Halldór með silfur á X-Games þrettán árum eftir gullið Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2023 10:31 Halldór Helgason sýndi frábær tilþrif í Aspen um helgina. Skjáskot/Youtube Þrettán árum eftir að hann vann gullverðlaun á X-Games í Aspen náði snjóbrettakappinn Halldór Helgason að tryggja sér önnur verðlaun á leikunum í gær. Halldór vann á sínum tíma sigur í risastökki, Big Air, en í gær keppti hann í Knuckle Huck og vann til silfurverðlauna. Hér að neðan má sjá eitt af stökkum Halldórs og helstu tilþrif verðlaunahafanna en neðst í greininni er keppnin í heild. View this post on Instagram A post shared by X Games (@xgames) Lýsendur keppninnar lofuðu tilþrif Halldórs og grínuðust með það að líklega væri þetta allt að þakka þykku og glæsilegu yfirvaraskeggi Eyfirðingsins, og því að hann væri pabbi. Halldór tjáði sig stuttlega á Instagram eftir keppnina og sagði hana hafa farið betur en hann hefði búist við. Norðmaðurinn Marcus Kleveland vann sigur í Knuckle Huck keppninni og kórónaði þar með frábæra helgi hjá sér en hann vann tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Bandaríkjamaðurinn Dusty Henricksen, sem vann Knuckle Huck árið 2020, kom svo næstur á eftir Halldóri í keppninni í gær og hlaut bronsverðlaun. „Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ sagði Eiríkur Helgason snjóbrettakappi og bróðir Halldórs í Íslandi í dag á dögunum. Þeir reka í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding. Bræðurnir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Umfjöllun Ísland í dag má sjá að neðan eftir rúmar tólf mínútur. Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Renndi sér niður af þaki framhaldsskólans Sýnt var frá því í Íslandi í dag þegar breski snjóbrettakappinn Sparrow Knox gerði atlögu að því að renna sér niður handrið á tiltölulega nýrri skólabyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ á mánudaginn var. Hefst á mínútu tólf í innslaginu hér að ofan. 24. janúar 2023 08:57 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Halldór vann á sínum tíma sigur í risastökki, Big Air, en í gær keppti hann í Knuckle Huck og vann til silfurverðlauna. Hér að neðan má sjá eitt af stökkum Halldórs og helstu tilþrif verðlaunahafanna en neðst í greininni er keppnin í heild. View this post on Instagram A post shared by X Games (@xgames) Lýsendur keppninnar lofuðu tilþrif Halldórs og grínuðust með það að líklega væri þetta allt að þakka þykku og glæsilegu yfirvaraskeggi Eyfirðingsins, og því að hann væri pabbi. Halldór tjáði sig stuttlega á Instagram eftir keppnina og sagði hana hafa farið betur en hann hefði búist við. Norðmaðurinn Marcus Kleveland vann sigur í Knuckle Huck keppninni og kórónaði þar með frábæra helgi hjá sér en hann vann tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Bandaríkjamaðurinn Dusty Henricksen, sem vann Knuckle Huck árið 2020, kom svo næstur á eftir Halldóri í keppninni í gær og hlaut bronsverðlaun. „Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ sagði Eiríkur Helgason snjóbrettakappi og bróðir Halldórs í Íslandi í dag á dögunum. Þeir reka í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding. Bræðurnir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Umfjöllun Ísland í dag má sjá að neðan eftir rúmar tólf mínútur.
Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Renndi sér niður af þaki framhaldsskólans Sýnt var frá því í Íslandi í dag þegar breski snjóbrettakappinn Sparrow Knox gerði atlögu að því að renna sér niður handrið á tiltölulega nýrri skólabyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ á mánudaginn var. Hefst á mínútu tólf í innslaginu hér að ofan. 24. janúar 2023 08:57 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Renndi sér niður af þaki framhaldsskólans Sýnt var frá því í Íslandi í dag þegar breski snjóbrettakappinn Sparrow Knox gerði atlögu að því að renna sér niður handrið á tiltölulega nýrri skólabyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ á mánudaginn var. Hefst á mínútu tólf í innslaginu hér að ofan. 24. janúar 2023 08:57