Stutthærð Hailey Bieber setur tóninn fyrir hártísku ársins 2023 Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. janúar 2023 13:30 Tískufyrirmyndin Hailey Bieber er orðin stutthærð. Instagram-Getty/Gotham Stutt hár virðist ætla að vera það heitasta í hártískunni á nýju ári ef marka má erlend tískublöð og tískugyðjuna Hailey Bieber. Eins og við vitum verður allt sem frú Bieber gerir að tískubylgju en í vikunni frumsýndi hún nýja klippingu, svokallaða bob klippingu sem nær rétt niður fyrir kjálka. Í byrjun árs höfðu erlend tískublöð á borð við Glamour spáð því að stutt hár ætti eftir að vera eitt það heitasta í hártískunni árið 2023. „Ég held að þörfin fyrir nýtt upphaf og að ýta aðeins á refresh takkann eftir þessi krefjandi ár sem við eigum að baki eigi eftir að ýta undir þá löngun að klippa á okkur hárið. Stuttar klippingar og bob klippingar eiga eftir að vera eftirsóttustu klippingarnar,“ segir Dionne Smith, hárgreiðslukona fræga fólksins, í samtali við Glamour. Stjörnur á borð við Zendayu, Margot Robbie og Taylor Swift hafa skartað bob klippingum á síðustu árum.Getty/Jeff Kravitz-Stephane Cardinale-Steve Granitz Stutt bob klipping í einni sídd það heitasta Hárgreiðslumaðurinn Paul Percival, sem hefur klippt stjörnur á borð við Victoriu Beckham, tekur undir þetta. Hann segir jafnframt að bob klippingarnar eigi eftir að verða ennþá styttri en við höfum séð síðustu ár. Í síðustu viku tók Vísir saman lista yfir heitustu trend ársins 2023. Þar nefndi hárgreiðslukonan Íris Lóa einmitt stuttar klippingar á borð við pixie og bob klippingar. Þegar fólk hugsar um bob klippingu þá ímyndar það sér hugsanlega stutta klippingu þar sem hárið er styttra að aftan og síðara að framan, svolítið í anda Victoriu Beckham. Stjörnuhárgreiðslumaðurinn Tommy Buckett segir hins vegar að nú sé það heitasta að vera með bob klippingu þar sem hárið er allt í einni sídd. View this post on Instagram A post shared by Hailey Rhode Baldwin Bieber (@haileybieber) „Nú mun bókstaflega hver einasta stelpa klippa hárið sitt“ Hailey Bieber, ein helsta tískufyrirmyndin í dag, er að sjálfsögðu með puttann á púlsinum og frumsýndi einmitt slíka klippingu á TikTok síðu sinni í vikunni. „Úps,“ skrifaði Bieber undir myndbandið sem hefur þegar fengið um 6 milljónir áhorf. „Núna mun bókstaflega hver einasta stelpa klippa hárið sitt,“ skrifar einn aðdáandi undir myndbandið. Fleiri aðdáendur taka undir þetta og segist einn aðdáandi spá því að eftir viku verði allar stelpur á TikTok komnar með stutt hár. @haileybieber oops original sound - sped up sounds Hollywood Tíska og hönnun Förðun Tengdar fréttir Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana. 22. janúar 2023 10:00 Heitustu trendin fyrir 2023 Á ári hverju koma inn nýjar tískubylgjur á ólíkum sviðum og nýir TikTok dansar sem eru fólki mis auðveldir að læra. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend ársins 2023 verða. 19. janúar 2023 07:01 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Í byrjun árs höfðu erlend tískublöð á borð við Glamour spáð því að stutt hár ætti eftir að vera eitt það heitasta í hártískunni árið 2023. „Ég held að þörfin fyrir nýtt upphaf og að ýta aðeins á refresh takkann eftir þessi krefjandi ár sem við eigum að baki eigi eftir að ýta undir þá löngun að klippa á okkur hárið. Stuttar klippingar og bob klippingar eiga eftir að vera eftirsóttustu klippingarnar,“ segir Dionne Smith, hárgreiðslukona fræga fólksins, í samtali við Glamour. Stjörnur á borð við Zendayu, Margot Robbie og Taylor Swift hafa skartað bob klippingum á síðustu árum.Getty/Jeff Kravitz-Stephane Cardinale-Steve Granitz Stutt bob klipping í einni sídd það heitasta Hárgreiðslumaðurinn Paul Percival, sem hefur klippt stjörnur á borð við Victoriu Beckham, tekur undir þetta. Hann segir jafnframt að bob klippingarnar eigi eftir að verða ennþá styttri en við höfum séð síðustu ár. Í síðustu viku tók Vísir saman lista yfir heitustu trend ársins 2023. Þar nefndi hárgreiðslukonan Íris Lóa einmitt stuttar klippingar á borð við pixie og bob klippingar. Þegar fólk hugsar um bob klippingu þá ímyndar það sér hugsanlega stutta klippingu þar sem hárið er styttra að aftan og síðara að framan, svolítið í anda Victoriu Beckham. Stjörnuhárgreiðslumaðurinn Tommy Buckett segir hins vegar að nú sé það heitasta að vera með bob klippingu þar sem hárið er allt í einni sídd. View this post on Instagram A post shared by Hailey Rhode Baldwin Bieber (@haileybieber) „Nú mun bókstaflega hver einasta stelpa klippa hárið sitt“ Hailey Bieber, ein helsta tískufyrirmyndin í dag, er að sjálfsögðu með puttann á púlsinum og frumsýndi einmitt slíka klippingu á TikTok síðu sinni í vikunni. „Úps,“ skrifaði Bieber undir myndbandið sem hefur þegar fengið um 6 milljónir áhorf. „Núna mun bókstaflega hver einasta stelpa klippa hárið sitt,“ skrifar einn aðdáandi undir myndbandið. Fleiri aðdáendur taka undir þetta og segist einn aðdáandi spá því að eftir viku verði allar stelpur á TikTok komnar með stutt hár. @haileybieber oops original sound - sped up sounds
Hollywood Tíska og hönnun Förðun Tengdar fréttir Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana. 22. janúar 2023 10:00 Heitustu trendin fyrir 2023 Á ári hverju koma inn nýjar tískubylgjur á ólíkum sviðum og nýir TikTok dansar sem eru fólki mis auðveldir að læra. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend ársins 2023 verða. 19. janúar 2023 07:01 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana. 22. janúar 2023 10:00
Heitustu trendin fyrir 2023 Á ári hverju koma inn nýjar tískubylgjur á ólíkum sviðum og nýir TikTok dansar sem eru fólki mis auðveldir að læra. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend ársins 2023 verða. 19. janúar 2023 07:01
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning