Fótbolti

Mikael Egill skiptir um lið á Ítalíu

Smári Jökull Jónsson skrifar
MIkael Egill Ellertsson er búinn að yfirgefa Spezia og er kominn yfir til Feneyja.
MIkael Egill Ellertsson er búinn að yfirgefa Spezia og er kominn yfir til Feneyja. Vísir/Getty

Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson hefur gengið til liðs við ítalska liðið Venezia í ítölsku Serie B. Hann hefur skrifað undir samning til ársins 2027.

Mikael er uppalinn Framari en hefur spilað bæði með SPAL, sem keypti hann árið 2018, og Spezia en þangað var hann keyptur sumarið 2021. Hann var síðan lánaður aftur til SPAL og lék þar á síðasta tímabili.

Mikael Egill lék ellefu leiki fyrir Spezia í Serie A deildinni í upphafi tímabilsins án þess að skora mark og vonast eftir fleiri tækifærum hjá Venezia sem leikur í næstefstu deild á Ítalíu, Serie B.

Mikael Egill er fæddur árið 2002 og hefur leikið tíu A-landsleiki fyrir Íslandshönd auk rúmlega tuttugu landsleikja fyrir yngri landsliðin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×