Bielsea vildi taka við U-21 ára liði Everton fyrst og aðalliðinu næsta sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2023 09:01 Marcelo Bielsa vildi í raun ekki taka við aðalliði Everton fyrr en í sumar. EPA-EFE/Martin Rickett Marcelo Bielsa er einstakur á margan hátt. Hann var orðaður við þjálfarastöðuna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en var á endanum ekki ráðinn. Ástæðan virðist vera sú að hann vildi láta starfslið sitt taka við aðalliði félagsins á meðan hann myndi stýra U-21 ára liði Everton. Hinn 67 ára gamli Bielsa er þekktur fyrir leikstíl sinn en hann krefst gríðarlegs ákafa. Hann er þekktur fyrir gríðarlegt æfingaálag og þá hefur hann aldrei tekið við liði á miðju tímabili. Hann þarf undirbúningstímabil til að móta leikmenn sína og kenna þeim fræðin. Bielsea stýrði Leeds United frá 2018 til 2022. Hann þekkir því ágætlega til ensku deildarinnar og var sá maður sem Farhad Moshiri, eigandi Everton, horfði hvað mest til. Bielsa hefur hins vegar engan áhuga á að taka við liði á miðju tímabili en var til í að gera málamiðlun. Marcelo Bielsa wanted to take charge of Everton s Under-21s until the summer with his staff taking charge of the first team. #EFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 27, 2023 Hann og starfslið hans myndu taka við Everton en á meðan samstarfsmenn hans myndu stýra aðalliðinu yrði hann þjálfari U-21 árs liðs félagsins. Moshiri virðist ekki hafa tekið vel í þessa hugmynd og hefur nú ráðið Sean Dyche, fyrrverandi þjálfara Burnley. Segja má að leikstíll hans og Bielsa sé eins ólíkur og mögulegt er. Dyche náði þó frábærum árangri með Burnley. Hann stýrði liðinu í áratug, frá 2012 til 2022, og kom liðinu meðal annars í Evrópudeildina. Everton er í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur liðsins, og væntanlega sá fyrsti undir stjórn Dyches, er gegn toppliði Arsenal á Goodison Park laugardaginn 4. febrúar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bielsa lentur í London en sagður hafa hafnað Everton Marcelo Bielsa er kominn til London þar sem hann ræddi við forráðamenn hjá Everton um að taka við knattspyrnustjórastöðu félagsins. Nú lítur hins vegar út fyrir að hann vilji ekki starfið. 27. janúar 2023 08:39 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Hinn 67 ára gamli Bielsa er þekktur fyrir leikstíl sinn en hann krefst gríðarlegs ákafa. Hann er þekktur fyrir gríðarlegt æfingaálag og þá hefur hann aldrei tekið við liði á miðju tímabili. Hann þarf undirbúningstímabil til að móta leikmenn sína og kenna þeim fræðin. Bielsea stýrði Leeds United frá 2018 til 2022. Hann þekkir því ágætlega til ensku deildarinnar og var sá maður sem Farhad Moshiri, eigandi Everton, horfði hvað mest til. Bielsa hefur hins vegar engan áhuga á að taka við liði á miðju tímabili en var til í að gera málamiðlun. Marcelo Bielsa wanted to take charge of Everton s Under-21s until the summer with his staff taking charge of the first team. #EFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 27, 2023 Hann og starfslið hans myndu taka við Everton en á meðan samstarfsmenn hans myndu stýra aðalliðinu yrði hann þjálfari U-21 árs liðs félagsins. Moshiri virðist ekki hafa tekið vel í þessa hugmynd og hefur nú ráðið Sean Dyche, fyrrverandi þjálfara Burnley. Segja má að leikstíll hans og Bielsa sé eins ólíkur og mögulegt er. Dyche náði þó frábærum árangri með Burnley. Hann stýrði liðinu í áratug, frá 2012 til 2022, og kom liðinu meðal annars í Evrópudeildina. Everton er í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur liðsins, og væntanlega sá fyrsti undir stjórn Dyches, er gegn toppliði Arsenal á Goodison Park laugardaginn 4. febrúar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bielsa lentur í London en sagður hafa hafnað Everton Marcelo Bielsa er kominn til London þar sem hann ræddi við forráðamenn hjá Everton um að taka við knattspyrnustjórastöðu félagsins. Nú lítur hins vegar út fyrir að hann vilji ekki starfið. 27. janúar 2023 08:39 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Bielsa lentur í London en sagður hafa hafnað Everton Marcelo Bielsa er kominn til London þar sem hann ræddi við forráðamenn hjá Everton um að taka við knattspyrnustjórastöðu félagsins. Nú lítur hins vegar út fyrir að hann vilji ekki starfið. 27. janúar 2023 08:39