„Ef ég hefði farið þá væri Mikel hér og væri sá besti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. janúar 2023 07:01 Pep Guardiola og Mikel Arteta mætast með sínum liðum í kvöld. Vísir/Getty Pep Guardiola fór fögrum orðum um Mikel Arteta, fyrrum aðstoðarþjálfara sinn, í viðtali við BBC í gær. Þeir verða andstæðingar þegar Manchester City og Arsenal mætast í enska bikarnum í kvöld. Manchester City og Arsenal mætast í kvöld í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en leiksins er beðið með talsverðri eftirvæntingu enda um að ræða tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:45. Það sem gerir leikinn ennþá áhugaverðari er að knattspyrnustjórar liðanna, Spánverjarnir Pep Guardiola og Mikel Arteta, voru samstarfsfélagar til nokkurra ára þegar Arteta var aðstoðarþjálfari Guardiola hjá Manchester City. Pep Guardiola og Mikel Arteta unnu saman hjá Manchester City í þrjú tímabil.Vísir/Getty Það er augljóst að það samstarf hefur gengið vel enda fór Guardiola fögrum orðum um sinn fyrrum samstarfsfélaga í viðtali við BBC í gær. „Ég hafði tilfinningu, við vissum það þegar hann var hér, hvað varðar hæfileika hans fyrir City. Ég veit ekki hvað hann varðar en hann hafði gríðarlega góð áhrif á mig sem var mikilvægt fyrir mig í að verða betri þjálfari.“ Arteta tók við Arsenal sumarið 2019 eftir að hafa verið hjá Manchester City í þrjú tímabil. Guardiola segir engan vafa leika á því hver framtíð Arteta hefði getað orðið hjá City. „Ef ég hefði farið þá væri Mikel hér og hann væri sá besti, algjörlega.“ Fagnaði gegn öllum liðum nema einu Það kom Guardiola alls ekki á óvart þegar Arteta tók við sem knattspyrnustjóri Arsenal en sá síðarnefndi lék með Arsenal á árunum 2011 til 2016. „Ég er ekki náunginn sem segir, nei þú þarft að vera hér hjá mér. Allir eiga sína drauma. Tilfinningin var að ef eitt ákveðið lið myndi bjóða honum möguleikann á að taka við sem knattspyrnustjóri þá myndi hann fara.“ „Ég veit að hann fór til félagsins síns, félags drauma sinna. Hann er stuðningsmaður, hann spilaði þarna og var fyrirliði. Hann elskar félagið,“ bætti Guardiola við. "Always he jumps and celebrates, except one team. One team every time we score a goal I jump, come back he was sitting there. It was Arsenal. I said that guy likes Arsenal."Pep Guardiola knew about Mikel Arteta's great love for Arsenal from when he was working at Man City pic.twitter.com/DhhqHVV4jD— Football Daily (@footballdaily) January 26, 2023 Arteta hefur vakið athygli fyrir ansi líflega framkomu á hliðarlínunni í vetur og hefur sumum þótt nóg um. Guardiola segir að hann hafi verið duglegur að fagna þegar hann var hjá City, en ekki alltaf. „Ég man að þegar við vorum sama hérna, þá hoppaði hann mikið og fagnaði þegar við skoruðum. Nema gegn einu liði, Arsenal.“ Arteta segir baráttuna ekki breyta neinu Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan tímabilið 2003-2004 en er með fimm stiga forskot á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arteta er ánægður með stöðu liðsins en viðurkennir að hann hefði alveg viljað vera að keppa við einhvern annan þjálfara en Guardiola. „Ég vonaðist til þess að þetta yrði staðan einn daginn og það er að gerast á þessu tímabili. Þetta breytir ekki neinni vináttu, augnablikunum sem við eigum, hversu mikilvægur hann er í mínu lífi eða í mínu starfi.“ „Við erum báðir tilbúnir að vinna og verja okkar félög á allan hátt og það hefur alltaf verið þannig frá degi eitt. Ég myndi vilja gera það á móti einhverjum öðrum ef ég á að vera hreinskilinn.“ Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina Sjá meira
Manchester City og Arsenal mætast í kvöld í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en leiksins er beðið með talsverðri eftirvæntingu enda um að ræða tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:45. Það sem gerir leikinn ennþá áhugaverðari er að knattspyrnustjórar liðanna, Spánverjarnir Pep Guardiola og Mikel Arteta, voru samstarfsfélagar til nokkurra ára þegar Arteta var aðstoðarþjálfari Guardiola hjá Manchester City. Pep Guardiola og Mikel Arteta unnu saman hjá Manchester City í þrjú tímabil.Vísir/Getty Það er augljóst að það samstarf hefur gengið vel enda fór Guardiola fögrum orðum um sinn fyrrum samstarfsfélaga í viðtali við BBC í gær. „Ég hafði tilfinningu, við vissum það þegar hann var hér, hvað varðar hæfileika hans fyrir City. Ég veit ekki hvað hann varðar en hann hafði gríðarlega góð áhrif á mig sem var mikilvægt fyrir mig í að verða betri þjálfari.“ Arteta tók við Arsenal sumarið 2019 eftir að hafa verið hjá Manchester City í þrjú tímabil. Guardiola segir engan vafa leika á því hver framtíð Arteta hefði getað orðið hjá City. „Ef ég hefði farið þá væri Mikel hér og hann væri sá besti, algjörlega.“ Fagnaði gegn öllum liðum nema einu Það kom Guardiola alls ekki á óvart þegar Arteta tók við sem knattspyrnustjóri Arsenal en sá síðarnefndi lék með Arsenal á árunum 2011 til 2016. „Ég er ekki náunginn sem segir, nei þú þarft að vera hér hjá mér. Allir eiga sína drauma. Tilfinningin var að ef eitt ákveðið lið myndi bjóða honum möguleikann á að taka við sem knattspyrnustjóri þá myndi hann fara.“ „Ég veit að hann fór til félagsins síns, félags drauma sinna. Hann er stuðningsmaður, hann spilaði þarna og var fyrirliði. Hann elskar félagið,“ bætti Guardiola við. "Always he jumps and celebrates, except one team. One team every time we score a goal I jump, come back he was sitting there. It was Arsenal. I said that guy likes Arsenal."Pep Guardiola knew about Mikel Arteta's great love for Arsenal from when he was working at Man City pic.twitter.com/DhhqHVV4jD— Football Daily (@footballdaily) January 26, 2023 Arteta hefur vakið athygli fyrir ansi líflega framkomu á hliðarlínunni í vetur og hefur sumum þótt nóg um. Guardiola segir að hann hafi verið duglegur að fagna þegar hann var hjá City, en ekki alltaf. „Ég man að þegar við vorum sama hérna, þá hoppaði hann mikið og fagnaði þegar við skoruðum. Nema gegn einu liði, Arsenal.“ Arteta segir baráttuna ekki breyta neinu Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan tímabilið 2003-2004 en er með fimm stiga forskot á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arteta er ánægður með stöðu liðsins en viðurkennir að hann hefði alveg viljað vera að keppa við einhvern annan þjálfara en Guardiola. „Ég vonaðist til þess að þetta yrði staðan einn daginn og það er að gerast á þessu tímabili. Þetta breytir ekki neinni vináttu, augnablikunum sem við eigum, hversu mikilvægur hann er í mínu lífi eða í mínu starfi.“ „Við erum báðir tilbúnir að vinna og verja okkar félög á allan hátt og það hefur alltaf verið þannig frá degi eitt. Ég myndi vilja gera það á móti einhverjum öðrum ef ég á að vera hreinskilinn.“
Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina Sjá meira