„Það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. janúar 2023 16:51 Ieva Dambrauskienė stofnaði sveit klappstýra í miðjum kórónuveirufaraldri. Þær hvetja nú áfram og dansa fyrir körfuboltalið Hauka. Hún segir liðið hafa fengið mjög góð viðbrögð, þá sérstaklega frá karlmönnum. Ieva er Litháensk og hafði áður tilheyrt eins klappliði þar í landi. Meðlimir íslenska klappliðsins eru frá Póllandi, Belarús, Litháen og Íslandi. „Aðal ástæðan fyrir því að ég stofnaði þetta lið er að ég þurfti að finna stað til að dansa eins og ég hafði áður gert,“ segir Ieva. Eins og sjá má er einfalt hliðarspor ekki alveg það sem þær gera í leikhléum.Aðsent Fyrst um sinn voru tólf konur í hópnum en að sögn Ievu stækkaði liðið fljótt. Þær byrjuðu fyrst á því að dansa fyrir lið í neðri deildum en skemmta nú bara fyrir körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. „Við byrjuðum að dansa þar og þetta leiktímabil höfum við komið fram á nærri öllum heimaleikjum,“ segir Ieva. „Þetta er svolítið öðruvísi svið sem við erum að dansa á. Við erum ekki að keppa við neinn, við erum að styðja liðið og aðdáendur. Við reynum að njóta þess að vera úti á vellinum og senda frá okkur góða strauma.“ Hún segir mjög vinsælt að hafa klappstýrur á leikjum annars staðar í Evrópu og furðar sig á því að það hafi ekki verið hefð fyrir því á Íslandi. Þrátt fyrir að liðið sé fremur nýtt segir hún að þau hafi fengið góð viðbrögð. Fólk taki þeim almennt fagnandi. „Ég held að það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara. Þetta er æðislegt fyrir bæði liðið og áhorfendur en auðvitað tekur það tíma fyrir þetta að þróast,“ segir Ieva en liðið hennar vilji stækka markaðinn fyrir þessu á Íslandi. Hópurinn hvetur áfram körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. Aðsent Liðið leitar sér nú að fyrirtækjum til þess að styrkja starfsemina en dansararnir eru í sjálfboðavinnu. Hún segir mikla vinnu liggja að baki og allir dansararnir séu í annarri vinnu ofan á klappliðið. „Af því sem ég sé er fólk mjög hrifið af okkur, sérstaklega karlmennirnir,“ segir Ieva og hlær en hún segir dansinn hafa mikið skemmtanagildi. Þá hafi fólk haft orð á því við hana að það sé ánægt með að klapplið séu loksins komin til Íslands, enda sé kominn tími til. Fylgjast má með liðinu á Instagram og Tiktok. Hér að ofan má sjá myndband af klappliðinu leika listir sínar. Körfubolti Haukar Dans Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Ieva er Litháensk og hafði áður tilheyrt eins klappliði þar í landi. Meðlimir íslenska klappliðsins eru frá Póllandi, Belarús, Litháen og Íslandi. „Aðal ástæðan fyrir því að ég stofnaði þetta lið er að ég þurfti að finna stað til að dansa eins og ég hafði áður gert,“ segir Ieva. Eins og sjá má er einfalt hliðarspor ekki alveg það sem þær gera í leikhléum.Aðsent Fyrst um sinn voru tólf konur í hópnum en að sögn Ievu stækkaði liðið fljótt. Þær byrjuðu fyrst á því að dansa fyrir lið í neðri deildum en skemmta nú bara fyrir körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. „Við byrjuðum að dansa þar og þetta leiktímabil höfum við komið fram á nærri öllum heimaleikjum,“ segir Ieva. „Þetta er svolítið öðruvísi svið sem við erum að dansa á. Við erum ekki að keppa við neinn, við erum að styðja liðið og aðdáendur. Við reynum að njóta þess að vera úti á vellinum og senda frá okkur góða strauma.“ Hún segir mjög vinsælt að hafa klappstýrur á leikjum annars staðar í Evrópu og furðar sig á því að það hafi ekki verið hefð fyrir því á Íslandi. Þrátt fyrir að liðið sé fremur nýtt segir hún að þau hafi fengið góð viðbrögð. Fólk taki þeim almennt fagnandi. „Ég held að það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara. Þetta er æðislegt fyrir bæði liðið og áhorfendur en auðvitað tekur það tíma fyrir þetta að þróast,“ segir Ieva en liðið hennar vilji stækka markaðinn fyrir þessu á Íslandi. Hópurinn hvetur áfram körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. Aðsent Liðið leitar sér nú að fyrirtækjum til þess að styrkja starfsemina en dansararnir eru í sjálfboðavinnu. Hún segir mikla vinnu liggja að baki og allir dansararnir séu í annarri vinnu ofan á klappliðið. „Af því sem ég sé er fólk mjög hrifið af okkur, sérstaklega karlmennirnir,“ segir Ieva og hlær en hún segir dansinn hafa mikið skemmtanagildi. Þá hafi fólk haft orð á því við hana að það sé ánægt með að klapplið séu loksins komin til Íslands, enda sé kominn tími til. Fylgjast má með liðinu á Instagram og Tiktok. Hér að ofan má sjá myndband af klappliðinu leika listir sínar.
Körfubolti Haukar Dans Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira