„Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 13:01 Hulda Björk Ólafsdóttir á ferðinni í leik með Grindavík í Subway deild kvenna í körfubolta. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í körfuboltakvöldi telur að gengið hafi verið fram hjá einum leikmanni í Subway deild kvenna í körfubolta þegar nýjasti landsliðshópurinn var valinn. Íslenska kvennalandsliðið leikur í næsta mánuði tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM. Íslenska landsliðið á ekki lengur möguleika á að komast áfram en liðið spilar ekki marga landsleiki á ári þannig að valið á liðinu skiptir miklu máli fyrir flesta bestu leikmenn landsins. Subway Körfuboltakvöld ræddi landsliðsvalið í þætti sínum í gær og þar spurði Hörður Unnsteinsson sérfræðinga sína hvort þær væru sammála valinu. „Ég verða að vera hreinskilin því ég er það ekki alveg. Án þess að lasta hana eitthvað þá finnst mér Emma Sóldís (Svan Hjördísardóttir) ekki hafa staðið sig nóg í vetur til að vera í hópnum miðað við aðrar sem voru ekki valdar,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingum í Körfuboltakvöldi. Miklu betri varnarmaður „Auðvitað er ég Grindvíkingur og ég þekki Huldu (Björk Ólafsdóttur) en Hulda er búin að vera frábær í vetur. Hún er með mun hærra meðaltal heldur en Emma Sóldís og er miklu betri varnarmaður. Hún er alltaf að dekka bestu sóknarmennina,“ sagði Ólöf Helga. Hulda Björk Ólafsdóttir er nítján ára gömul og er að skora 11,8 stig og taka 3,8 fráköst í leik með Grindavík í Subway-deildinni í vetur. „Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali miðað við hvernig hún er búin að standa sig. Hún er búin að vera stöðug, geggjuð í vörn, góð að skjóta og keyrir á körfuna á meðan Emma er bara búin að vera lala. Hulda inn fyrir Emmu allan daginn,“ sagði Ólöf. „Það eru sjö íslenskir leikmenn með hærra meðaltal en Emma á milli Huldu og Emmu. Hulda er með 11,8 stig í leik á meðan Emma er með 8,9 stig í leik. Það er gríðarlegur munur á þessu og skil þetta ekki alveg. Emma getur alveg verið góð en mér finnst þetta svolítið gefins. Hulda hefur áður verið snuðuð,“ sagði Ólöf. Réttmæt reiði í Keflavík? Hörður nefndi einnig þá staðreynd að topplið Keflavíkur væri aðeins með einn leikmann í liðinu og umræðan barst að Birnu Valgerði Benónýsdóttur sem gaf ekki kost á sér í liðið. Það kom þó ekki í ljós fyrr en fjölmiðlar voru búnir að vekja athygli á fjarveru hennar í liðinu. „Ein af tíu úr toppliði Keflavíkur. Er réttmæt reiði í Keflavík,“ spurði Hörður Unnsteinsson en Ingibjörg Jakobsdóttir vildi ekki alveg ganga svo langt. „Við héldum á Birna hefði verið snuðuð en hún gaf ekki kost á sér,“ skaut Ólöf inn í. Eftirá skýring „Ég ætla að kalla eftirá skýring. Þetta er klassísk eftirá skýring því af hverju var nafn hennar ekki á listanum,“ sagði Hörður og vísaði þar í fréttatilkynningu KKÍ þar sem þrjár aðrar fjarverandi voru nefndar á nafn. Það má finna alla umræðuna um landsliðsvalið hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um val á kvennalandsliðinu í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið leikur í næsta mánuði tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM. Íslenska landsliðið á ekki lengur möguleika á að komast áfram en liðið spilar ekki marga landsleiki á ári þannig að valið á liðinu skiptir miklu máli fyrir flesta bestu leikmenn landsins. Subway Körfuboltakvöld ræddi landsliðsvalið í þætti sínum í gær og þar spurði Hörður Unnsteinsson sérfræðinga sína hvort þær væru sammála valinu. „Ég verða að vera hreinskilin því ég er það ekki alveg. Án þess að lasta hana eitthvað þá finnst mér Emma Sóldís (Svan Hjördísardóttir) ekki hafa staðið sig nóg í vetur til að vera í hópnum miðað við aðrar sem voru ekki valdar,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingum í Körfuboltakvöldi. Miklu betri varnarmaður „Auðvitað er ég Grindvíkingur og ég þekki Huldu (Björk Ólafsdóttur) en Hulda er búin að vera frábær í vetur. Hún er með mun hærra meðaltal heldur en Emma Sóldís og er miklu betri varnarmaður. Hún er alltaf að dekka bestu sóknarmennina,“ sagði Ólöf Helga. Hulda Björk Ólafsdóttir er nítján ára gömul og er að skora 11,8 stig og taka 3,8 fráköst í leik með Grindavík í Subway-deildinni í vetur. „Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali miðað við hvernig hún er búin að standa sig. Hún er búin að vera stöðug, geggjuð í vörn, góð að skjóta og keyrir á körfuna á meðan Emma er bara búin að vera lala. Hulda inn fyrir Emmu allan daginn,“ sagði Ólöf. „Það eru sjö íslenskir leikmenn með hærra meðaltal en Emma á milli Huldu og Emmu. Hulda er með 11,8 stig í leik á meðan Emma er með 8,9 stig í leik. Það er gríðarlegur munur á þessu og skil þetta ekki alveg. Emma getur alveg verið góð en mér finnst þetta svolítið gefins. Hulda hefur áður verið snuðuð,“ sagði Ólöf. Réttmæt reiði í Keflavík? Hörður nefndi einnig þá staðreynd að topplið Keflavíkur væri aðeins með einn leikmann í liðinu og umræðan barst að Birnu Valgerði Benónýsdóttur sem gaf ekki kost á sér í liðið. Það kom þó ekki í ljós fyrr en fjölmiðlar voru búnir að vekja athygli á fjarveru hennar í liðinu. „Ein af tíu úr toppliði Keflavíkur. Er réttmæt reiði í Keflavík,“ spurði Hörður Unnsteinsson en Ingibjörg Jakobsdóttir vildi ekki alveg ganga svo langt. „Við héldum á Birna hefði verið snuðuð en hún gaf ekki kost á sér,“ skaut Ólöf inn í. Eftirá skýring „Ég ætla að kalla eftirá skýring. Þetta er klassísk eftirá skýring því af hverju var nafn hennar ekki á listanum,“ sagði Hörður og vísaði þar í fréttatilkynningu KKÍ þar sem þrjár aðrar fjarverandi voru nefndar á nafn. Það má finna alla umræðuna um landsliðsvalið hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um val á kvennalandsliðinu í körfubolta
Landslið kvenna í körfubolta Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti