjátíu titla. Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Vals og sést hér í búningnum með fjórar stjörnur til marks um árangur karlaliðs félagsins.Vísir/Diego Norska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir þetta dæmi um kynjamismunun að konurnar í Bayern München þurfi að vera afrek karlanna á búningi sínum en ekki sína eigin afrek. Þetta er ekkert einsdæmi fyrir Þýskaland því íslensku félögin spila einnig með stjörnur á búningum sínum. Íslandsmeistarar kvenna hjá Val spila þannig með fimm stjörnur á sínum búningi sem tákna 23 Íslandsmeistaratitla karlaliðsins. Konurnar urðu Íslandsmeistarar í þrettánda sinn í sumar og ættu því bara að vera með tvær stjörnur á búningi sínum samkvæmt íslensku reglunum sem eru ein stjarna fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla. Kvennalið Breiðabliks er aftur á móti með þetta á hreinu því þær spila með þrjár stjörnur á búningi sínum sem tákna átján Íslandsmeistaratitla kvennaliðsins en karlalið Breiðablik varð bara Íslandsmeistari í annað skiptið síðasta sumar. Karlalið Breiðabliks er ekki með neina stjörnu á sínum búningi.
Besta deild kvenna Þýski boltinn Valur Breiðablik Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn