Galdurinn að langlífi: „Ég er búin að spila bridds í 60 ár“ Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. janúar 2023 20:52 Múlabær, dagþjálfun fyrir aldraða og öryrkja er 40 ára á árinu og í tilefni af því var slegið til heljarinnar samkvæmis í húsakynnum félagsins í Síðumúla í dag. Tugir nýta þjónustuna á hverjum degi en það þarf fleiri slík úrræði segir forstöðukona Múlabæjar. Notandi segir þjónustuna mjög góða. Mikil stemmning var í salnum og nokkrir gestir tóku til máls. Málflutningur þeirra allra var á þann veg að fleiri slík úrræði þyrfti til handa eldri borgurum landsins, boðið var upp á kaffi og með því og leikin var lifandi tónlist. Forstöðumaður Múlabæjar, Þórunn Bjarney Garðarsdóttir vill vekja athygli á mikilvægi starfsins en mikið af fólki nýtir sér fjölbreytta þjónustu dagdvalarinnar. Sextíu manns á dag „Við erum að fá á hverjum degi 60 manns í hús og á hverri viku eru 130 að nýta sér þjónustuna. Í dag ákvað ég að bjóða sérstaklega fólki úr heilbrigðisþjónustunni - ráðamönnum - til að vekja athygli þeirra á þessu málefni og hvað við erum að gera góða hluti.“ Starf Múlabæjar er afar fjölbreytt. „Alla daga getur fólk farið í æfingasal, það getur farið í tæki, tekið þátt í stólaleikflimi. Og nýtt sér vinnustofur sem er bæði almenn vinnustofa og listasmiðja. Við erum með hjúkrunarþjónustu, við erum hér með endurhæfingarpláss og fólk fer í sjúkraþjálfun. Við erum líka með fótaaðgerðarfræðing og hárgreiðslu- og snyrtistofu. Allt til þess að fólki líði sem best.“ Þórunn segir þurfa fleiri úrræði fyrir eldra fólk. „Múlabær er orðinn fjörutíu ára. Við erum með fleiri dagdvalarúrræði en þeim hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun aldraðra í samfélaginu. Við þurfum nauðsynlega á fleiri svona stöðum að halda.“ „Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul?“ Guðrún Jörgensen, hefur nýtt sér þjónustu Múlabæjar í næstum ár. „Það er bara allt mjög gott og flott hérna. Það var nú eiginlega dóttir mín sem réði þessu að ég kæmi hingað, því ég er orðinn dálítið gömul. Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul? Næst þegar ég á afmæli verð ég 94 ára.“ Aðspurð um hver galdurinn sé við að halda sér hressri stendur ekki á svari frá Guðrúnu. „Ég er búin að spila bridds í 60 ár.“ Eldri borgarar Reykjavík Bridge Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Mikil stemmning var í salnum og nokkrir gestir tóku til máls. Málflutningur þeirra allra var á þann veg að fleiri slík úrræði þyrfti til handa eldri borgurum landsins, boðið var upp á kaffi og með því og leikin var lifandi tónlist. Forstöðumaður Múlabæjar, Þórunn Bjarney Garðarsdóttir vill vekja athygli á mikilvægi starfsins en mikið af fólki nýtir sér fjölbreytta þjónustu dagdvalarinnar. Sextíu manns á dag „Við erum að fá á hverjum degi 60 manns í hús og á hverri viku eru 130 að nýta sér þjónustuna. Í dag ákvað ég að bjóða sérstaklega fólki úr heilbrigðisþjónustunni - ráðamönnum - til að vekja athygli þeirra á þessu málefni og hvað við erum að gera góða hluti.“ Starf Múlabæjar er afar fjölbreytt. „Alla daga getur fólk farið í æfingasal, það getur farið í tæki, tekið þátt í stólaleikflimi. Og nýtt sér vinnustofur sem er bæði almenn vinnustofa og listasmiðja. Við erum með hjúkrunarþjónustu, við erum hér með endurhæfingarpláss og fólk fer í sjúkraþjálfun. Við erum líka með fótaaðgerðarfræðing og hárgreiðslu- og snyrtistofu. Allt til þess að fólki líði sem best.“ Þórunn segir þurfa fleiri úrræði fyrir eldra fólk. „Múlabær er orðinn fjörutíu ára. Við erum með fleiri dagdvalarúrræði en þeim hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun aldraðra í samfélaginu. Við þurfum nauðsynlega á fleiri svona stöðum að halda.“ „Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul?“ Guðrún Jörgensen, hefur nýtt sér þjónustu Múlabæjar í næstum ár. „Það er bara allt mjög gott og flott hérna. Það var nú eiginlega dóttir mín sem réði þessu að ég kæmi hingað, því ég er orðinn dálítið gömul. Þarftu ekki að vita hvað ég er gömul? Næst þegar ég á afmæli verð ég 94 ára.“ Aðspurð um hver galdurinn sé við að halda sér hressri stendur ekki á svari frá Guðrúnu. „Ég er búin að spila bridds í 60 ár.“
Eldri borgarar Reykjavík Bridge Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira