Anníe Mist barðist við tárin þegar hún rifjaði upp rosalegt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2023 08:30 Keppniskonan Anníe Mist Þórisdóttir og móðirin Anníe Mist með Freyju Mist. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir fór yfir mjög erfiða reynslu sína þegar hún snéri aftur til keppni í CrossFit íþróttinni eftir barnsburð. Íslendingar hafa unnið mörg mögnuð íþróttaafrek í gegnum tíðina og 356 dagarnir hennar Anníe Mistar Þórisdóttur frá 2020 til 2021 ættu að öllu eðlilegu að vera á öllum slíkum listum. Anníe Mist rifjaði upp þetta ótrúlega ár sitt í nýjasta Dóttir-hlaðvarpsþættinum með Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Vinkonurnar Anníe Mist og Katrín Tanja halda úti hlaðvarpsþættinum þar sem þær ræða viðburðaríka og sigursæla ferla sína í CrossFit íþróttinni. Mjög persónuleg samtöl Það er óhætt að segja að þær ræða mjög persónuleg mál í þessum samtölum sínum og í nýjasta þættinum var komið að Anníe Mist að fara yfir magnað ár. Anníe Mist eignaðist Freyju Mist 10. ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu en 1. ágúst 2021 stóð hún á verðlaunapalli sem ein af þremur hraustustu CrossFit konum heims. Anníe átti þá enn níu daga upp á að hlaupa að hafa farið á einu ári frá því að missa tvo lítra af blóði í langri og erfiðri fæðingu í það að vera með verðlaunapening um hálsinn á sjálfum heimsleikunum í CrossFit. Vakti mikla athygli Anníe Mist hafði tvisvar orðið heimsmeistari í CrossFit og komist fimm sinnum áður á verðlaunapall. Frábær og söguleg afrek. Afrek hennar að komast á pall sem nýbökuð móðir er eitthvað sem vakti gríðarlega athygli í CrossFit heiminum enda hafði enginn gert slíkt áður og það er ólíklegt að einhver nái því aftur. Það kostaði hins vegar blóð, svita og tár að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. Reyndi ekki aðeins á Anníe líkamlega heldur einnig andlega. Anníe Mist hefur með þessu afreki orðið fyrirmynd margra ekki eins og hún hafi ekki verið það áður. Það má búast við því að margar konur taki sér hana sem fyrirmynd í væntanlegum endurkomum sínum eftir barnsburð. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið Það er ekki aðeins afrekið sjálft heldur einnig sýnileiki Anníe og hvernig hún var tilbúin að bjóða fylgjendunum sínum að fylgjast náið með öllu ferlinu, bæði góðu og slæmu dögunum. Toppurinn var geggjaður en dalirnir voru einnig djúpir og krefjandi. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið en hún er: Þú ert ólíkleg til að ná þér að fullu eða lyfta sömu þyngdum aftur. Það áttu fáir von á því að Anníe kæmi jafnsterk til baka og hvað það á innan við ári. Anníe Mist gaf mikið af sér í þættinum og barðist við tárin þegar hún rifjaði upp magnað ár fyrir framan myndavélarnar. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WcnxTjtAwYM">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
Íslendingar hafa unnið mörg mögnuð íþróttaafrek í gegnum tíðina og 356 dagarnir hennar Anníe Mistar Þórisdóttur frá 2020 til 2021 ættu að öllu eðlilegu að vera á öllum slíkum listum. Anníe Mist rifjaði upp þetta ótrúlega ár sitt í nýjasta Dóttir-hlaðvarpsþættinum með Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Vinkonurnar Anníe Mist og Katrín Tanja halda úti hlaðvarpsþættinum þar sem þær ræða viðburðaríka og sigursæla ferla sína í CrossFit íþróttinni. Mjög persónuleg samtöl Það er óhætt að segja að þær ræða mjög persónuleg mál í þessum samtölum sínum og í nýjasta þættinum var komið að Anníe Mist að fara yfir magnað ár. Anníe Mist eignaðist Freyju Mist 10. ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu en 1. ágúst 2021 stóð hún á verðlaunapalli sem ein af þremur hraustustu CrossFit konum heims. Anníe átti þá enn níu daga upp á að hlaupa að hafa farið á einu ári frá því að missa tvo lítra af blóði í langri og erfiðri fæðingu í það að vera með verðlaunapening um hálsinn á sjálfum heimsleikunum í CrossFit. Vakti mikla athygli Anníe Mist hafði tvisvar orðið heimsmeistari í CrossFit og komist fimm sinnum áður á verðlaunapall. Frábær og söguleg afrek. Afrek hennar að komast á pall sem nýbökuð móðir er eitthvað sem vakti gríðarlega athygli í CrossFit heiminum enda hafði enginn gert slíkt áður og það er ólíklegt að einhver nái því aftur. Það kostaði hins vegar blóð, svita og tár að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. Reyndi ekki aðeins á Anníe líkamlega heldur einnig andlega. Anníe Mist hefur með þessu afreki orðið fyrirmynd margra ekki eins og hún hafi ekki verið það áður. Það má búast við því að margar konur taki sér hana sem fyrirmynd í væntanlegum endurkomum sínum eftir barnsburð. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið Það er ekki aðeins afrekið sjálft heldur einnig sýnileiki Anníe og hvernig hún var tilbúin að bjóða fylgjendunum sínum að fylgjast náið með öllu ferlinu, bæði góðu og slæmu dögunum. Toppurinn var geggjaður en dalirnir voru einnig djúpir og krefjandi. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið en hún er: Þú ert ólíkleg til að ná þér að fullu eða lyfta sömu þyngdum aftur. Það áttu fáir von á því að Anníe kæmi jafnsterk til baka og hvað það á innan við ári. Anníe Mist gaf mikið af sér í þættinum og barðist við tárin þegar hún rifjaði upp magnað ár fyrir framan myndavélarnar. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WcnxTjtAwYM">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira