„Þetta voru ungir strákar í blóma lífsins“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. janúar 2023 12:10 Jón Ragnar átti góð kynni við mennina þrjá sem létust í flugslysinu og þekkti einnig vel til flugmannsins, Haraldar Diego. Aðsend Ein erfiðasta og umfangsmesta leit sem lögregla og björgunarsveitir hafa farið í hér á landi var þegar lítil flugvél hvarf í byrjun febrúar 2022. Fjórir voru um borð í vélinni, vanur íslenskur flugmaður og þrír erlendir ferðamenn og áhrifavaldar. Dagana fyrir slysið höfðu þeir ferðast um landið með íslenskum vini sínum, Jóni Ragnari Jónssyni. Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Eftirmálum lýsir Jón Ragnar frá fyrstu hendi þeirri óhugnanlegu atburðarás sem fór af stað eftir að hann lét yfirvöld vita að vélin hefði ekki skilað sér á tilsettum tíma. Fyrstu dagarnir voru ánægjulegir Í þættinum rifjar Jón upp síðustu dagana fyrir slysið. Ferðamennirnir þrír, þeir Tim, Nico og Josh voru áhrifavaldar frá Bandaríkjunum, Hollandi og Belgíu og höfðu komið til Íslands þann 30. janúar ásamt nokkrum öðrum í þeim tilgangi að framleiða markaðsefni fyrir erlent fyrirtæki. Jón, sem starfar í auglýsingageiranum, komst í samband við mennina í gegnum vinnuna og tók að sér að vera þeim innan handar við skipulagningu ferðarinnar. Hópurinn naut sín vel fyrstu dagana á Íslandi, fóru meðal annars í jeppaferð og í bústað. Þar sáu þeir norðurljós, sem reyndist mikil upplifun fyrir þá alla, og fyrir Josh var það langþráður draumur sem rættist. Josh hafði verið í sambandi við Harald Diego flugmann og til stóð að Jón færi með þeim þremur og Haraldi í útsýnisflugferð þann 3. febrúar. Jón komst svo ekki en var búinn að skipuleggja kvöldverð og ferð í Sky Lagoon fyrir hópinn að loknu fluginu. Hann segist ekki dvelja við þá hugsun hvað hefði gerst ef hann hefði farið í flugið. „Ég hef aldrei velt mér upp úr því. Ég fíla ekki að pæla í svona hugsunum, hvað ef?“ Jón býr í blokkaríbúð sem er með góðu útsýni út á Reykjavíkurflugvöll. Hann gat því fylgst með þegar flugvélin, með mönnum fjórum innanborðs, fór á loft um hálfellefuleytið þennan dag. Hann var enn þá heima eftir hádegið þegar í ljós kom að tæplega 40 mínútna seinkun var á endurkomu vélarinnar. „Ég sest fram í glugga heima, með kíkinn og er pínu stressaður. Ég vissi ekki af hverju, ég er vanalega ekki stressaður en mér leið smá illa með þetta.“ Jón átti góðar stundir með mönnunum þremur dagana fyrir slysið.Aðsend Jón lýsir atburðarásinni sem síðan fór í gang. Hann reyndi að hringja í mennina og í Harald en enginn svaraði. Eftir mikið erfiði náði hann sambandi við flugturninn á Reykjavíkurflugvelli, sem hafði engar upplýsingar. „Stressið byrjar þá svolítið að koma yfir mig, af því að maður var svolítið vonlaus; það var ekkert sem ég gat gert.“ Mynd sem tekin var um borð í vélinni 50 mínútum eftir flugtak gefur til kynna að vélin er í rúmlega tvö þúsund feta hæð og einhvers staðar yfir Selfossi. Piltarnir voru í sambandi við hina í ferðahópnum í gegnum Whatsapp á meðan á fluginu stóð. Jón telur líklegt að Tim hafi verið að reyna að skrifa skilaboð um það leyti sem slysið varð. 19 mínútum áður en vélin fór niður barst ljósmynd frá Josh, þar sem sést í bláan himinn og svo virðist sem stemningin um borð sé ánægjuleg. Jón þekkti vel Harald Diego sem flaug vélinni og tók sjálfur þessa mynd af honum.Aðsend Jón segir símtal hafa borist til Neyðarlínunnar klukkan 11.51, einni mínútu eftir að vélin átti að hafa brotlent. „Það er mjög óskýrt hvað heyrist, það er bara vatnshljóð. Og þeir halda að það hafi kannski verið úrið hans sem er að hringja í Neyðarlínuna, það er náttúrulega með svona crash detection.“ Umfangsmesta leit síðari ára Í þættinum er rifjuð upp hin gífurlega umfangsmikla leit sem fór í gang eftir að tilkynnt var um hvarf vélarinnar. Björgunarsveitir, Landhelgisgæslan, sem og fjölmargir sjálfboðaliðar úr flugsamfélaginu tóku þátt í leitinni, sem er ein sú umfangsmesta sem átt hefur sér stað hér á landi. Eftir að olíubrák fannst í Þingvallavatni var ákveðið að einblína á það svæði. Flugvélin fannst með kafbáti í Þingvallavatni.Vísir/vilhelm Þann 5. febrúar greindu fjölmiðlar frá því að vélin hefði fundist í Þingvallavatni, einum og hálfum sólarhring eftir að hún hvarf. Vélin var á 50 metra dýpi, veðuraðstæður voru gífurlega erfiðar og því var ljóst að það yrði tímafrekt og tæknilega flókið að ná vélinni upp. Lík mannanna fjögurra fundust síðan 56 til 130 metrum frá flugvélinni. Vængur vélarinnar sést hér standa upp úr vatninu.Vísir/Vilhelm „Það var eitthvað svona closure sem maður fékk. Þegar þetta kemur, að þeir séu ekki í vélinni, þá kom aftur upp þessi óþægilega tilfinning, hvar þeir væru þá, því það vissi það enginn heldur.“ Ósannar getgátur Jón segir það hafa verið leiðinlegt að heyra getgátur fólks á sínum tíma um að mennirnir hafi verið að fíflast um borð í vélinni, enda var það alls ekki raunin. Þá tekur hann fram að Haraldur Diego hafi verið einstaklega traustur og reyndur flugmaður. „Hann var búinn að fljúga með rosalega marga sem ég þekki. Ég var búinn að fara með honum oft og það var aldrei tímapunktur þar sem hann var stressaður eða ég treysti honum ekki. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera.“ Jón segir ómögulegt að vita hvað hafi átt sér stað við Þingvallavatn þennan dag en allt bendir þó til að vélin hafi lent frekar mjúklega. Ekkert neyðarkall barst frá vélinni, sem er skrítið. Jón telur hugsanlegt að mennirnir hafi komið sér út úr vélinni í gegnum gluggana þar sem þeir gátu ekki opnað hurðirnar. „Annaðhvort virkaði ekki neyðarsendirinn eða þeir voru þá í miklu panikki að reyna að koma sér út úr vélinni. Þetta gerðist allt mjög hratt,“ segir hann og bætir við á öðrum stað: „Það er bara svo vont að vita ekki hvernig þeim leið á þessum tíma. Ég setti mig svolítið mikið í þeirra spor af því að ég gat ekki hætt að hugsa um þetta. Það var svona það helsta sem ég hugsaði; hræðslan og vonleysið að lenda í aðstæðum þar sem þú getur ekki komið þér út úr þessu.“ Ungir strákar í blóma lífsins Jón segist hafa verið í nánu sambandi við fjölskyldur mannanna á meðan á öllu þessu stóð og var í raun í nokkurskonar sálgæsluhlutverki. Foreldrar mannanna komu til Íslands eftir slysið og Jón rifjar upp stund sem hann átti með þeim tæpum tveimur vikum síðar. Hann segir það hafa verið gott að geta deilt því með aðstandendum að síðustu dagarnir fyrir slysið voru einstaklega ánægjulegir og fullir af lífsgleði. „Þetta var svo rosalega fallegur tími sem þeir áttu fyrir flugslysið að ég held að það hafi hjálpað foreldrunum svolítið að vita að þeim leið allavega vel.“ Jón vill að það komi skýrt á framfæri að um var að ræða þrjá unga menn í blóma lífsins og með þeim hafi verið einn elsti og reyndasti flugmaður á Íslandi. „Þetta voru bara ungir strákar, gjörsamlega í blóma lífsins og Haraldur með þeim. Mig langar að koma þeirra sögu á framfæri, þeir voru ekkert að fíflast. Þeir voru bara í fallegu útsýnisflugi á góðum degi og þetta var slys sem gerði engin boð á undan sér, sem enginn skilur. Og það er í raun bara rosalega ósanngjarnt að þeir skuli tapa lífinu við eitthvað svona.“ Flugslys við Þingvallavatn Eftirmál Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu Í nýrri bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið í Þingvallavatni í febrúar kemur fram að Neyðarlínunni hafi borist stutt símtal frá einum farþeganna. Á myndum úr skýrslunni má sjá að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir Þingvallavatni í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í vatninu. 18. júní 2022 17:06 Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. 10. febrúar 2022 11:50 Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. 3. febrúar 2022 14:08 Flugslysið ekki tilkynnt fyrr en rúmum fjórum tímum síðar Ekki var tilkynnt um flugslys lítillar flugvélar á Þingvallavatni í mars síðastliðnum fyrr en um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að það varð. 6. ágúst 2020 08:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Eftirmálum lýsir Jón Ragnar frá fyrstu hendi þeirri óhugnanlegu atburðarás sem fór af stað eftir að hann lét yfirvöld vita að vélin hefði ekki skilað sér á tilsettum tíma. Fyrstu dagarnir voru ánægjulegir Í þættinum rifjar Jón upp síðustu dagana fyrir slysið. Ferðamennirnir þrír, þeir Tim, Nico og Josh voru áhrifavaldar frá Bandaríkjunum, Hollandi og Belgíu og höfðu komið til Íslands þann 30. janúar ásamt nokkrum öðrum í þeim tilgangi að framleiða markaðsefni fyrir erlent fyrirtæki. Jón, sem starfar í auglýsingageiranum, komst í samband við mennina í gegnum vinnuna og tók að sér að vera þeim innan handar við skipulagningu ferðarinnar. Hópurinn naut sín vel fyrstu dagana á Íslandi, fóru meðal annars í jeppaferð og í bústað. Þar sáu þeir norðurljós, sem reyndist mikil upplifun fyrir þá alla, og fyrir Josh var það langþráður draumur sem rættist. Josh hafði verið í sambandi við Harald Diego flugmann og til stóð að Jón færi með þeim þremur og Haraldi í útsýnisflugferð þann 3. febrúar. Jón komst svo ekki en var búinn að skipuleggja kvöldverð og ferð í Sky Lagoon fyrir hópinn að loknu fluginu. Hann segist ekki dvelja við þá hugsun hvað hefði gerst ef hann hefði farið í flugið. „Ég hef aldrei velt mér upp úr því. Ég fíla ekki að pæla í svona hugsunum, hvað ef?“ Jón býr í blokkaríbúð sem er með góðu útsýni út á Reykjavíkurflugvöll. Hann gat því fylgst með þegar flugvélin, með mönnum fjórum innanborðs, fór á loft um hálfellefuleytið þennan dag. Hann var enn þá heima eftir hádegið þegar í ljós kom að tæplega 40 mínútna seinkun var á endurkomu vélarinnar. „Ég sest fram í glugga heima, með kíkinn og er pínu stressaður. Ég vissi ekki af hverju, ég er vanalega ekki stressaður en mér leið smá illa með þetta.“ Jón átti góðar stundir með mönnunum þremur dagana fyrir slysið.Aðsend Jón lýsir atburðarásinni sem síðan fór í gang. Hann reyndi að hringja í mennina og í Harald en enginn svaraði. Eftir mikið erfiði náði hann sambandi við flugturninn á Reykjavíkurflugvelli, sem hafði engar upplýsingar. „Stressið byrjar þá svolítið að koma yfir mig, af því að maður var svolítið vonlaus; það var ekkert sem ég gat gert.“ Mynd sem tekin var um borð í vélinni 50 mínútum eftir flugtak gefur til kynna að vélin er í rúmlega tvö þúsund feta hæð og einhvers staðar yfir Selfossi. Piltarnir voru í sambandi við hina í ferðahópnum í gegnum Whatsapp á meðan á fluginu stóð. Jón telur líklegt að Tim hafi verið að reyna að skrifa skilaboð um það leyti sem slysið varð. 19 mínútum áður en vélin fór niður barst ljósmynd frá Josh, þar sem sést í bláan himinn og svo virðist sem stemningin um borð sé ánægjuleg. Jón þekkti vel Harald Diego sem flaug vélinni og tók sjálfur þessa mynd af honum.Aðsend Jón segir símtal hafa borist til Neyðarlínunnar klukkan 11.51, einni mínútu eftir að vélin átti að hafa brotlent. „Það er mjög óskýrt hvað heyrist, það er bara vatnshljóð. Og þeir halda að það hafi kannski verið úrið hans sem er að hringja í Neyðarlínuna, það er náttúrulega með svona crash detection.“ Umfangsmesta leit síðari ára Í þættinum er rifjuð upp hin gífurlega umfangsmikla leit sem fór í gang eftir að tilkynnt var um hvarf vélarinnar. Björgunarsveitir, Landhelgisgæslan, sem og fjölmargir sjálfboðaliðar úr flugsamfélaginu tóku þátt í leitinni, sem er ein sú umfangsmesta sem átt hefur sér stað hér á landi. Eftir að olíubrák fannst í Þingvallavatni var ákveðið að einblína á það svæði. Flugvélin fannst með kafbáti í Þingvallavatni.Vísir/vilhelm Þann 5. febrúar greindu fjölmiðlar frá því að vélin hefði fundist í Þingvallavatni, einum og hálfum sólarhring eftir að hún hvarf. Vélin var á 50 metra dýpi, veðuraðstæður voru gífurlega erfiðar og því var ljóst að það yrði tímafrekt og tæknilega flókið að ná vélinni upp. Lík mannanna fjögurra fundust síðan 56 til 130 metrum frá flugvélinni. Vængur vélarinnar sést hér standa upp úr vatninu.Vísir/Vilhelm „Það var eitthvað svona closure sem maður fékk. Þegar þetta kemur, að þeir séu ekki í vélinni, þá kom aftur upp þessi óþægilega tilfinning, hvar þeir væru þá, því það vissi það enginn heldur.“ Ósannar getgátur Jón segir það hafa verið leiðinlegt að heyra getgátur fólks á sínum tíma um að mennirnir hafi verið að fíflast um borð í vélinni, enda var það alls ekki raunin. Þá tekur hann fram að Haraldur Diego hafi verið einstaklega traustur og reyndur flugmaður. „Hann var búinn að fljúga með rosalega marga sem ég þekki. Ég var búinn að fara með honum oft og það var aldrei tímapunktur þar sem hann var stressaður eða ég treysti honum ekki. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera.“ Jón segir ómögulegt að vita hvað hafi átt sér stað við Þingvallavatn þennan dag en allt bendir þó til að vélin hafi lent frekar mjúklega. Ekkert neyðarkall barst frá vélinni, sem er skrítið. Jón telur hugsanlegt að mennirnir hafi komið sér út úr vélinni í gegnum gluggana þar sem þeir gátu ekki opnað hurðirnar. „Annaðhvort virkaði ekki neyðarsendirinn eða þeir voru þá í miklu panikki að reyna að koma sér út úr vélinni. Þetta gerðist allt mjög hratt,“ segir hann og bætir við á öðrum stað: „Það er bara svo vont að vita ekki hvernig þeim leið á þessum tíma. Ég setti mig svolítið mikið í þeirra spor af því að ég gat ekki hætt að hugsa um þetta. Það var svona það helsta sem ég hugsaði; hræðslan og vonleysið að lenda í aðstæðum þar sem þú getur ekki komið þér út úr þessu.“ Ungir strákar í blóma lífsins Jón segist hafa verið í nánu sambandi við fjölskyldur mannanna á meðan á öllu þessu stóð og var í raun í nokkurskonar sálgæsluhlutverki. Foreldrar mannanna komu til Íslands eftir slysið og Jón rifjar upp stund sem hann átti með þeim tæpum tveimur vikum síðar. Hann segir það hafa verið gott að geta deilt því með aðstandendum að síðustu dagarnir fyrir slysið voru einstaklega ánægjulegir og fullir af lífsgleði. „Þetta var svo rosalega fallegur tími sem þeir áttu fyrir flugslysið að ég held að það hafi hjálpað foreldrunum svolítið að vita að þeim leið allavega vel.“ Jón vill að það komi skýrt á framfæri að um var að ræða þrjá unga menn í blóma lífsins og með þeim hafi verið einn elsti og reyndasti flugmaður á Íslandi. „Þetta voru bara ungir strákar, gjörsamlega í blóma lífsins og Haraldur með þeim. Mig langar að koma þeirra sögu á framfæri, þeir voru ekkert að fíflast. Þeir voru bara í fallegu útsýnisflugi á góðum degi og þetta var slys sem gerði engin boð á undan sér, sem enginn skilur. Og það er í raun bara rosalega ósanngjarnt að þeir skuli tapa lífinu við eitthvað svona.“
Flugslys við Þingvallavatn Eftirmál Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu Í nýrri bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið í Þingvallavatni í febrúar kemur fram að Neyðarlínunni hafi borist stutt símtal frá einum farþeganna. Á myndum úr skýrslunni má sjá að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir Þingvallavatni í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í vatninu. 18. júní 2022 17:06 Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. 10. febrúar 2022 11:50 Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. 3. febrúar 2022 14:08 Flugslysið ekki tilkynnt fyrr en rúmum fjórum tímum síðar Ekki var tilkynnt um flugslys lítillar flugvélar á Þingvallavatni í mars síðastliðnum fyrr en um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að það varð. 6. ágúst 2020 08:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu Í nýrri bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið í Þingvallavatni í febrúar kemur fram að Neyðarlínunni hafi borist stutt símtal frá einum farþeganna. Á myndum úr skýrslunni má sjá að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir Þingvallavatni í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í vatninu. 18. júní 2022 17:06
Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. 10. febrúar 2022 11:50
Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. 3. febrúar 2022 14:08
Flugslysið ekki tilkynnt fyrr en rúmum fjórum tímum síðar Ekki var tilkynnt um flugslys lítillar flugvélar á Þingvallavatni í mars síðastliðnum fyrr en um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að það varð. 6. ágúst 2020 08:49